Það getur líka verið beinlínis skaðlegt að halda aftur af hnerranum, því hér er mikið afl á ferðinni.
Við hnerra skjótast úðadropar marga metra fram úr nefinu og hraðinn getur náð 150 km/klst.
Klemmi maður t.d. saman nasavængina, beinist öll þessi orka inn á við og þrýstingur í ennisholum, eyrnagöngum og ýmsum öðrum holrúmum hækkar mjög.
Yfirleitt hlýst engin sköddun af, en maður á þó á hættu að fá hellu fyrir eyrun eða að fíngerðar smáæðar springi.
Í mjög ofsafengnum tilvikum getur hljóðhimna sprungið, eða jafnvel orðið blæðing í heila.