Hýenur eru með sterklegan búk, langt trýni og sterkbyggða kjálka og minna fyrir vikið mjög svo á hunda.
Sé hins vegar grafist fyrir um forsögu dýranna koma þó í ljós allt önnur fjölskyldubönd.
Rándýrum sem lifa á landi er yfirleitt skipt í átta ættir, sem eru þessar: hundar, birnir, hálfbirnir, marðardýr, kettir, þefkettir, deskettir og hýenur. Með notkun steingervinga og nútímalegra DNA-rannsókna núlifandi tegunda hefur komið í ljós að verulegt stökk átti sér stað í þróun sameiginlegs forföður alls þessa hóps fyrir um 55 milljón árum.
Hópurinn skiptist í tvær greinar og önnur greining markaði síðan upphafið að annars vegar hundum, björnum, hálfbjörnum og marðardýrum á meðan hin greiningin þróaðist í öll önnur núlifandi rándýr sem lifa á landi, þar með talið hýenur og ketti.
Hýenur eru þar með réttilega skyldari köttum en hundum. Hýenur og kettir greindust ekki frá hver öðrum fyrr en fyrir 30 milljón árum. Ástæða þess að hýenur hafa svo farið að líkjast hundum frekar en köttum er sú að hýenurnar hafa þróast á þann veg að búsvæði þeirra í náttúrunni eru einnig búsvæði hunda, en hýenur hlaupa langar vegalengdir á veiðum eða eru hræætur.
Slíkt líferni gerir sérstakar kröfur um líkamsbyggingu og fyrir bragðið hafa hýenur smám saman farið að líkjast hundum í svo miklum mæli að erfitt reynist að greina tegundirnar að.