Maðurinn

Eru stór lungu kostur?

Stærri lungu taka inn meira súrefni en er það alltaf kostur að hafa stór lungu? Þau eru góð í þunnu loftslagi og fyrir íþróttafólk sem vill ná hámarksárangri.

BIRT: 05/02/2024

Lungun fjarlægja koltvísýring – sem er úrgangur sem myndast við efnaskiptin – úr blóðinu og fylla það súrefni í staðinn.

 

Þessi skipti á koltvísýringi og súrefni verða gegnum yfirborð lungnablaðranna. Til að þessi skipting verði sem hröðust og mest hafa lungun þróað mjög stórt yfirborð.

 

Örsmáar blöðrur

Í lungunum eru um 300 milljón örsmáar blöðrur, lungnablöðrurnar og samtals er yfirborðsflötur þeirra allt að 70-100 fermetrar.

 

Þetta yfirborð er þannig á stærð við fjögurra herbergja íbúð og margfalt stærra en yfirborð húðarinnar sem samtals er um 1,5 fermetrar.

 

Stærri lungu ná að taka inn meira súrefni en minni lungu. Þjóðflokkar sem lengi hafa hafst við í mikilli hæð, t.d. í Himalajafjöllum eða Andesfjöllum þar sem loftið er mjög þunnt hafa því í sögu gríðarmargra kynslóða þróað stærri lungu en gengur og gerist nær sjávarmáli.

 

1. Úr nefi og munni berst loftið niður í barkann sem greinist í æ smærri loftrör er nefnast berkjur.

 

2. Loftið streymir áfram um lungun og inn í 300 milljón lungnablöðrur.

 

3. lungnablöðrurnar eru umluktar fíngerðum æðum sem kallast háræðar. Himnan milli æðar og blöðru er svo þunn að loftsameindir komast í gegn. Koltvísýringur (grænn) streymir út í lungnablöðurnar en súrefni (blátt) hina leiðina og kemst þannig í blóðið.

 

Stærð lungna ræðst af hæð og kyni

Stærð lungna ræðst annars líka af hæð og kyni og rúmtak lungnanna er einstaklingsbundið, allt frá fjórum lítrum upp í sex.

 

Stórum lungum fylgja kostir, einkum fyrir íþróttafólk, þar eð stærra heildaryfirborð nær að taka upp meira súrefni og því fylgir aukin geta. Það er hins vegar ekki hægt að þjálfa upp lungun þannig að þau taki upp meira súrefni.

 

Aftur á móti getur hver og einn þjálfað upp afkastagetu lungnanna með því að draga andann djúpt og anda síðan alveg út.

 

Til viðbótar er unnt með þjálfun að auka hæfni vöðvanna til að taka upp súrefni úr blóði og styrkja hjartað þannig að það verði afkastameira.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shuterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvernig gátu riddarar í brynju farið á klóið?

Maðurinn

Ofurörvuð börn læra minna

Alheimurinn

Ráðgátan um dularfullu geimhringana

Maðurinn

8 vísindalegar ástæður þess að þú lyktar

Náttúran

Snjáldurmýs ganga á eigin heila

Náttúran

Háhyrningar réðust á bát og beittu áður óséðri aðferð

Tækni

Lítil kjarnarafhlaða heldur símanum gangandi í 50 ár

Læknisfræði

Kvefast ég frekar ef ég fer út með blautt hár?

Náttúran

Súrefni: Hvað er súrefni – og er hægt að fá of mikið af því?

Náttúran

Nú gætum við fundið leynilegar tímavélar alheimsins

Maðurinn

Heilasérfræðingar: Ástin og vináttan verðlauna heilann

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is