Læknisfræði

Svín bjarga mannslungum

Í nýrri tilraun notuðu vísindamenn svínslíkama til að bæta gæði gjafalungna. Aðferðin gæti tryggt að mun fleira fólk á biðlistum fái gjafalungu grædd í sig.

BIRT: 17/05/2022

Um allan heim er fólk á biðlistum eftir ígræðslulíffærum enda er eftirspurnin meiri en framboðið. Það eykur enn á vandann að ástand gjafalíffæra er oft orðið svo slæmt að læknar geta ekki notað þau.

 

Lungu eru meðal viðkvæmustu líffæra. Eftir að lungu eru fjarlægð úr gjafanum þarf að græða þau í líffæraþegann innan örfárra klukkustunda, svo hratt hrakar þeim utan líkamans.

 

Nú hafa vísindamenn hjá Columbiaháskóla í BNA fundið aðferð sem bæði getur haldið lungum ferskum lengur og komið þeim í betra form. Hugmyndin byggist einfaldlega á því að láta lifandi svín halda lungunum á lífi.

Gjafalungu tengd við svín

Gjafalungu varðveitast betur og lifna við á ný þegar þau eru tengd við deyft svín.

1. Svínið sér um blóðstreymið

Slöngur frá æðum í hálsi svínsins senda hreint og næringarríkt blóð um æðar lungnanna.

2. Öndunarvél dælir súrefni

Öndunarvél sér lungunum stöðugt fyrir súrefni þótt þau séu utan líkamans.

3. Dauð svæði endurvakna

Eftir 24 tíma eru dauð, hvít svæði í lungunum orðin rauð og geta aftur tekið til sín súrefni.

Vísindamennirnir gerðu tilraunir á fimm lungum sem þurfti að afskrifa vegna þess að á stórum svæðum var vefurinn ekki lengur fær um að taka til sín súrefni. Æðar lungnanna voru tengdar hálsslagæð á niðurdeyfðu svíni sem þar með tók að sjá þeim fyrir blóðstreymi.

Gjafalungu eru oft of illa farin til ígræðslu en oft er hægt að bjarga þeim með því að tengja þau svíni í sólarhring.

Á leið frá hálsslagæðinni til lungnanna var bætt í blóðið efnum sem draga úr ónæmissvörun til að koma í veg fyrir að lungnavefurinn hafnaði blóðinu. Jafnframt var öndunarvél notuð til að sjá blóðinu fyrir súrefni.

 

Eftir 24 klukkutíma höfðu lungun gjörbreyst. Hvít svæði sem áður tóku ekki til sín súrefni, voru orðin rauðleit og heilbrigð og byggingarlag og súrefnisupptaka voru nú þannig að lungun hefðu verið fullgóð til ígræðslu.

Umbreyting lungnana sést greinilega - frá upphafi meðferðar (t.v.), eftir 12 klukkustundir (í miðju) og eftir 24 klukkustundir (t.h.).

Áður en unnt er að reyna aðferðina á mönnum þarf þó að gera fleiri tilraunir til að tryggja að engin óæskileg efni berist úr svíninu í lungnaþegann. Gangi þær tilraunir vel og aðferðin tekin upp í framhaldinu, mun hún auka verulega við fjölda nothæfra lungna.

 

Nú eru aðeins 28 gjafalungu í BNA nægilega góð til ígræðslu þegar á hólminn er komið. Vísindamennirnir sem gerðu tilraunina giska á að þetta hlutfall gæti þrefaldast.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

© Shutterstock & Lotte Fredslund,© Vunjak-Novakovic/Columbia Engineering,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Rannsóknir afhjúpa: Svona getur hass breytt heila fósturs

Tækni

Hvernig virka púðurskot?

Maðurinn

Leiði er ofurkraftur okkar

Heilsa

Af hverju má ekki drekka saltvatn?

Náttúran

Bláglyttan er heilalaus snillingur

Lifandi Saga

Prumpukóngurinn felldi dömur í yfirlið

Menning og saga

Hvað telst vera mesta svindl fornleifafræðinnar?

Lifandi Saga

Saga Jemen: Frá myrru og mokka til Borgarastríðs og húta

Náttúran

Hættuleg baktería tengd við sérstakan hundamat

Lifandi Saga

Dauði Maó olli harðri valdabaráttu

Lifandi Saga

Kynnisferð um: Morðmál miðalda 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is