Svefnleysi skaðar þarmana

Slökktu á farsímanum og farðu að sofa! Margar dýratilraunir hafa sýnt að langtíma svefnleysi getur beinlínis verið banvænt. Nú sýna nýjar tilraunir að það er ekki heilinn heldur þarmarnir sem gefa sig fyrst.

BIRT: 01/06/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Svefninn hefur afgerandi þýðingu fyrir andlegt heilbrigði okkar. Þess vegna hafa sérfræðingar í áratugi einbeitt sér að rannsóknum á áhrifum svefns á heilann. Nú sýna nýjar dýratilraunir að svefn er enn mikilvægari fyrir þarmana og það er skýringin á því að svefnleysi er beinlínis banvænt.

 

Vísindamenn hjá læknadeild Harvardháskóla í BNA hafa gert tilraunir bæði á bananaflugum og músum og athugað hvað gerist í öllum líkamanum þegar dýrin eru rænd svefni.

Svefninn fjarlægir skaðleg efni úr þörmum músa. Það sýnir ný rannsókn. Væri músunum haldið vakandi hópuðust upp svonefndar ROS-sameindir.

Í báðum tilvikum kom í ljós að svefnleysi í nokkra sólarhringa olli því að skaðlegar sameindir hrönnuðust upp í þörmunum en t.d. ekki í vöðvum, fituvef eða heila.

 

Ráðast á á erfðaefni fruma

Sameindirnar sem kallast ROS, eru afar virkar og stela rafeindum frá öðrum sameindum. Þannig eyðileggjast mikilvægir hlutar frumnanna, m.a. erfðaefnið. Afleiðingin verður frumudauði og að lokum dauði dýranna sjálfra.

 

Flugur lifa án svefns

Genabreyttar bananaflugur sem ekki geta sofið deyja ungar. Ný rannsókn sýnir þó að þeim megi bjarga með andoxunarefnum.

1. Skortur á svefni eykur skaðleg efni

Bananaflugur lifa oft í allt að 50 daga en í genabreyttum flugum sem ekki geta sofið, hrannast upp svonefndar ROS-sameindir í þörmum.

2. Efnin drepa á tíu dögum

ROS-sameindirnar eru mjög virkar og skadda m.a. DNA í frumum. Svefnvana flugur drepast því eftir tíu daga.

3. Andoxunarefni í stað svefns

Fái flugurnar andoxunarefni, hverfa ROS-sameindirnar og flugurnar lifa jafn lengi og aðrar flugur en án þess að sofa.

Flugur lifa án svefns

Genabreyttar bananaflugur sem ekki geta sofið deyja ungar. Ný rannsókn sýnir þó að þeim megi bjarga með andoxunarefnum.

1. Skortur á svefni eykur skaðleg efni

Bananaflugur lifa oft í allt að 50 daga en í genabreyttum flugum sem ekki geta sofið, hrannast upp svonefndar ROS-sameindir í þörmum.

2. Efnin drepa á tíu dögum

ROS-sameindirnar eru mjög virkar og skadda m.a. DNA í frumum. Svefnvana flugur drepast því eftir tíu daga.

3. Andoxunarefni í stað svefns

Fái flugurnar andoxunarefni, hverfa ROS-sameindirnar og flugurnar lifa jafn lengi og aðrar flugur en án þess að sofa.

Í sumum tilraunum breyttu vísindamennirnir genum bananaflugna þannig að þær voru ófærar um að sofa. Engu að síður tókst að halda þeim á lífi með því að gefa þeim andoxunarefni sem gerðu ROS-sameindirnar óvirkar.

 

Með notkun andoxunarefnanna tókst að gera þessar flugur jafngamlar og ógenabreyttar flugur án þess að þær sofnuðu nokkurn tíma.

 

Svefnleysi gert óskaðlegt

Niðurstöðurnar opna möguleika til að koma í veg fyrir skaða sem hlýst af svefnskorti manna. Langvinnt svefnleysi eykur t.d. hættu á hjartasjúkdómum, sykursýki, krabbameini, ofþyngd og þunglyndi.

 

Vísindamennirnir hyggjast nú reyna að komast að því hvort eitthvert samband er milli uppsöfnunar ROS-sameinda í þörmum og þeirra heilastöðva sem stýra þörfinni fyrir svefn.

BIRT: 01/06/2022

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© Getty Images,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is