Skyndilegar breytingar á ljósstyrk skaða augað ekki við eðlilegar aðstæður, enda beinir heilinn augnaráðinu ósjálfrátt frá sjálfum ljósgjafanum.
Ef þetta væri ekki svona, gæti maður orðið blindur af því einu að opna augun á morgnana.
Sólarljósið er hins vegar nógu öflugt til að eyðileggja taugafrumurnar í nethimnunni ef ljósið skín beint inn í augað um nokkurn tíma.
Úfjólubláir geislar skaða nethimnuna
Þá hafa útfjólubláir geislar sólarljóssins áhrif á nethimnuna og hún myndar of mikið af boðefnum. Boðefnin geta skaddað ljósnæmu frumurnar innst í auganum og þar með valdið varanlegum skemmdum eða blindu. Sólarljósið veldur oft sköddun á augum þegar fólk horfir á sólmyrkva án hlífðargleraugna.
Stuttur en öflugur ljósblossi t.d. frá handsprengju eða vægum leysigeisla getur valdið tímabundinni sjónskerðingu, sem yfirleitt jafnar sig þó á innan við tíu mínútum.
Augað ver sig sjálft
Allt of mikið ljós getur skaddað frumur innst í auganu, en yfirleitt aðlagast augað ljósinnstreymi mjög hratt og sjónin skaddast því ekki.
Þegar ljós fellur á augað brotnar það í hornhimnunni, sem stýrir ljósinu inn í augað.
Lithimnan er hringvöðvi sem stýrir stærð ljósopsins og þar með ljósmagni sem berst inn í augað.
Sjáaldrið dregst saman og hleypir einungis litlu magni kröftugs ljóss inn til að nethimnan, aftast í auganu, skaddist ekki.
Í nethimnunni eru ljósnæmar taugafrumur. Komist of mikið ljós inn, losnar of mikið af boðefnum og þau geta skaddað sjónina.