Alheimurinn

Fær virkilega staðist að stjörnurnar blikki?

Séð frá Jörðu er eins og allar stjörnur blikki. En í rauninn blikka stjörnurnar ekki - orsökina má finna í hinu órólega gufuhvolfi.

BIRT: 10/04/2023

Stjörnufræðingar þekkja aðeins örfáar stjörnur sem blikka í raun og veru og þær kallast breytistjörnur þar eð birtustig þeirra breytist í ákveðnum takti.

 

Ástæða þess að flestar stjörnur virðast blikka er sú að ljós frá þeim verður fyrir truflunum í gufuhvolfinu.

 

Loftið er aldrei í algerri kyrrstöðu og truflanir stafa af ýmsum hreyfingum; fuglum, flugvélum og vindum.

 

Að öllu samanlögðu skapa hreyfingarnar smásæjan mun á loftmassanum.

 

Þessi munur hefur sömu áhrif og litlar linsur á leið ljóssins gegnum gufuhvolfið.

 

Við sjáum sama fyrirbrigði miklu skýrar þegar sumarsólin skín á heitt malbik og ljósbrotið verður mjög greinilegt.

Þykkt loft truflar ljós stjarna

Stjörnur niðri við sjóndeildarhring sjást blikka meira en aðrar. Ástæðan er sú að ljós frá þeim fer lengri leið gegnum gufuhvolfið.

Ljós frá stjörnu beint fyrir ofan okkur þarf aðeins að fara stutta leið gegnum gufuhvolfið. Ljós hennar virðist því stöðugt og hún blikkar lítið sem ekkert.

Ljós frá stjörnu rétt ofan við sjóndeildarhring fer langa leið gegnum gufuhvolfið. Ljós hennar verður því óstöðugra og hún blikkar mun meira.

Þykkt loft truflar ljós stjarna

Stjörnur niðri við sjóndeildarhring sjást blikka meira en aðrar. Ástæðan er sú að ljós frá þeim fer lengri leið gegnum gufuhvolfið.

Ljós frá stjörnu beint fyrir ofan okkar þarf aðeins að fara stutta leið gegnum gufuhvolfið. Ljós hennar virðist því stöðugt og hún blikkar lítið sem ekkert.

Ljós frá stjörnu rétt ofan við sjóndeildarhring fer langa leið gegnum gufuhvolfið. Ljós hennar verður því óstöðugra og hún blikkar mun meira.

Séð frá jörðu eru stjörnurnar örsmáir, punktlaga ljósgjafar. Þess vegna geta jafnvel örlítil linsuáhrif í gufuhvolfinu brotið ljósið með þeim afleiðingum að það eru síbreytilegir litir sem ná til augans.

 

Því skærari sem stjarnan er, því minni verða þessi áhrif. Hið sama gildir um plánetur svo sem Venus og Mars.

 

Ljósgeislarnir frá þeim eru svo breiðir að truflanir í gufuhvolfinu ná ekki að brjóta ljósið.

Fangaðu ljósbrotið með myndavélinni

Með spegilmyndavél og öflugri aðdráttarlinsu er hægt að sjá að blikk stjörnu stafar af litabreytingum.

 

Sé þetta rétt gert verður niðurstaðan marglitt strik þar sem ljósið sést í mismunandi litum eftir bylgjulengdum. Þessi mynd er tekin á vélknúna myndavél og strikið er því alveg beint.

 

Svona ferðu að:

1 –  Settu myndavélina á þrífót eða alveg sléttan flöt. Beindu henni að stjörnu úti við sjóndeildarhring.

 

2 – Notaðu hámarksaðdrátt og stilltu lokahraðann, t.d. á 10 eða 20 sekúndur. Ýttu svo á hnappinn.

 

3-  Snúðu myndavélinni mjög hægt og samfellt þannig að stjarnan færist frá annarri hlið myndarinnar til hinnar meðan myndin er tekin.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Niels Halfdan Hansen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.