Alheimurinn

Stjörnur gleypa plánetur sínar

Reikistjörnur í framandi sólkerfum geta lent svo nálægt móðurstjörnu að árekstur verði ekki umflúinn. Nýjar rannsóknir sýna að þetta gerist miklu oftar en haldið hefur verið.

BIRT: 14/03/2023

Fjarplánetur sem líkjast jörðinni eiga iðulega á hættu að móðurstjarnan gleypi þær. Alla vega ef plánetan er í tveggja sólna sólkerfi. Þetta sýna nýjar rannsóknir hjá ítölsku stjörnufræðistofnuninni INAF.

 

Í fjórðungi þeirra sólkerfa þar sem plánetur snúast um tvístirni, gleypir önnur stjarnan eina plánetuna fyrr eða síðar. Þetta gerist þar með miklu oftar en stjörnufræðingar hafa álitið hingað til.

 

Fyrri rannsóknir hafa sýnt að í sumum tvístirnum munar talsverðu á magni þungra frumefna, t.d. járni, í sólunum tveimur. Ástæðan hefur hingað til verið ráðgáta.

 

Talið hefur verið mögulegt að samsetningin hafi verið ólík strax í upphafi en sú skýring veldur vandræðum þar eð stjörnurnar hafa nánast alltaf myndast úr sama ryk- og gasskýi.

Í langflestum tvístirnasólkerfum myndast báðar stjörnurnar samtímis úr sama ryk- og gasskýinu.

Þess vegna er trúlegra að munurinn hafi skapast þegar önnur stjarnan gleypir í sig plánetu með miklu magni þungra frumefna, sem sagt bergplánetu á borð við jörðina.

 

Heitari stjörnur afhjúpa sig

Til að skera úr um hve algengt þetta er, rannsökuðu stjörnufræðingarnir efnasamsetningu í 107 tvístirnum þar sem stjörnurnar tvær eru mjög áþekkar. Vísindamennirnir einbeittu sér að stjörnum með nokkru meiri yfirborðshita en sólin, sem sagt stjörnum þar sem hiti við yfirborð er meiri en 6.500 gráður.

 

Í stjörnum af þessari gerð er aðkomið efni í ysta laginu og því má greina mögulega málma úr plánetu í ljósi stjörnunnar. Í um fjórðungi tvístirna gátu vísindamennirnir greint verulegan mun á þungum frumefnum milli sólnanna tveggja.

 

Í svalari stjörnum fannst ekki sams konar munur. Ástæðan er sú að í kaldari stjörnum deilist efni úr plánetu jafnt í ytri sem innri lög stjörnunnar og það „þynnist“ því svo mikið út að ekki er lengur unnt að greina málmana í ljósi stjörnunnar.

Efni bergreikistjarna, verður áfram í ystu lögum heitrar stjörnu. Þess vegna má sjá ummerki þess í ljósi stjörnunnar.

Hitastigið hefur engin áhrif á möguleika stjörnu til að gleypa í sig plánetu. Niðurstöðurnar gefa því ástæðu til að ætla að í fjórðungi allra tveggja stjörnu sólkerfa gleypi önnur móðurstjarnan plánetu og það sé ástæða þess að stjörnurnar tvær innihaldi mismikið af þungum frumefnum.

 

Hefði þessi munur verið til staðar frá upphafi, mætti sjá samskonar mun á heitum stjörnum og svalari.

 

Sólin ekki enn orðin svöng

Niðurstöðurnar gilda aðeins um tvístirni en vísindamennirnir leggja áherslu á að þó aðeins ein stjarna sé í sólkerfinu geti hún engu að síður gleypt plánetu. Að því er einstirni varðar er hins vegar ekki unnt að framkvæma rannsókn af þessu tagi, þar eð samanburðinn vantar.

Tvístirnin eru algengust

Algengt í Vetrarbrautinni

Stjörnufræðingar áætla að meira en helmingur þeirra stjarna sem við sjáum á himni séu í rauninni fleirstirni, sem sagt tvístirni, þrístirni o.s.frv.

Tvenns konar sólkerfi

Sólkerfin við tvístirni geta verið af tvennum toga. Ef langt er á milli stjarnanna, geta plánetur snúist aðeins um aðra en sé stutt á milli þeirra snúast plánetur um báðar stjörnurnar.

Líf gæti leynst í helmingnum

Sum tvístirni gera plánetum ógerlegt að halda stöðugum brautum. Að líkindum gætu lífvænlegar bergplánetur á stöðugum brautum verið við um helming tvístirna.

Við þurfum þó ekki að óttast að sólin gleypi jörðina alveg á næstunni. Sólkerfi okkar virðist afar stöðugt í rásinni og engin merki sjást um að innsta reikistjarnan, Merkúr, muni hverfa inn í sólina – alla vega ekki fyrr en sólin tekur að þenjast út í rauðan risa, í dauðateygjunum eftir 4 milljarða ára eða svo.

 

En þá stækkar sólin svo mikið að hún mun gleypa bæði Merkúr og Venus – og hugsanlega jörðina líka.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens E. Matthiesen

NASA, © NASA/JPL-Caltech/T. Pyle, © Keith Wood/Vanderbilt University, Shutterstock,

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

Alheimurinn

Stjarna breytir sér í demant

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Vinsælast

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

3

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

6

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

3

Maðurinn

3 ókostir við greind

4

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

5

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

6

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Maðurinn

Vanþroskað tvíburafóstur fjarlægt úr heila ársgamallar stúlku

Tækni

100 milljónir hafa kosið: Hér eru hin sjö nýju undur veraldar 

Lifandi Saga

Hvert var banamein Elvis Presleys?

Maðurinn

Angistargenið er nú fundið

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Maðurinn

Leiðbeiningar um uppeldi: Reiðilestur veldur niðurbroti í heila

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Maður hnerrar til að hreinsa ryk, slím og aðskotahluti úr öndunarveginum, en haldi maður aftur af hnerranum situr þetta kyrrt og heldur áfram að valda óþægindum.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.