Alheimurinn

Fjórar fréttir af tunglum Satúrnusar

Eitt gýs snjó og annað skilur að hringi Satúrnusar og svo eru þau mun fleiri en vísindamenn héldu. Hér eru fjórar stuttar fréttir af leyndardómsfullum tunglum Satúrnusar.

BIRT: 03/05/2023

1. Satúrnus hefur flest tungl

Athuganir gegnum Subarusjónaukann á Hawaii hafa afhjúpað 20 áður óþekkt tungl við Satúrnus sem þar með hefur 82 tungl, þremur fleiri en Júpíter.

 

Af þessum tunglum eru 17 baksnúningstungl, snúast sem sagt öfugt við plánetuna sjálfa eins og önnur tungl Satúrnusar.

 

Hin þrjú snúast í sömu átt og plánetan. Tvö þeirra eru innar en önnur tungl en hið þriðja er utar og á svipaðri braut og baksnúningstunglin.

 

2. Cassini-bilið

Á einum stað er 4.500 km bil milli hringa Satúrnusar, kallað Cassini-bilið.

 

Orsökin er óþekkt en franskir stjörnufræðingar hafa nú reiknað út að tunglið Mímas gæti verið sökudólgurinn.

 

Mímas hefur á fyrri tíð verið nær Satúrnusi og það hefur skilið sundur íshrönglið sem myndar hringana.

 

3. Sprengingar mynda vötn á Títan

Á Títan, stærsta tungli Satúrnusar, eru stöðuvötn úr metani á yfirborðinu. Við sum þeirra eru grunsamlega háir bakkar en nú hefur hópur vísindamanna fundið skýringuna.

 

Metanvötnin myndast eftir sprengingar í fljótandi köfnunarefni. Þær skilja eftir sig gíga þar sem metan safnast upp.

 

4. Enceladus gýs snjó

Innstu tungl Satúrnusar endurkasta meira ljósi en vera ætti. Franskir vísindamenn telja nú ástæðuna vera ísgosin á Enceladusi.

 

Ísinn sprautast út í geiminn í gufuformi en fellur að lokum niður á innstu tunglin sem snjór og myndar þar lag sem endurvarpar ljósi.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

© Paolo Sartorio/SSI/JPL-Caltech/NASA,© Space Science Institute/JPL-Caltech/NASA,© JPL-Caltech/NASA,© Space Science Institute/JPL-Caltech/NASA

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.