1. Satúrnus hefur flest tungl
Athuganir gegnum Subarusjónaukann á Hawaii hafa afhjúpað 20 áður óþekkt tungl við Satúrnus sem þar með hefur 82 tungl, þremur fleiri en Júpíter.
Af þessum tunglum eru 17 baksnúningstungl, snúast sem sagt öfugt við plánetuna sjálfa eins og önnur tungl Satúrnusar.
Hin þrjú snúast í sömu átt og plánetan. Tvö þeirra eru innar en önnur tungl en hið þriðja er utar og á svipaðri braut og baksnúningstunglin.
2. Cassini-bilið
Á einum stað er 4.500 km bil milli hringa Satúrnusar, kallað Cassini-bilið.
Orsökin er óþekkt en franskir stjörnufræðingar hafa nú reiknað út að tunglið Mímas gæti verið sökudólgurinn.
Mímas hefur á fyrri tíð verið nær Satúrnusi og það hefur skilið sundur íshrönglið sem myndar hringana.
3. Sprengingar mynda vötn á Títan
Á Títan, stærsta tungli Satúrnusar, eru stöðuvötn úr metani á yfirborðinu. Við sum þeirra eru grunsamlega háir bakkar en nú hefur hópur vísindamanna fundið skýringuna.
Metanvötnin myndast eftir sprengingar í fljótandi köfnunarefni. Þær skilja eftir sig gíga þar sem metan safnast upp.
4. Enceladus gýs snjó
Innstu tungl Satúrnusar endurkasta meira ljósi en vera ætti. Franskir vísindamenn telja nú ástæðuna vera ísgosin á Enceladusi.
Ísinn sprautast út í geiminn í gufuformi en fellur að lokum niður á innstu tunglin sem snjór og myndar þar lag sem endurvarpar ljósi.