Satúrnus: Gasplánetan með hringina fögru

Vissir þú að plánetan Satúrnus er gaspláneta og að hringir Satúrnusar samanstanda af litlum ísklumpum, minni steinum og ryki?

BIRT: 21/01/2023

LESTÍMI:

3 mínútur

Plánetan Satúrnus

Plánetan Satúrnus er ein af stóru gasplánetunum í ytri hluta sólkerfisins. Plánetan er einkum þekkt fyrir fallega hringi sína.

 

Satúrnus er gaspláneta og er því ekki með neitt fast yfirborð. Hún samanstendur einkum af vetni og helíum en er mögulega með fastan innri kjarna úr járni, nikkeli og mismunandi bergtegundum.

 

Plánetan hefur daufan gulan lit vegna ammoníak-kristalla ofarlega í lofthjúpnum.

 

Á Satúrnusi blása öflugir vindar með hraða allt að 1.800 km/klst. Það er hraðara en á Júpíter en ekki jafn ofsafengið og á Neptúnusi.

 

Hringir Satúrnusar

Satúrnus er umlukinn fögru kerfi hringja. Hringirnir samanstanda af litlum ísklumpum, minni steinum og ryki. Það eru níu heilir hringir og þrír rofnir hringir sem ná ekki allan hringinn í kringum Satúrnus.

 

Ekki er vitað hvernig hringirnir mynduðust en margt bendir til að þeir hafi myndast skömmu eftir að Satúrnus varð til.

 

Plánetan Satúrnus

Hvað er Satúrnus með mörg tungl?

Satúrnus er með 62 tungl á þekktum sporbrautum. Tungl Satúrnusar eru afar ólík bæði hvað varðar stærð og form.

 

Stærsta tunglið er Títan sem er stærri en plánetan Merkúr. Á hinn bóginn eru minnstu tungl Satúrnusar einungis sex kílómetrar í þvermál.

 

Kanni finnur vatn á tungli Satúrnusar

Árin 1980 og 1981 flugu tvö Voyager-könnunarför nálægt Satúrnusi og sendu myndir heim af hringjum Satúrnusar, sjálfri plánetunni og stærsta tungli hennar, Títan.

 

Árið 2004 kom Cassini könnunarfarið til Satúrnusar og fór á sporbraut um plánetuna. Cassini fann m.a. nýjan hring í kringum Satúrnus.

 

Auk þess uppgötvaði könnunarfarið að það finnst fljótandi vatn undir ísnum á tungli Satúrnusar, Enkeladusi. Það varð til að margir fræðimenn settu Enkeladus á lista yfir framandi hnetti þar sem mögulega mætti finna líf.

 

Cassini á sporbraut um Satúrnus

Títan – risavaxna tunglið

Títan gæti verið sá staður í sólkerfinu þar sem finna má líf. Tunglið er með þéttan lofthjúp sem inniheldur bæði súrefni, koltvísýring og vatn sem eru mikilvægustu efni lífs á jörðu.

 

Árið 2005 sendi Cassini litla könnunarfarið Huygens til Títan. Áður hafði Cassini sent myndir heim af fjöllum og höfum úr fljótandi kolvetni frá yfirborði Títans. Huygens gerði mælingar á lofthjúpnum á leiðinni niður og sendi myndir heim frá yfirborðinu.

 

Títan er stærsta tungl Satúrnusar. Tunglið er stærra en Merkúr og annað stærsta tungl í sólkerfinu okkar.

Líf á Títan

Við þær aðstæður sem könnunarfarið Huygens hefur mælt, geta lipíð (þær sameindir sem mynda frumuhimnur) ekki verið til staðar. Því hefur hugmyndinni um að líf finnist mögulega á Títan verið hafnað áður.

 

En með nýjum mælingum frá ALMA (Alpha Gamma Large Millimeter-Submillimeter Array) í Chile hefur NASA nú kveðið upp úr um að lofthjúpur Títans innihaldi mikið magn af sameindinni vinyl cyanid.

 

Sameind þessi finnst ekki á jörðu en hefur þá eiginleika að geta myndað frumuhimnur þrátt fyrir hrikalegar aðstæður á Títan.

 

Sameindin getur fræðilega virkað í metani með sama hætti og þegar fyrsta líf jarðar kviknaði í höfunum.

 

Árið 2015 birtu vísindamenn tölvulíkan af tilbúinni frumu, svokallaðri azotosomu, með frumuhimnu úr vínyl cyanidi. Fræðilega geta þannig myndast frumur á Títan, þrátt fyrir að þær líkist ekki þeim sem finnast hér á jörðu. Þetta væri því önnur gerð lífs.

 

Óháð því hvort líf finnist á Títan eður ei veitir innsýn í efnafræði tunglsins, vísindamönnum betri skilning á því hvernig líf myndast og möguleikana á því að finna annars konar lífsform einhvers staðar í alheimi.

 

Satúrnus

Radíus: 58.232 km

Fjöldi tungla: 62

Fjarlægð til sólar: 1.433.449.3970 km

Hitastig Satúrnusar: -189°C

Hringir Satúrnusar: Satúrnus er með níu heila og þrjá rofna hringi

BIRT: 21/01/2023

HÖFUNDUR: LONE DJERNIS OLSEN , BERIT VIUF

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.