Alheimurinn

Satúrnus: Gasplánetan með hringina fögru

Vissir þú að plánetan Satúrnus er gaspláneta og að hringir Satúrnusar samanstanda af litlum ísklumpum, minni steinum og ryki?

BIRT: 06/04/2024

Plánetan Satúrnus

Plánetan Satúrnus er ein af stóru gasplánetunum í ytri hluta sólkerfisins. Plánetan er einkum þekkt fyrir fallega hringi sína.

 

Satúrnus er gaspláneta og er því ekki með neitt fast yfirborð. Hún samanstendur einkum af vetni og helíum en er mögulega með fastan innri kjarna úr járni, nikkeli og mismunandi bergtegundum.

 

Plánetan hefur daufan gulan lit vegna ammoníak-kristalla ofarlega í lofthjúpnum.

 

Á Satúrnusi blása öflugir vindar með hraða allt að 1.800 km/klst. Það er hraðara en á Júpíter en ekki jafn ofsafengið og á Neptúnusi.

 

Hringir Satúrnusar

Satúrnus er umlukinn fögru kerfi hringja. Hringirnir samanstanda af litlum ísklumpum, minni steinum og ryki. Það eru níu heilir hringir og þrír rofnir hringir sem ná ekki allan hringinn í kringum Satúrnus.

 

Ekki er vitað hvernig hringirnir mynduðust en margt bendir til að þeir hafi myndast skömmu eftir að Satúrnus varð til.

 

Plánetan Satúrnus

Hvað er Satúrnus með mörg tungl?

Satúrnus er með 62 tungl á þekktum sporbrautum. Tungl Satúrnusar eru afar ólík bæði hvað varðar stærð og form.

 

Stærsta tunglið er Títan sem er stærri en plánetan Merkúr. Á hinn bóginn eru minnstu tungl Satúrnusar einungis sex kílómetrar í þvermál.

 

Kanni finnur vatn á tungli Satúrnusar

Árin 1980 og 1981 flugu tvö Voyager-könnunarför nálægt Satúrnusi og sendu myndir heim af hringjum Satúrnusar, sjálfri plánetunni og stærsta tungli hennar, Títan.

 

Árið 2004 kom Cassini könnunarfarið til Satúrnusar og fór á sporbraut um plánetuna. Cassini fann m.a. nýjan hring í kringum Satúrnus.

 

Auk þess uppgötvaði könnunarfarið að það finnst fljótandi vatn undir ísnum á tungli Satúrnusar, Enkeladusi. Það varð til að margir fræðimenn settu Enkeladus á lista yfir framandi hnetti þar sem mögulega mætti finna líf.

 

Cassini á sporbraut um Satúrnus

Títan – risavaxna tunglið

Títan gæti verið sá staður í sólkerfinu þar sem finna má líf. Tunglið er með þéttan lofthjúp sem inniheldur bæði súrefni, koltvísýring og vatn sem eru mikilvægustu efni lífs á jörðu.

 

Árið 2005 sendi Cassini litla könnunarfarið Huygens til Títan. Áður hafði Cassini sent myndir heim af fjöllum og höfum úr fljótandi kolvetni frá yfirborði Títans. Huygens gerði mælingar á lofthjúpnum á leiðinni niður og sendi myndir heim frá yfirborðinu.

 

Títan er stærsta tungl Satúrnusar. Tunglið er stærra en Merkúr og annað stærsta tungl í sólkerfinu okkar.

Líf á Títan

Við þær aðstæður sem könnunarfarið Huygens hefur mælt, geta lipíð (þær sameindir sem mynda frumuhimnur) ekki verið til staðar. Því hefur hugmyndinni um að líf finnist mögulega á Títan verið hafnað áður.

 

En með nýjum mælingum frá ALMA (Alpha Gamma Large Millimeter-Submillimeter Array) í Chile hefur NASA nú kveðið upp úr um að lofthjúpur Títans innihaldi mikið magn af sameindinni vinyl cyanid.

 

Sameind þessi finnst ekki á jörðu en hefur þá eiginleika að geta myndað frumuhimnur þrátt fyrir hrikalegar aðstæður á Títan.

 

Sameindin getur fræðilega virkað í metani með sama hætti og þegar fyrsta líf jarðar kviknaði í höfunum.

 

Árið 2015 birtu vísindamenn tölvulíkan af tilbúinni frumu, svokallaðri azotosomu, með frumuhimnu úr vínyl cyanidi. Fræðilega geta þannig myndast frumur á Títan, þrátt fyrir að þær líkist ekki þeim sem finnast hér á jörðu. Þetta væri því önnur gerð lífs.

 

Óháð því hvort líf finnist á Títan eður ei veitir innsýn í efnafræði tunglsins, vísindamönnum betri skilning á því hvernig líf myndast og möguleikana á því að finna annars konar lífsform einhvers staðar í alheimi.

 

Satúrnus

Radíus: 58.232 km

Fjöldi tungla: 62

Fjarlægð til sólar: 1.433.449.3970 km

Hitastig Satúrnusar: -189°C

Hringir Satúrnusar: Satúrnus er með níu heila og þrjá rofna hringi

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: LONE DJERNIS OLSEN , BERIT VIUF

© Shutterstock

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Vinsælast

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

3

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

4

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

5

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

6

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

1

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

2

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

3

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

4

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

5

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

6

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Náttúran

Loftslagsfyrirbrigði gæti aukið bráðnun í norðri

Maðurinn

Mjúki maðurinn gengur í arf

Maðurinn

Nátthrafnar deyja fyrr en morgunhanar. En ástæðan kemur á óvart.

Alheimurinn

NASA: 50 metra stór loftsteinn getur skollið á jörðina árið 2046

Heilsa

Kynin bregðast ekki eins við yfirvofandi áfalli

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Vísindamenn leiða í ljós hvað gerist í heilanum þegar við deyjum

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Í spænsku borgarastyrjöldinni lifði hermaður nokkur það af, líkt og fyrir kraftaverk, að fá byssukúlu gegnum heilann. Eftir þetta gat hermaðurinn lesið dagblöðin á hvolfi. Atburðurinn veitti vísindamönnum nýja innsýn í starfsemi heilans.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is