Fyrir 200.000 árum var formóðir alls núverandi mannskyns búsett í gróðurvin þar sem nú er Botswana.
Þetta er álit erfðafræðinga við Sidneyháskóla í Ástralíu. Þeir kortlögðu DNA í orkukornum meira en 1.200 manns af afrískum þjóðernum.
Orkuver fruma afhjúpa söguna
Orkukorn eru eins konar orkuverk frumnanna og erfðaefni þeirra berst einungis frá móðurinni.
DNA-greiningar sýna að formóðir alls mannkyns lifði í Makgadikgadi í Botswana fyrir 200.000 árum.
DNA í orkukornum tekur aðeins smávægilegum breytingum á löngum tíma og er þess vegna heppilegt til að rekja genasöguna.
Þær litlu breytingar sem verða á mörg þúsund árum nýtast vel til að ákvarða hvenær mismunandi greinar hafa sprottið fram á ættartrénu.
Með því að rekja þessa sögu afturábak má finna upprunalegustu útgáfu orkukornanna.
Kort af Afríku. Rauði punkturinn sýnir Makgadikgadi og sá hvíti Botswana
Formæður okkar lifðu á gróðursælum stað
Niðurstöðurnar sýndu að upprunann má rekja til eyðimerkursvæðisins Makgadikgadi í Botswana.
Fyrir 200.000 árum var þarna gróðurvin og að sögn vísindamannanna frjósöm heimkynni manna um 30.000 ára skeið.
Eftir það skiptist erfðaefni orkukornanna í margar kvíslir og það bendir til að fólk hafi flutt sig í burtu.
Jarðfræðirannsóknir hafa sýnt að loftslagið á þessu svæði breyttist fyrir 170.000 árum. Þá mynduðust gróðursvæði til norðausturs og suðvesturs og um þau hafa menn smám saman flutt sig til annarra heimkynna.