Menning og saga

Forfeður og mæður stunduðu kynlíf með öllum: Við erum öll kynblendingar

Homo sapiens er eini kynþátturinn sem getur litið um öxl, en þar til fyrir 40.000 árum lifðu forfeður okkar og formæður í nánu sambýli með öðrum kynþáttum og eignuðust með þeim börn. Ný rannsókn sýnir miklu meiri fjölbreytni elstu nútímamanna en nú ríkir.

BIRT: 22/01/2024

Ennouchi fjarlægir síðustu rykkornin með bursta og lyftir fundi sínum upp í brennandi afrísku sólskini. Höfuðkúpan er lítils háttar skekkt eftir mörg þúsund ára í jörðu, en annars í ágætu ásigkomulagi.

 

Hægt og rólega snýr hann henni og skoðar frá öllum sjónarhornum og rennir fingrunum yfir beinþykkildið yfir augntóftunum.

 

Árið var 1961 og mannfræðingurinn Ennouchi stýrði miklum uppgreftri fornleifa við Jebel Irhoud um 50 km suðaustur af bændum Safi í Marokkó. Þessi vel varðveitta hauskúpa var í upphafi talin vera af Neandertalsmanni, síðar fundu vísindamenn svo margvísleg líkindi við okkar eigin tegund að beinin voru flokkuð sem snemmborinn Homo sapiens.

 

Aldurinn var talinn um 160.000 ár og það smellpassaði við þá kenningu um uppruna mannsins, sem verið hefur ráðandi þar til alveg nýlega.

 

Samkvæmt þessari kenningu birtist Homo sapiens í Austur-Afríku fyrir um 200.000 árum og þaðan lagði þessi yfirburðategund upp fyrir um 60.000 árum og dreifði sér um jarðarkringluna.

Þú ert 93% Neanderdalsmaður

Aðeins á milli eitt og hálft og sjö prósent af erfðamengi nútímamanna er einstakt fyrir tegundina okkar. Þetta kemur fram í rannsókn frá árinu 2021.

 

Vísindamenn frá Kaliforníuháskóla í Santa Cruz notuðu nýtt tölvulíkan til að búa til yfirlit yfir erfðamengi 279 lifandi manna.

 

Út frá þessari heildarmynd grannskoðuðu þeir erfðamengin til að ákvarða hvort erfðaefnið er frá sameiginlegum forföður Homo sapiens eða annarri af tveimur forsögulegum manntegundum, Neanderdalsmönnum og Denisovan.

 

Svo virðist sem Homo sapiens erfðaefnið okkar gegni stóru hlutverki í heilastarfsemi og þroska, en hvernig nákvæmlega vita vísindamenn ekki enn.

En árið 2017 tókst mönnum að aldursgreina höfuðkúpuna frá Jebel Irhoud af mun meiri nákvæmni. Hún reyndist ekki vera 160.000 ára heldur um 315.000 ára gömul. Þar með var tegund okkar, Homo sapiens, í einu vetfangi orðin 100.000 árum eldri.

 

Höfuðkúpan frá Jebel Irhoud sparkar ekki aðeins fótunum undan tímasetningu upphafs nútímamannsins, heldur líka staðsetningunni í Austur-Afríku. Hvernig getur elsti Homo sapiens sögunnar hafa átt sér heimkynni í Marokkó, í 6.000 km fjarlægð?

 

Hluta svarsins má þó kannski lesa úr höfuðkúpunni sjálfri. Þótt hún sé óumdeilanlega af okkar tegund, benda ýmis einkenni í átt til eldri tegunda og það gildir reyndar einnig um fleiri beinaleifar af Homo sapiens þar sem greina má blöndu nútíma og eldri einkenna.

 

Forverar okkar virðast fremur hafa minnt á fjölbreytilega stórfjölskyldu með margvíslegri blöndun en eina, samstæða tegund.

Nútímamaðurinn hefur hærra enni og veikbyggðari kjálka en hinn náni ættingi, Neandertalsmaðurinn.

Við þekkjumst á höfuðkúpunni

Höfuðkúpan skiptir mestu þegar vísindamenn þurfa að ákvarða hvort beinagrind sé af nútímamanni. Það er þó ekki neitt eitt sérstætt atriði sem skilur Homo sapiens frá nánustu ættingjum sínum, heldur skoða vísindamenn allmörg mismunandi atriði sem að samanlögðu veita nútímamanninum sitt sérstaka útlit.

Í samanburði við Neandertalsmanninn hefur homo sapiens flatara andlit. Ennið okkar er hærra og lóðréttara, augabrúnaboginn er þynnri eða alveg fjarverandi og  höfuðskelin er kúlulaga.

Uppruninn í allri Afríku

Þegar ljóst er að elsti nútímamaðurinn fannst langt frá álitinni vöggu tegundarinnar hafa vísindamenn tekið að hafna gömlu kenningunni og smíða sér staðinn alveg nýja kenningu.

 

Árið 2018 lagði hópur mannfræðinga undir stjórn Eleanor Scerri hjá Oxfordháskóla í Bretlandi fram „afrísku fjölsvæðakenninguna“. Samkvæmt þeirri kenningu hafa þau sérstöku einkenni sem nú skilgreina Homo sapiens komið fram smám saman á mörg hundruð þúsund árum meðal ýmissa íbúa á mismunandi svæðum í Afríku.

Við urðum til í skrefum

Nútímamaðurinn kom ekki einungis fram í Austur-Afríku eins talið hefur verið. Þau einkenni sem nú skilgreina okkur sem menn, birtust eitt í einu víðs vegar um Afríku á nokkur hundruð þúsund árum.

400.000 ár

Fyrstu nútímaeinkenni sjást á höfuðkúpu frá Ndutu-vatni í Tansaníu. Á henni eru enn sterkar vöðvafestingar í hnakka, sem eru einkennandi fyrir Homo heidelbergensins. Höfuðkúpan markar kannski fyrsta skrefið að Homo sapiens.

315.000 ár: Flatt andlit myndaðist í Marokkó

Jebel Irhoud-höfuðkúpan er enn elsti beinafundur sem telst vera af Homo sapiens. Andlitið er ámóta flatt og á nútímafólki en höfuðskelin lengri og augnabrúnabogar kröftugri.

259.000 ár: Homo sapiens um alla álfuna

259 þúsund ára gömul höfuðkúpa sem fannst í Florisbad í Suður-Afríku sýnir að þróun Homo sapiens dreifðist snemma. Andlitið er nútímalegt að lögun.

195.000 ár: Ólík einkenni uppi samtímis

Tvær höfuðkúpur frá Omo í Eþíþópíu sýna að nútímalegur og upprunalegur Homo sapiens lifðu samtímis. Annar hafði hátt, nútímalegt enni, en hinn mun skáhallara.

160.000 ár: Kúlulaga höfuðskel kom fram í Eþíópíu

Á Herto-höfuðkúpunum tveim frá Eþíópíu sér kúlulaga höfuðform Homo sapiens í fyrsta sinn. Andlitið er líka flatt en sterklegra en á nútímafólki.

13.000 ár: Frumstæð einkenni héldust í Nígeríu

Iwo Eleru-höfuðkúpan sýnir að upphafleg einkenni héldust ótrúlega lengi. Höfuðkúpan er aflöng og með miklar augnabrúnir. Vegna einkennana var höfuðkúpan fyrst talin 140.000 ára, en ný greining sýndi að hún var aðeins 13.000 ára.

Við urðum til í skrefum

Nútímamaðurinn kom ekki einungis fram í Austur-Afríku eins talið hefur verið. Þau einkenni sem nú skilgreina okkur sem menn, birtust eitt í einu víðs vegar um Afríku á nokkur hundruð þúsund árum.

400.000 ár

Fyrstu nútímaeinkenni sjást á höfuðkúpu frá Ndutu-vatni í Tansaníu. Á henni eru enn sterkar vöðvafestingar í hnakka, sem eru einkennandi fyrir Homo heidelbergensins. Höfuðkúpan markar kannski fyrsta skrefið að Homo sapiens.

315.000 ár: Flatt andlit myndaðist í Marokkó

Jebel Irhoud-höfuðkúpan er enn elsti beinafundur sem telst vera af Homo sapiens. Andlitið er ámóta flatt og á nútímafólki en höfuðskelin lengri og augnabrúnabogar kröftugri.

259.000 ár: Homo sapiens um alla álfuna

259 þúsund ára gömul höfuðkúpa sem fannst í Florisbad í Suður-Afríku sýnir að þróun Homo sapiens dreifðist snemma. Andlitið er nútímalegt að lögun.

195.000 ár: Ólík einkenni uppi samtímis

Tvær höfuðkúpur frá Omo í Eþíþópíu sýna að nútímalegur og upprunalegur Homo sapiens lifðu samtímis. Annar hafði hátt, nútímalegt enni, en hinn mun skáhallara.

160.000 ár: Kúlulaga höfuðskel kom fram í Eþíópíu

Á Herto-höfuðkúpunum tveim frá Eþíópíu sér kúlulaga höfuðform Homo sapiens í fyrsta sinn. Andlitið er líka flatt en sterklegra en á nútímafólki.

13.000 ár: Frumstæð einkenni héldust í Nígeríu

Iwo Eleru-höfuðkúpan sýnir að upphafleg einkenni héldust ótrúlega lengi. Höfuðkúpan er aflöng og með miklar augnabrúnir. Vegna einkennana var höfuðkúpan fyrst talin 140.000 ára, en ný greining sýndi að hún var aðeins 13.000 ára.

 

Fyrstu menn af tegundinni Homo samiens voru mun fjölbreytilegri en tegundin er nú – þrátt fyrir frávik í líkamshæð, vaxtarlagi og húðlit. Fjölbreytnin stafaði af því að samfélög þróuðust í einangrun á tugþúsunda ára tímabilum áður en kom að samskiptum og blöndun.

 

Væri gerlegt að ferðast aftur í tíma og skoða öll þessi samfélög, kæmi í ljós að í engu þeirra væri fólk nákvæmlega eins og við.

 

Sums staðar hafði fólk sterkari kjálka og tennur en annars staðar sterka beinbrún í hnakkanum þar sem öflugir hálsvöðvar höfðu örugga festu. Aðrir höfðu hallandi enni og þykk augnabrúnabein eins og sjást hjá eldri forfeðrum manna.

 

Vísindamennirnir telja þetta fólk engu að síður til Homo sapiens vegna annarra einkenna, sem eru sameiginleg með nútímamanninum, svo sem  veikbyggðari mjaðmagrindar, stórs heila í kúlulagaðri höfuðskel og smærri tanna og kjálka.

 

Afríska fjölsvæðakenningin er að mati margra vísindamanna sú kenning sem best getur skýrt nútímaleg einkenni Jebel Irhoud-mannsins og annarra næstum ámóta gamalla beinaleifa, ásamt því að yngri beinaleifar skorti sum einkenni nútímamanna.

Loftslag skapaði kynstofna

Snemma á tíma Homo sapiens breyttist loftslag í Afríku mikið. Þurrkatímar hafa aðskilið mismunandi stofna, sem þróuðust hver fyrir sig, en á gróðursælli tímabilum hafa þeir svo blandast saman.

Fyrir 130.000 árum: Blautt og frjósamt

Á tímabilum, t.d. fyrir 130.000 árum, rigndi meira í Afríku en nú. Stórir hlutar álfunnar voru þaktir skógum eða gresjum og fólk hefur getað farið víða og blandast.

Fyrir 25.000 árum: Þurrt og gróðursnautt

Á öðrum tímum, t.d. fyrir 25.000 árum var þurrviðrasamara en nú. Eyðimerkur þöktu stór svæði og skógar voru litlir. Á þessum tímum einangruðust kynkvíslir og þróuðu sín eigin einkenni.

Þar með verður líka ógerlegt að slá neinu föstu um það hvar mörkin liggja milli tegundar okkar og næstu tegundar á undan okkur í þróunarsögunni.

 

Sú tegund var að líkindum Homo heidelbergensis í Afríku og einna sennilegast að áætla skilin einhvern tíma á bilinu fyrir 315-400 þúsund árum, því eldri beinaleifar sýna einungis sáralítil líkindi með einkennum nútímamanna.

 

Náði snemma til Kína

Með þessa nýju forsögu Homo sapiens í farteskinu líta vísindamenn nú líka að nýju á ferðalög forvera okkar frá hinu upprunalega meginlandi og útbreiðslu þeirra um stóra hluta jarðarkringlunnar.

 

Hingað til hefur þessi þróun verið rakin til tímans fyrir um 60.000 árum en 2015 fundust 47 tennur í helli í Suður-Kína. Tennurnar voru sannanlega úr Homo sapiens. Þær var ekki unnt að aldursgreina með vissu, en yfir þeim var 80.000 ára gamalt jarðlag.

 

Steinrunnin bein úr fíl, hýenu og pöndu, sem fundust í sama lagi og tennurnar reyndust um 120.000 ára gömul.

 

Þótt búseta manna í hellinum verði þannig ekki tímasett nákvæmlega er ljóst að nútímamaðurinn hefur haft þar aðsetur fyrir miklu meira en 60.000 árum.

Við sigruðum heiminn með steinum, beinum og táknum

Áhöldin voru lykillinn að árangri mannkyns. Með uppfinningasemi að vopni lifði Homo sapiens af við erfiðar aðstæður allt frá steikjandi hita í Afríku til ísaldar í Evrópu og lagði heiminn að fótum sér.

Fyrir 500.000 árum: Veiðioddar úr steini

Strax fyrir 500.000 þúsund árum notuð frummenn spjótsodda úr steini. Leifar í Suður-Afríku benda til að þeir hafi bæði verið notaðir til að stinga beint og líka bundnir á sköft. Uppfinning spjótsins jók veiðigetu til muna.

Fyrir 350.000 árum: Áhöld klofin úr stórum steinum

Það var stórt stökk frá því að laga steina með því að brjóta úr þeim til þess að kljúfa þá og nota brotin. Þannig mátt smíða sérhæfðari verkfæri til að stinga, skera og skafa.

Fyrir 320.000 árum: Verslun með gler

Gömul steinverkfæri fundust nýlega í uppgreftri í Kenýa. Svörtu steinarnir sem kallast hrafntinnusteinar klofnuðu í mjög skarpa hluta en finnast ekki náttúrulega á svæðinu. Því telja vísindamenn að steinarnir séu fyrsta merki um verslun milli mannfólks.

Fyrir 100 árum: Perlufestar

Mannfólkið var farið að skreyta sig með perlufestum fyrir 100.000 árum. Þetta sýna kuðungsskeljar með boruðum götum. Slíkar skeljar hafa fundist í Marokkó, Alsír, Ísrel og Suður-Afríku og siðurinn virðist hafa verið útbreiddur. Perlufestar gætu hafa verið verslunarvara.

Fyrir 90.000 árum: Agnhöld á fiskioddum

Við Semlikfljót í Lýðveldinu Kongó fannst skutulsoddur úr beini. Með honum hefur mátt ná allt að 70 kg þungum fiski. Greiningar á beinum Neandertalsmanna benda til að öfugt við Homo sapiens hafi þeir ekki neytt fiskjar.

Fyrir 80.000 árum: Hnífar úr beini

Við Miðjarðarhafsströnd Marokkó gerðu menn létta, beitta og oddhvassa hnífa úr rifbeinum stórra klaufdýra. Beinin voru klofin og svo slípuð. Hnífarnir hafa hentað vel til að hreinsa fisk, sem var stór hluti fæðunnar og þeir voru nógu sterkir til að skera leður.

Fyrir 73.000 árum: Okkurteikningar

Okkurlitastrik á sléttum fleti í Bomboshelli í Suður-Afríku eru elstu ummerki um skrift. Með 1-3 mm staut úr litarefninu okkur hefur einhver ritað tákn sem helst minnir á myllumerki. Þetta er á aldur við elstu hellamyndir.

Fyrir 34.000 árum: Litun efna og þráða

Hörtrefjar úr klæði sem fundust í helli í Georgíu báru í sér leifar litarefnis og hafa líklega verið notaðar í föt. Sumar af trefjunum voru fléttaðar saman og trúlega notaðar til að sauma skinnklæði.

Fyrir 11.700 árum: Landbúnaður hefst

Fyrstu ummerki landbúnaðar birtast um svipað leyti og ísöldinni lauk fyrir um 11.700 árum. Í upphafi hefur landbúnaður trúlega verið viðbót við veiðar, en eftir því sem ræktun korns og húsdýra fór fram tóku fleiri upp landbúnað.

Fyrir 8.600 árum: Þekking varðveitt

Ritmál er sennilega öflugasta tæki sem Homo sapiens hefur fundið upp, en það gerði kleift að færa þekkingu þvert á bæði landamæri og tíma. Elsta þekkta skrift eru 16 Jiahu-tákn frá Kína, 8.600 ára gömul. Ritmálið markar upphaf þeirra sögu sem við þekkjum.

Nánari rannsóknir hafa hins vegar sýnt að tennurnar hafa slitnað á mjög svipaðan hátt og mannstennur gera nú og þetta hefur vakið efasemdir um að þær séu svona gamlar. Stungið hefur verið upp á þeirri skýringu að eitthvað hafi farið úrskeiðis við uppgröftinn og munir blandast.

 

Sú hugmynd að menn hafi yfirgefið Afríku mjög snemma fékk nýjan byr í seglin 2018. Í Misliya-helli í norðurhluta Ísraels fann hópur vísindamanna, undir stjórn  prófessorsins Israel Hershkovitz við háskólann í Tel Aviv, efri kjálka með átta tönnum, greinilega úr Homo sapiens.

 

Aldursgreining sýndi 177-185 þúsund ár og þar með má heita óyggjandi að Homo sapiens hafi farið út fyrir Afríku löngu fyrir stóru útflutningsbylgjuna fyrir 60.000 árum.

 

Hve langt þessir fyrstu útflytjendur komust er óvíst og sömuleiðis hvort þeira eiga nú einhverja afkomendur, en auk tannanna í Kína eru finnanleg önnur dæmi þess að ferðin hafi ekki endað í Ísrael.

 

2018 fannst fingurköngull í Sádi-Arabíu, líka úr snemmbornum Homo sapiens. Það bein reyndist um 88.000 ára gamalt og það bendir til að þessir áar okkar hafi a.m.k. komist til Arabíuskaga, sem á þessum tíma var mun frjósamari en nú.

 

Arfur eldri tegunda

Hafi Homo sapiens verið kominn út fyrir Afríku fyrir kannski 200.000 árum hefur þessi tegund lifað samhliða öðrum undirtegundum mun lengur en áður hefur verið talið.

Homo heidelbergensis

Tegundin var að því er næst verður komist beinn forfaðir bæði Homo sapiens og Neandertalsmanna og átti margt sameiginlegt með þeim síðartöldu. Homo heidelbergensis kom fram fyrir um 800.000 árum og hvarf af sjónarsviðinu fyrir um 120.000 árum.

Homo floresensis

Tegundin fannst á eyjunni Flores í Indónesíu og fékk gælunafnið hobbitinn vegna smæðar sinnar, var aðeins 110 sm á hæð. Homo floresensis gæti hafa verið síðasti afkomandi Homo erectus. Nýrri greiningar benda til að þetta smágerða mannfólk hafi dáið út fyrir 50.000 árum.

Neandertalsmenn

Þessi sterkbyggða undirtegund lifði í Evrópu og Asíu. Þegar Homo sapiens kom til Evrópu fyrir 45.000 árum lifðu þessar kynkvíslir samhliða í 5.000 ár. Kannski dóu Neandertalsmenn út vegna ofsókna eða kannski vegna sjúkdóma.

Denisovamenn

Denisovamaðurinn var að líkindum sterkbyggður og kuldaþolinn líkt og Neandertalsmaðurinn og þessar tvær kynkvíslir voru náskyldar. Enn er þessi undirtegund aðeins þekkt af fingurkögglum og tönnum, sem fundust í helli í Síberíu og útlitið er því óþekkt.

Homo erectus

Fyrir 1,8 milljón árum flutti Homo erectus út úr Afríku og dreifðist austur um Asíu alla leið til Java. Ummerki tegundarinnar fundust m.a. í erfaefni 600.000 ára gamalla beina neandertalsmanna og denisovamann. Tegundin dó út fyrir um 108.000 árum.

Homo heidelbergensis

Tegundin var að því er næst verður komist beinn forfaðir bæði Homo sapiens og Neandertalsmanna og átti margt sameiginlegt með þeim síðartöldu. Homo heidelbergensis kom fram fyrir um 800.000 árum og hvarf af sjónarsviðinu fyrir um 120.000 árum.

Homo floresensis

Tegundin fannst á eyjunni Flores í Indónesíu og fékk gælunafnið hobbitinn vegna smæðar sinnar, var aðeins 110 sm á hæð. Homo floresensis gæti hafa verið síðasti afkomandi Homo erectus. Nýrri greiningar benda til að þetta smágerða mannfólk hafi dáið út fyrir 50.000 árum.

Neandertalsmenn

Þessi sterkbyggða undirtegund lifði í Evrópu og Asíu. Þegar Homo sapiens kom til Evrópu fyrir 45.000 árum lifðu þessar kynkvíslir samhliða í 5.000 ár. Kannski dóu Neandertalsmenn út vegna ofsókna eða kannski vegna sjúkdóma.

Denisovamenn

Denisovamaðurinn var að líkindum sterkbyggður og kuldaþolinn líkt og Neandertalsmaðurinn og þessar tvær kynkvíslir voru náskyldar. Enn er þessi undirtegund aðeins þekkt af fingurkögglum og tönnum, sem fundust í helli í Síberíu og útlitið er því óþekkt.

Homo erectus

Fyrir 1,8 milljón árum flutti Homo erectus út úr Afríku og dreifðist austur um Asíu alla leið til Java. Ummerki tegundarinnar fundust m.a. í erfaefni 600.000 ára gamalla beina neandertalsmanna og denisovamann. Tegundin dó út fyrir um 108.000 árum.

 

Lengi hefur verið vitað að á tímabilinu fyrir 40-45 þúsund árum lifðu nútímamaðurinn og Neandertalsmaðurinn á sömu landsvæðum í Evrópu. En hafi nútímamenn tekið að streyma frá Afríku miklu fyrr en talið hefur verið, er ljóst að þeir hafa fyrirhitt eina eða fleiri undirtegundir Homo-ættarinnar, sem þá þegar höfðu dreifst víða um heim.

 

Það er ekki nóg með að forverar okkar hafi búið á sömu svæðum og skyldar undirtegundir, heldur hljóta kynkvíslirnar að hafa stundað kynlíf og eignast afkvæmi saman. Það sýna greiningar á erfðamengi núlifandi fólks.

 

Á bilinu 1-4% af erfðamassa nútíma Evrópumanna kemur þannig frá Neandertalsmönnum og sums staðar í Suðaustur-Asíu og Eyjaálfu eru allt að 5% af genum íbúanna ættuð úr Denisova-manninum, kynkvísl sem hefur verið greind út frá tiltölulega fáum beinafundum í helli í Altajfjöllum í Síberíu.

Allir stunduðu kynlíf með öllum

Forverar okkar áttu samskipti við fjórar aðrar undirtegundir og mögulega fleiri. Nýjar rannsóknir sýna að þessar kynkvíslir blönduðust og eignuðust saman afkvæmi þvert á ætterni. Gen Neandertals- og Denosovamanna lifa í okkur enn í dag.

1. Snemm-nútímamenn og Austur-Neandertalsmenn

DNA-greiningar sýna að snemmbornir nútímamenn áttu afkvæmi með austrænum Neandertalsmönnum, líklega í Miðausturlöndum fyrir um 100.000 árum. Ekki er vitað hvort afkomendur þeirra eru enn til.

2. Nútíma-Evrópumenn og Vestur-Neandertalsmenn

Fyrir 60.000 árum skiptust þessar kynkvíslir á genum, að líkindum í Mið-Austurlöndum. Náið samband hélst í Evrópu og 1-4% af genum Evrópubúa nútímans koma frá Neandertalsmönnum.

3. Nútíma-Asíumenn og Denisovamenn

Árið 2012 sýndu vísindamenn fram á að gen Denisovamannsins lifa áfram meðal innfæddra íbúa Ástralíu, Eyjaálfu og í Austur-Asíu þar sem allt að 5% genanna koma frá Denisovamanninum. Hvar og hvenær þessi blöndum varð er enn nokkuð óljóst.

4. Austur-Neandertalsmenn og Denisovamenn

Árið 2013 sýndi steingervingur úr helli þar sem leifar Denisovamanna fundust að undirtegundin hafði átt náin kynni við Neandertalsmenn. 17% erfðaefnis beinagrindrindarinnar voru frá Neandertalsmönnum. Blöndunin varð fyrir 50.000 árum, líklega í Asíu.

Tamdir úlfar hjálpuðu til

Sú uppgötvun að forfeður og formæður hafi blandast öðrum undirtegundum með barneignum hefur í rauninni gert þá ráðgátu enn torráðnari, hvers vegna þessar kynkvíslir hurfu úr sögunni. Kannski fæst aldrei endanlegt svar við þessari spurningu en vísindamenn hafa þó sett fram ýmsar tilgátur.

 

Kannski tókust ágæt samskipti með kynkvíslunum, en með nýjum straumum fólks frá Afríku gætu hafa borist sjúkdómar sem aðrar undirtegundir höfðu ekkert ónæmi gegn.

 

Það er líka hugsanlegt að tamning úlfa hafi gefið Homo sapiens nægilega mikið forskot í veiðum á stórum dýrum að aðrir kynstofnar hafi hreinlega orðið undir í hinni hörðu lífsbaráttu, tilgáta sem bandaríski mannfræðingurinn Pat Shipman hefur nýlega sett fram. Og mögulega hvarf þetta fólk af sjónarsviðinu af náttúrulegum ástæðum.

 

Eitt allra kröftugasta eldgos sem orðið hefur í Evrópu jafnaði ofureldfjallið Campi Flegrei á Ítalíu við jörðu. Þetta gos varð fyrir um 39.900 árum, eða um svipað leyti og Neandertalsmenn hurfu að mestu – eða kannski öllu – leyti af sjónarsviðinu.

Neandertalsmaðurinn nær nútímamanninum

Homo sapiens var öðru vísi en aðrar samtíða kynkvíslir í félagslegu og menningarlegu tilliti. Nýjar uppgötvanir hafa þó gert mörkin þokukenndari og á mörgum mikilvægum sviðum var Neandertalsmaðurinn jafnoki Homo sapiens.

Veiddu stór dýr

Fyrir um 400.000 árum hætti nútímamaðurinn, eða beinir forfeður hans, að láta sér nægja smádýr á borð við kanínur og sneri sér að stærri dýrum. Til þess þurfti svo mikla og nána samvinnu veiðimannanna að tjáning þeirra á milli hefur vafalítið krafist tungumáls. Þessi hæfni hefur verið álitin einstæð og aðeins á færi nútímamanna. En árið 2016 sýndu vísindamenn fram á að Neandertalsmenn notuðu líka flóknar aðferðir við veiðar á stórri bráð. Rannsóknirnar sýndu m.a. að þessi hliðarkynkvísl rak vísunda, hesta og úruxa inn í dalbotna, þar sem flótti var ómögulegur.

Stórir hópar bjuggu saman?

Þegar Homo sapiens tók að mynda stærri samfélög fyrir um 150.000 árum þurfti nýja og þróaðri samfélagshætti. Jafnframt skapaðist rými fyrir vissa sérhæfingu þannig að sumir hafa t.d. getað stundað verkfærasmíði nær eingöngu. Vísindamenn vita ekki hvort sambærileg þróun varð meðal Neandertalsmanna og að þessu leyti getur nútímamaðurinn e.t.v. stært sig af nokkrum yfirburðum.

Sköpuðu hellamyndir

Fyrir um 40.000 árum varð bylting í getu Homo sapiens til að smíða verkfæri og skapa list. Hellamyndir tóku þá að birtast fyrir alvöru. Á þetta er litið sem merki um greinilega framför í hugargetu. En 2018 fundu vísindamenn fyrstu óyggjandi sannanir þess að Neandertalsmenn hafi líka málað hellamyndir. Myndir með þrepamynstri, deplum og lófaþrykki hafa fundist á þremur stöðum á Spáni.

 

Uppgötvanir síðustu ára sýna svo ekki verður um villst að útbreiðsla Homo sapiens var miklu flóknari en menn hafa lengst af gert ráð fyrir.

 

Nú er vitað að tegundin þróaðist um alla Afríku, að útflutningsbylgjurnar frá Afríku voru margar og hófust jafnvel fyrir 200.000 árum. Nú vitum við líka að nútímamaðurinn lifði ásamt öðrum undirtegundum Homo-ættarinnar um tugi þúsunda ára.

 

Geti vísindamenn slegið einhverju alveg föstu á grundvelli nýjustu uppgötvana er það sú staðreynd að forsagan er fjarri því að vera fullskrifuð. Þekking okkar á forsögu mannsins byggist á tiltölulega fáum beinafundum og ný aldursgreining á einni höfuðkúpu frá Marokkó dugði þess vegna til að gera tegundina stórum mun eldri.

 

Einhvers staðar í jörðu liggja örugglega bein sem verða til þess að umbylta sögunni eina ferðina enn.

DNA-greining og leiðrétting hafa umskrifað forsöguna

Upphaflega gátu vísindamenn aðeins greint tegundir og aldur eftir útliti en DNA-greiningar nýjar aðferðir til aldursákvarðana gefa nú miklu nákvæmari innsýn í einkalíf og uppruna fyrirrennaranna.

13 ára stúlka var blanda tveggja undirtegunda

Í helli í Síberíu fundu vísindamenn brot úr fingurköggli árið 2008. Beinið er úr 13 ára stúlku sem dó fyrir 90.000 árum. Nú hefur tekist á ná nógu miklu erfðaefni til að ákvarða ætterni stúlkunnar. Móðirin var Neandertalsmaður en faðirinn Denisovamaður. Þessi blöndun undirtegunda hefur ekki fundist áður.

 

Óstöðugar rafeindir bættu 100.000 árum við aldurinn

Höfuðkúpan frá Jebel Irhoud í Marokkó var upphaflega talin 40.000 ára en með svonefndri kaldaskinsaðferð kom í ljós að aldurinn er 315.000 ár og þar með elsti beinafundur af Homo sapiens. Ekki er unnt að aldursgreina höfuðkúpuna beint en þess í stað tókst að greina tinnuáhöld sem fundust í sama lagi. Kaldaskinsaðferðin byggist á því kristalsbygging tinnunnar fangar óstöðugar rafeindir á þekktum hraða.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

Shutterstock, © Studio Daynes/LookatSciences & Shutterstock, Oliver Larsen, NHM, Ryan Somma, SPL, AGE, Kennis & Kennis, © Stuart Jackson-Carter/DK Images, © Chip Clark, Smithsonian Institution, © P. Saura, © T. Higham, University of Oxford, © NHM & Mohammed Kamal, MPI EVA Leipzig,

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Vinsælast

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

5

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

6

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

5

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

6

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Lifandi Saga

Versti óvinur skógareldanna

Lifandi Saga

Í fallhlíf til helvítis: Slökkviliðsmenn stukku beint niður í eldhafið

Maðurinn

Göngutúr heldur heilanum heilbrigðum

Menning og saga

5 fornleifafundir sem raskað hafa sögu mannsins

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Sagt er að franska drottningin María Antonía, betur þekkt sem Marie-Antoinette, hafi orðið hvíthærð kvöldið áður en hún var hálshöggin árið 1793. Er þetta yfirleitt hægt?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is