Heilsa

Fræðimenn segja: Vinsæll matarkúr getur valdið hjartavandamálum

Megrun getur tvöfaldað hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum og háu kólesteróli, samkvæmt rannsókn.

BIRT: 25/05/2023

Í baráttunni við að losna við óæskileg kíló hefur svokallað ketó mataræði orðið vinsælt.

 

Mataræðið útilokar mikið magn kolvetna úr máltíðum og kemur fitu og próteini í þeirra stað.

 

En rannsókn sýnir að þetta feita mataræði getur valdið vandamálum hjá þeim sem eru með of hátt kólesteról og aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum.

 

Vinsæl lausn getur tvöfaldað hættu á hjartaáfalli

Á árlegri ráðstefnu American College of Cardiology fyrir hjartalækna í byrjun mars kynnti Iulia Iatan nýja rannsókn sem er ein af þeim fyrstu til að skoða nánar áhrif ketó mataræðisins á kólesteról og hjarta- og æðasjúkdóma.

 

„Rannsókn okkar leiddi í ljós að stöðug neysla á lágkolvetna- og fituríkri fæðu tengdist hærra magni LDL kólesteróls – eða „slæms“ kólesteróls – og meiri hættu á hjartasjúkdómum,“ sagði hjartalæknirinn Iatan sem vinnur á St. Paul’s sjúkrahúsinu í Vancouver, Kanada.

 

Iatan og rannsóknarteymi hennar studdust við gögn frá breska lífsýnabankanum sem inniheldur heilsufarsgögn um meira en hálfa milljón Breta sem voru rannsakaðir í að minnsta kosti tíu ár.

 

Fræðifólkið á bak við þessa nýju rannsókn einbeitti sér að 305 Bretum sem í fyrstu spurningalistunum gáfu til kynna að þeir fengju ekki meira en 25 prósent af daglegri orkuinntöku sinni úr kolvetnum og að minnsta kosti 45 prósent úr fitu.

Kolvetni eru algengasti næringargjafi líkamans fyrir daglega orkuþörf. En ketó mataræðið mælir með því að neysla kolvetna sé takmörkuð við um það bil 10 prósent af daglegri kaloríuinntöku. Fylgjendur mataræðisins draga því úr neyslu á brauði, hrísgrjónum, pasta, kartöflum og nokkrum ávöxtum og grænmeti. Í stað þess fær líkaminn næringu sína úr próteini og fitu sem í ketó mataræðinu eru um 25 til 65 prósent. Þetta ætti að valda því að lifrin breytir fitufrumum í svokölluð ketón sem koma í stað kolvetna sem orkugjafa.

Ketó-fylgjendurnir voru síðan bornir saman við samanburðarhóp 1.220 Breta sem oftar fengu meirihluta kaloría sinna úr kolvetnum.

 

Ásamt því að vera með BMI-staðal sem var einu prósentustigi hærri en venjulega komust vísindamenn einnig að því að næstum einn af hverjum tíu úr ketó hópnum þróaði með sér hjarta- og æðasjúkdóma. En það sama gilti um aðeins einn af hverjum tuttugu á venjulegu mataræði.

LESTU EINNIG

Slæmt kólesteról stíflar æðarnar

Eldri rannsóknir hafa einnig sýnt að fiturík megrun getur leitt til meira svokallaðs LDL kólesteróls. Low Density Lipoprotein-kólesteróls samanstendur nánast eingöngu af apó-lípópróteini B sem gerir frumum líkamans kleift að bindast og flytja fitu.

 

Hið tiltekna prótein er einnig grunsamlegur sökudólgur um að leiða til blóðtappa vegna þess að það klessist saman í æðunum.

 

Þessi nýja rannsókn setur sterk tengsl milli hás kólesterólmagns, apó-lípópróteins B og hættu á hjarta- og æðasjúkdómum.

 

Fólk sýnir ólík viðbrögð

„Við sýndum fram á að þátttakendur á ketólíku mataræði sem voru í mestri hættu á hjarta- og æðasjúkdómum voru líka þeir sem höfðu hæsta magn LDL kólesteróls,“ benti Iulia Iatan á, á ráðstefnu í New Orleans.

 

Hún lagði einnig áherslu á að samkvæmt rannsókninni bregðist ólíkt fólk á mismunandi hátt við fituríku mataræðinu. Iatan hvatti áhugasama um ketó til að ræða mataræðið við heimilislækni sinn áður en þeir hefji mataræðið.

 

„Ef þú ert á ketókúrnum er mælt með því að láta mæla kólesterólmagnið reglulega og vera meðvitaðri um aðra áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma eins og sykursýki, háan blóðþrýsting, skort á hreyfingu og reykingar,“ sagði hjartalæknirinn Iatan.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN STEENSIG

© Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.