Alheimurinn

Fyrstu Marsbúarnir eiga að gista í gömlum eldfjöllum

Geimfarar með fasta búsetu á Mars þurfa vernd fyrir geimgeislun sem er tífalt meiri á Mars en hér. Besta lausnin er búseta í gömlum hraunhellum.

BIRT: 15/05/2023

Hópur vísindamanna hefur nú fundið öruggasta mögulega skjól fyrir mannaða bækistöð á Mars: í hraunhellum frá löngu liðnum eldgosum úr eldfjöllum sem nú eru orðin óvirk.

 

Þar verða íbúarnir vel varðir fyrir geimgeislun sem annars yrði alvarleg heilsufarsógn.

 

Öfugt við jörðina er ekkert segulsvið á Mars til að verja hnöttinn fyrir geislun úr geimnum. Fólkið sem í framtíðinni á að búa á Mars, þarf því að vernda með öðrum hætti og hjá Plánetuvísindastofnun Bandaríkjanna (Center for Planetary Science) telja menn lausnina felast í því að halda sig neðanjarðar – og því dýpra því betra.

 

Vísindamennirnir leituðu fyrst að því svæði á Mars þar sem geislunar gætir minnst og stór slétta á suðurhveli Mars, Hellas Planitia, varð fyrir valinu.

Vísindamennirnir leita að götum á yfirborði Mars, þar sem gamlir hraunhellar gætu leynst undir yfirborðinu. Vænlegasti staðurinn þykir vera sléttan Hellas Planitia á suðurhvelinu.

Sléttan er með lægstu yfirborðsflötum á Mars og geislunin þarf því að fara lengri leið gegnum gufuhvolfið áður en hún nær niður á yfirborðið.

 

Þetta eitt minnkar geislunina um helming en hún er þó allt of mikil og t.d. 25% öflugri en í ISS-geimstöðinni. Þar hafast geimfarar þó ekki við nema í nokkra mánuði.

 

Yfirborðið sýnir merki um hella

Vísindamennirnir vilja þess vegna nýta hellagöng sem hraunrennsli hefur myndað. Við skoðun á nærmyndum af yfirborðinu hafa sést merki um hálfhrunda hraunhella við mörg af útdauðum eldfjöllum plánetunnar.

Hraunhellarnir eru eldri en 500 milljón ára

Hraunhellar undir yfirborðinu á Mars urðu til fyrir mjög löngu þegar eldfjöll voru enn virk.

1. Hraun brýtur sér leið

Þegar upphaflegi gígurinn hefur stíflast af storknuðu hrauni getur nýtt gos orðið til hliðar. Hraunið brýtur sér leið undir yfirborðinu og myndar þannig göng.

2. Hellirinn tæmist

Þegar gosinu er lokið minnkar þrýstingurinn. Hraun þrýstist ekki lengur upp úr hliðargígnum heldur sígur til baka og hverfur að hluta aftur niður.

3. Skjálftar valda hruni

Yfirborðið verður fyrir skjálftum, t.d. af völdum loftsteina. Þar sem hellisþakið er þynnst fellur það niður og þannig opnast göt sem gera hellinn aðgengilegan.

Nóg er af slíkum hraunhellum á jörðinni og vísindamennirnir hafa notað þá til að rannsaka hversu vel hraunið verndar gegn geislun.

 

Niðurstöðurnar sýndu að geislun í hraunhellum á Mars er aðeins 18% af styrk geislunar á Hellas Planitia. Takist mönnum að finna djúpan hraunhelli á þessum slóðum væri það kjörinn aðsetursstaður fyrir fyrstu íbúana á rauðu plánetunni.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

Shutterstock,© NASA,© Ken Ikeda Madsen

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.