Alheimurinn

Marsbækistöð byggð úr blóði svita og … þvagi

Efni úr líkamanum mætti nota sem bindiefni sem breytir rykinu á Mars í harða steypu.

BIRT: 08/07/2022

Ef allt byggingarefni í framtíðarbækistöð manna á Mars ætti að koma frá jörðinni, þyrfti til þess svo ofboðslegt magn eldflaugaeldsneytis að það yrði einfaldlega allt of dýrt. 

 

Þess vegna er nauðsynlegt að finna aðferðir til að breyta því efni sem til er á Mars í sterkt byggingarefni. 

 

Nú stinga vísindamenn við Manchesterháskóla á Englandi upp á því að geimfararnir sjálfir framleiði hluta byggingarefnisins í líkömum sínum – blóð, svita og þvag.

 

Vísindamennirnir hafa gert tilraunir með blöndu prótínsins albumín sem er að finna í blóði manna og ryks með sömu eiginleika og ryk á Mars. Úr blöndunni varð efni sem þeir nefna AstroCrete og er jafnsterkt og steinsteypa.

Í tilraunum tókst rannsakendum að búa til AstroCrete með bæði tilbúnu tunglryki (til vinstri) og tilbúnu Marsryki (hægri).

Tilraunir í rannsóknastofu sýndu að AstroCrete þolir þrýsting upp á 25 megapasköl. Til samanburðar er þol venjulegrar steypu sem notuð er í húsbyggingar á bilinu 20-32 megapasköl. 

 

Þvag gerir steypuna enn sterkari

Vísindamennirnir sýndu því næst fram á að sé efninu urea sem er að finna í svita og þvagi, bætt við blönduna fer þrýstingsþolið upp í 39,7 megapasköl. 

Þrívíddarprentunin AstroCrete sýndi í þrýstiprófi að hún er sterkari en steypan sem notuð er í byggingar á jörðinni.

Vísindamennirnir hafa reiknað út að sex manna hópur geimfara gæti skilað af sér prótíni og urea sem dygði í 500 kg af AstroCrete í tveggja ára dvöl á Mars. 

 

Þetta virðist kannski ekki mikið en sé efnið einungis nýtt í burðarvirki þar sem þörf er fyrir mestan styrk, getur það engu að síður dugað nokkuð langt. Samkvæmt útreikningunum gæti einn geimfari skilað nægu magni efnisins til að byggja þá viðbót við Marsbækistöð sem þarf til að hýsa einn geimfara.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: JENS E. MATTHIESEN

© A. D. Roberts et al.. © Team Gemma/NASA

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

Menning

Saga kaffisins: Hinir syfjuðu loksins bænheyrðir

Lifandi Saga

Hervegir tengdu keisaradæmið saman 

Lifandi Saga

Barsmíðar og sektir Rómverja sköpuðu ósigrandi hersveitir

Lifandi Saga

Leynivopn Rómverja: Virkið var flutt meðferðis

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is