Alheimurinn

NASA hefur framleitt súrefni á Mars

MOXIE-tilraunatækið á vitjeppanum Perseverance hefur náð súrefni úr þunnu gufuhvolfinu á Mars. Það er undirbúningur fyrir heimsóknir manna á komandi tímum.

BIRT: 29/05/2022

Þann 18. febrúar 2021 lenti háþróaðasti vitjeppinn hingað til í Jezerogígnum.

 

Um borð er margvísleg tímamótatækni en sennilega eru mestar vonir bundnar við MOXIE sem á að rannsaka möguleikana til að vinna súrefni úr gufuhvolfinu.

 

Þær tilraunir lofa strax afar góðu. Tækið hefur þegar framleitt fyrsta súrefnisskammtinn á rauðu plánetunni.

 

Þunnt loft úr koltvísýring

Það verður að teljast nokkurt afrek að framleiða súrefni á Mars. Gufuhvolfið á Mars er um hundraðfalt þynnra en hér, það er nánast einvörðungu úr koltvísýring og því ekki beinlínis hollt mannfólki.

 

Þegar að því kemur, einhvern tíma í framtíðinni, að menn fari til Mars þarf að hafa súrefni með í för, bæði til innöndunar og til að framleiða það eldsneyti sem þarf til að koma áhöfninni heim aftur.

Perseverance er nýjasti vitjeppi NASA á Mars. Um borð er MOXIE-tilraunatækið sem getur unnið súrefni úr gufuhvolfinu á Mars.

Tækið líkir eftir plöntum

MOXIE-aðferðin til að vinna súrefni úr koltvísýringi sækir innblástur í plönturíkið.

Rafmagn klýfur koltvísýring

Fyrst er Marsloftið pressað. Þegar straumur er leiddur í gegn, klofnar CO2 í kolsýring (CO) og súrefnisfrumeind með tvær aukarafeindir (oxíðjónir).

Súrefnisfrumeindir geymdar

Oxíðjónir hafa neikvæða hleðslu og dragast því að plússkauti rafrásarinnar. Þær komast gegnum hindrun sem stöðvar kolsýringinn.

Frumeindir mynda súrefni

Oxíðjónirnar tengjast innbyrðis við plússkautið, losa sig við aukarafeindirnar sem berast burt. Eftir standa súrefnissameindir – O2.

Svo mikið súrefni tekur bæði of mikið pláss og er of þungt. Hjá NASA var því ákveðið að athuga hvort gerlegt væri að framleiða súrefni á Mars með því að kljúfa koltvísýringinn í súrefni og kolsýring.

 

Fyrsta tilraunin sýndi að þetta er tæknilega mögulegt. Eftir tvo mánuði á Mars framleiddi MOXIE fimm grömm af súrefni eða sem svarar tíu mínútna súrefnisþörf geimfara.

 

Framundan eru níu tilraunir til súrefnisframleiðslu á mismunandi tímum sólarhrings og árs. Fyrstu alvöru súrefnisvélarnar á Mars eiga að nýta sömu tækni og MOXIE en á miklu stærri skala.

 

Ís er framtíðarsúrefnið

Til lengri tíma litið verður þó skynsamlegra að sækja súrefni í það mikla ísmagn sem vísindamenn telja að leynist undir yfirborðinu á Mars.

 

Í ísnum er nefnilega bæði súrefni og vetni sem er afar gott eldflaugaeldsneyti.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN BJØRN-HANSEN

© JPL-Caltech/NASA

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju veldur ofnæmi kláða?

Náttúran

Milljarðar grameðlna hafa lifað á jörðinni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is