Til Mars á 39 dögum

Nýr öflugur fareindahreyfill verður prófaður í ISS-geimstöðinni eftir fáein ár.

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Af hverju að eyða hálfu ári í Marsferð ef hægt er að komast þangað á 39 dögum? Í samvinnu NASA og fyrirtækisins Ad Astra Rocket Company á nú að smíða öflugan fareindahreyfil sem gæti gerbreytt geimferðum.

 

Í geimferðum er megninu af eldsneytinu eytt í að koma geimfarinu frá jörðu og út í geiminn. Eftir það þarf að fara sparlega með og hraðinn verður því takmarkaður. Fareindahreyfill virkar þveröfugt. Hann hefur ekki afl til að lyfta geimfari upp úr gufuhvolfinu en þegar aðdráttarafli jarðar sleppir getur fareindahreyfillinn skapað mikinn hraða.

 

Þessi nýja aflvél kallast VASIMR (Variable Specific Impulse Magnetoplasma Rocket) og skapar afl í þremur skrefum. Fyrst er létt gas, t.d. vetni, hitað þar til rafeindir rífa sig lausar og plasmi myndast. Næst eru jónirnar, eða fareindirnar, í plasmanum hitaðar upp í milljón gráður og að lokum skýtur svo segulsvið plasmanum aftur úr geimfarinu og þrýstir því þannig áfram.

 

Hreyfillinn gæti líka notað t.d. helíum, sem mikið er af í geimnum. Þar að auki þarf annað eldsneyti til að knýja hreyfilinn sjálfan og þar sjá menn fyrir sér að samnýta sólarorku og kjarnorku. Fyrstu tilraunir eru áætlaðar í ISS-geimstöðinni 2012 eða 2013.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is