Alheimurinn

Geminítar 2022: Sjáðu stærstu loftsteinadrífu ársins

Nóttina milli 13. og 14. desember er hægt að sjá stjörnuhröp um allan himinn því öflugasta loftsteinadrífa árins - Geminítarnir - er í hámarki núna.

BIRT: 13/12/2022

Geminítar 2022

Þegar loftsteinasdrífan Geminítar birtist í desember lýsir himinninn upp með um 150 stjörnuhröpum á klukkustund.

 

Geminítar eru mjög frábrugðnir öðrum loftsteinadrífum eins og Óríonítum og Persítum. Geminítar verða nefnilega öflugari með hverju árinu.

 

Loftsteinar myndast venjulega vegna ryks frá halastjörnum, en Geminítar stafa frá fimm kílómetra breiðu smástirni, 3200 Phaeton, sem hefur ekki langan hala af ryki og ís í kjölfari sínu.

 

Vísindamenn vita ekki hvers vegna smástirnið myndar þessa drífu en getgátur eru um að smástirnið fari svo nálægt sólu á braut sinni að það þorni, myndi sprungur og gefi frá sér rykagnir.

 

Önnur kenning er sú að rykagnirnar eigi uppruna sinn í árekstri milli 3200 Phaeton og annars smástirnis. Og þriðja kenningin er sú að 3200 Phaeton innihaldi ís sem gufar upp og myndar goshveri sem rífa upp agnir.

Ástæðan fyrir að 3200 Patethon gefur frá sér rykagnir gæti verið að sólin hiti smástirnið upp.

Hver svo sem ástæðan er dragast agnirnar á sporbraut jarðar vegna gífurlegs þyngdarafls Júpíters.

 

Það þýðir að fleiri agnir bætast við á hverju ári, sem gefur fleiri stjörnuhröp – og gerir Geminíta að stærstu loftsteinadrífu ársins.

Gemínítar eiga uppruna sinn í stjörnumerkinu Tvíburunum.

Hvenær sjást Geminítar á Íslandi?

Geminítar má sjá frá 4. desember til 17. desember 2022.

 

Hin stórfenglega loftsteinadrífa nær hámarki nóttina 13. til 14. desember 2022.

 

Tunglskin hefur áhrif á Geminíta

Til þess að sjá Geminíta sem best þarf skin tunglsins að vera sem daufast því annars getur verið erfitt að koma auga á hin fjölmörgu stjörnuhröp.

 

Tunglið er hálft þessa stundina, sem er ásættanlegt – en ekki eins gott og ef um nýtt tungl væri að ræða. Ef það er heiðskírt ættirðu að geta séð aragrúa stjörnuhrapa – sérstaklega ef þú ferð út úr bænum.

 

Besti staðurinn sem hægt er að fylgjast með þessari flottu ljósasýningu er í sveitinni – langt frá ljósmengun borgarinnar.

 

MYNDSKEIÐ: Horfðu á Geminítana skjótast yfir himininn

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: CHARLOTTE KJÆR, JESPER GRØNNE

Shutterstock,© NASA/JPL-Caltech/IPAC,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.