Þetta kann að hljóma eins og lítilfjörleg spurning, því auðvitað geta karlar og konur verið vinir. En frá sögulegu sjónarhorni er það sannarlega óhefðbundið.
Náin vinátta karla og kvenna kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir alvöru í kjölfar femínistabyltingarinnar á sjöunda áratugnum. Aukið jafnrétti ruddi brautina fyrir aukinni vináttu milli kynjanna og í dag eru 30-42 prósent af öllum vináttuböndum við manneskju af hinu kyninu.
Sumir eru líklegri til að leita uppi svona vináttu en aðrir. Rannsókn ein hefur m.a. sýnt að kvenlegir karlar og karlalegar konur eiga fleiri vini af hinu kyninu en karlalegir karlar og kvenlegar konur.
Kannanir leiða þó í ljós að það getur verið erfitt fyrir vini að halda sig alveg frá hvort frá öðru þar sem u.þ.b. helmingur 315 bandarískra nemenda í könnuninni hafði stundað kynlíf með vini af hinu kyninu.
Kynferðislegt aðdráttarafl er almennt útbreitt. Í einni könnun höfðu 58 prósent þátttakenda laðast kynferðislega að vini sínum en 62 prósent þátttakenda í annarri rannsókn höfðu upplifað kynferðislega spennu gagnvart vini.
Karlar eru kynferðislega áhugasamari
Margir karlar hafa í raun faldar fyrirætlanir þegar þeir hefja vináttu við konu. Þetta kemur í ljós um leið og karlar og konur eru beðin um að leggja mat á ástæður þeirra fyrir því að verða vinir einstaklings af hinu kyninu.
Hjá konum var vernd mikilvæg ástæða fyrir því að verða vinir karlmanns á meðan karlarnir nefndu kynferðislegt aðdráttarafl í mun meira mæli sem ástæðu fyrir því að vinskapurinn hófst.