Það getur sem best rignt þótt himinn sé heiður beint fyrir ofan. Oftast stafar þetta af því að regndroparnir berast fyrir vindi. Það getur tekið regndropa þrjár til fimm mínútur að falla til jarðar og kröftugur vindur nær þess vegna að blása þeim marga kílómetra frá skýinu.
Regndropar geta líka í sjaldséðum tilvikum myndast og fallið án þess að nokkur ský séu til staðar.
Helst gerist þetta að kvöldi til og droparnir eru þá smáir og regnið afar lítið. Sé hitinn nægilega lágur getur loftrakinn frosið saman í litla ískristalla sem svífa í loftinu án þess að ský myndist.
Litlir ískristallar sem myndast án skýja geta valdið regnúða af heiðum himni.