Getur þallín drepið?

Í James Bond-myndinni Spectre fær skúrkurin Mr. White í sig þallín og verður svo veikur að hann sviptir sig lífi. Er efnið í rauninni svona eitrað?

BIRT: 18/06/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Hvað er þallín?

Þallín er málmkennt, grátt og mjúkt frumefni. Það kemst í líkamann gegnum húð, með innöndun eða í fæðu eða drykk.

 

Ef það uppgötvast ekki nógu snemma til að unnt sé að stöðva verkunina með móteitri er það banvænt.

 

Þallín læðir sér inn í líkamann því uppbygging þess minnir á kalíum.

 

Frumur líkamans ná ekki að greina þarna á milli og taka því efnið til sín í þeirri trú að það sé kalíum sem m.a. er gagnlegt fyrir vökvajafnvægið.

 

Í frumunum truflar þallín m.a. prótín og mikilvæg efnaskipti.

Þallín brýtur niður frumur

Eiturefnið þallín ræðst á taugar og líffæri og drepur á löngum tíma.

1. Þallín kemst í líkamann

Þallín er vatnsleysanlegur málmur og kemst því auðveldlega inn í líkamann – ekki aðeins í mat, heldur einnig gegnum húð eða innöndun.

2. Fruman plötuð

Þallín dreifir sér um líkamann sem jónir og minnir mjög á steinefnið kalíum. Frumurnar taka til sín þallín í þeirri trú að það sé kalíum.

3. Þallín eyðileggur frumur

Þallín truflar lífsnauðsynlega starfsemi í frumum og því brotna taugar, vöðvar, hársrætur og líffæri niður en það getur tekið vikur.

Einkenni þallíneitrunar

Áhrifin koma í ljós eftir tvo sólarhringa og þá sem uppköst og niðurgangur.

 

Þallín veldur líka sköddun á taugakerfinu eftir fáeina daga þannig að fórnarlambið fær verki, missir tilfinningu, fær minnisgloppur eða verður vitskert.

 

Vegna taugaskemmda hafa fórnarlömb nefnt þá tilfinningu að ganga um á glóandi kolum. Eftir tvær til þrjár vikur fellur hárið af og viku síðar getur hjartað gefist upp.

 

Banvænn skammtur af þallíni er um eitt gramm.

 

Þallín sem morðvopn

Langtímaverkun efnisins hefur gert það einkar handhægt og algengt til morða.

 

T.d. myrti útsendari frönsku leyniþjónustunnar Félix-Roland Mournié, forystumann aðskilnaðarsinna í fyrrum nýlendunni Kamerún árið 1960 með þessu eitri.

 

Sem móteitur við þallíni nota menn járnríkt litarefni „Berlínarblátt“ sem tekið er daglega og vel útilátið drekkur í sig þallín og skolar því úr líkamanum.

BIRT: 18/06/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Capital Pictures/Ritzau Scanpix,© Claus Lunau

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is