Gripkló hirðir geimrusl

Evrópska geimferðastofnunin ESA hefur tekið sér stöðu fremst í baráttunni gegn geimrusli kringum jörðina. 2025 fer á braut gervihnöttur með gripkló.

BIRT: 16/06/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Á 60 árum hefur 5.500 eldflaugum verið skotið út í geiminn og geimferðirnar hafa skilið eftir sig svo mikið rusl að það ógnar geimferðum framtíðarinnar.

 

Því lengur sem geimruslið ferðast umhverfis hnöttinn, því hættulegra verður það.

 

Aflagðir gervihnettir og útbrunnin eldflaugaþrep rekast saman og splundrast í smáparta sem skapa umferð núverandi gervihnatta síaukna hættu.

 

Árið 2009 rakst gamall rússneskur hernaðargervihnöttur á virkan fjarskiptagervihnött og báðir splundruðust í mörg þúsund brotstykki. Sum þeirra leiddu til þess tveimur árum síðar að menn þurftu að víkja ISS-geimstöðinni til.

 

Myndskeið: sjáðu klónna fara í fyrsta sjálfsvígsleiðangurinn:

Áætlað er að ClearSpace-1 gervihnötturinn fari í sitt fyrsta verkefni árið 2025, þegar hann verður sendur upp til að grípa gamlan eldflaugarhluta úr ESA eldflaug og steypa bæði eldflaugahlutanum og sjálfum sér inn í andrúmsloftið þar sem þau brenna upp. Myndband: ESA.

Til að komast hjá svipuðum atvikum áætlar ESA nú í samvinnu við fyrirtækið ClearSpace að þróa kerfi til að grípa aflagða gervihnetti og eldflaugaþrep áður en þessi tæki splundrast í árekstri.

 

Hugmyndin er sú að skjóta upp stórum gervihnetti sem í farrýminu geti borið smærri tæki með gripklóm.

 

Smátækin verða búin eldflaugahreyflum til að flytja sig t.d. á hærri braut og stýrt sér að geimrusli sem ætlunin er að sækja.

 

Þegar tækið hefur fest fjögurra arma gripkló um þann hlut sem á að farga, verður stefnan tekin til jarðar og bæði gripkló og geimrusl látið brenna upp í gufuhvolfinu.

 

Áætlað er að fyrsta gripklóin verði send til starfa árið 2025. Viðfangsefnið verður gamalt tengistykki sem ESA skildi eftir í geimnum árið 2013. Tengistykkið er á stærð við þvottavél og 112 kg að þyngd.

 

Takist ætlunarverkið bíða ClearSpace fleiri verkefni og sum stærri. Það stærsta verður að fjarlægja gamla ESA-gervihnöttinn Envisat sem vegur átta tonn og er á stærð við hús.

BIRT: 16/06/2023

HÖFUNDUR: MIKKEL MEISTER

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © ClearSpace SA

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is