Sannleikurinn um geimferðir og loftslag

Geimferðir eru jafnan ekki tengdar við hlýnun jarðar en vissir þú að leiðangrar út í geim leggja sitt af mörkum til grænna lausna á jörðu og að útblástur eldflauga verka gegn hnattrænni hlýnun?

BIRT: 05/06/2023

LESTÍMI:

4 mínútur

Gagnast rannsóknir í geimnum grænu umbreytingunni

 

Gervitungl veita mönnum þekkingu sem gerir þeim kleift að nýta auðlindir jarðar með skilvirkari og sjálfbærari hætti; sem dæmi geta mælingar frá þeim mögulega helmingað áveituþörf í BNA sem er nú um 80% af vatnsnotkun þjóðarinnar.

Tæknilausnir í geimnum gagnast jörðinni

Tækni sem þróuð hefur verið fyrir kulda, myrkur og takmarkaðar auðlindir geimsins hefur að mestu ratað aftur til jarðar þar sem tæknin hjálpar m.a. til við að minnka orkunotkun.

Málmur endurkastar geislun

Geimbúningar vernda geimfarana fyrir miklum kulda. En með hefðbundinni einangrun væri geimbúningurinn metri á þykkt. Þess vegna þróuðu verkfræðingar NASA á sjöunda áratugnum einangrun úr þunnri málmþynnu sem í dag er notuð í t.d. byggingar til að einangra bæði fyrir kulda og hita.

Háþróaðar síur hreinsa vatn

Vatn er mikilvægt mönnum, en það er of þungt til að senda það út í geim. Því er allt vatn á alþjóðlegu geimstöðinni endurunnið, þ.m.t. þvag og sviti. Þetta er gert í gegnum háþróaðar síur með t.d. nanófrefjum. Nú veita síurnar hreint drykkjarvatn á t.d. hamfarasvæðum.

LED örvar grænmetisvöxt

LED-ljós lýsa jafn vel og glóðarperur en eyða tíu sinnum minni orku. Það vakti áhuga NASA á tækninni upp úr 1980. Núna er sú þekking nýtt til að rækta grænmeti á háhýsum og neðanjarðar.

„Hita eldflaugaskot upp hnöttinn“

 

Nei

Fjöldi geimferða mun margfaldast á næsta áratugi en það eru ekki endilega slæmar fréttir.

 

Vissulega brenna eldflaugar miklu magni af elddsneyti til að sigrast á þyngdarafli jarðar og bruninn losar mikið af gasi og ögnum. Algengustu gastegundirnar eru vatnsgufa og koltvísýringur, agnirnar eða arið samanstendur að mestu af sóti og áloxíði.

 

Öll þessi efni verka á varmabúskap lofthjúpsins og þrátt fyrir að vísindamenn viti harla lítið um áhrif útblástursins, bendir ein greining sem gerð var af American Geophysical Union árið 2014, til að losun gróðurhúsalofttegunda í útblæstrinum hafi hverfandi áhrif.

 

Hins vegar eru áhrif arsins umtalsverð. Áloxíðið er hvítleitt og endurvarpar ljósi sólar út í geim, meðan svart sótið dregur í sig sólarljósið og umbreytir því í varma í efri lögum lofthjúpsins.

 

Bæði efnin draga þannig úr þeirri geislun sólar sem nær til yfirborðs jarðar. Fyrir vikið kólnar neðsta lag lofthjúpsins, veðrahvolfið og vinnur gegn hnattrænni hlýnun.

Útblásturinn breytir hitastiginu

Geislunarálag (e. radiative forcing) er munurinn milli þeirrar orku sem jörðin tekur til sín og hinnar sem hún endurkastar frá sér. Þegar geislunarálagið er jákvætt, þá hitnar hnötturinn. Árið 1750 var losun hverfandi og álagið var um 0 watt á fermetra (w/m2).

 

Árið 1950 var heildarlosunin u.þ.b. 0,57 vött pr fermetra, árið 1980 1,25, og árið 2011 2,29 W/m2 samkvæmt nýjustu loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna.

Eldflaugar kæla

Eldflaugar verka á allan lofthjúpinn með CO2, vatnsgufu (H2O), áloxíði (Al2O3) og sóti (C).

 

Heildaráhrif á loftslag:
Kæling sem nemur 0,02 w/m
2

Bílar hita

Bílar verka á neðsta hluta lofthjúpsins með ögnum, CO2, nitursamböndum (NOx) og ósoni (O3).

 

Heildaráhrif á loftslag:
Hitun sem nemur 0,2 w/m
2

Flugvélar einangra

Flugvélar verka á neðri hluta lofthjúpsins með sóti, nitursamböndum, CO2 og með einangrandi þéttingu útblástursins sem myndar agnarsmáa ískristalla.

 

Heildaráhrif á loftslag:
Hitun sem nemur 0,08 w/m
2

„Reiða loftslagsrannsóknir  sig á geimferðir“

 

Mælingar frá gervihnöttum veita vísindamönnum yfirsýn og fylla upp í eyður milli veðurstöðva á yfirborði jarðar. Upplýsingar um hitastig, ofankomu, vinda, skógarelda, þörungablóma og annað frá óbyggðum svæðum skipta miklu máli fyrir m.a. loftslagslíkön.

 

Gervihnettir í geimnum hafa m.a. lagt mikið af mörkum við að meta árlegt tap á 82.000 km2 af hafís frá árinu 1980.

 

Auk þess geta gervihnettir mælt magn koltvísýrings í lofthjúpnum og gera kleift að meta hver þróunin verður með íshellurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu. Alþjóðlegur gervihnattagagnagrunnur vaktar verkefni gervihnatta. Frá 1. apríl 2020 var fjöldi gervihnatta sem sinna mælingum sem varða veðurfar, loftslag og jarðvísindi alls 191.

Gervihnettir hjálpa meðal annars til við að mæla magn koltvísýrings í andrúmsloftinu og gera það mögulegt að sýna útbreiðsla íssins á norðurslóðum eins og sýnt er hér þar sem hann var mestur 5. mars árið 2020 og minnstur 15. september árið 2020. Gula línan markar meðallágmark frá 1988 til 2010 .

BIRT: 05/06/2023

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Bill Ingalls/NASA,© Shutterstock,© Water Pure Technologies Inc.,© Ritzau Scanpix ,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is