Til að vatn gufi upp þurfa einstakar vatnssameindir að sigrast á rafspennusamloðun við aðrar vatnssameindir.
Til þess þarf orku og það er ekki fyrr en við 100 gráðu hita sem orkan verður næg til þess að sameindirnar fari hratt yfir í gasform. Að vatn skuli smám saman gufa upp við 20 gráður stafar af því að einstakar sameindir ná upp nógu miklum hraða til að rífa sig lausar.
Hitastig vatns segir ekki til um orku einstakra sameinda í vatninu, heldur er einungis til marks um meðaltalsorku óteljandi vatnssameinda. Hefðu allar vatnssameindirnar nákvæmlega sömu orku næði engin þeirra að rífa sig lausa og þar með yrði engin uppgufun.
En hraði sameinda í vatninu er mjög misjafn og það eru alltaf einungis stakar sameindir sem hafa næga orku til að losna.
Því hærra sem hitastig vatnsins er, því hraðari verður uppgufunin í heild.