Náttúran

Haustjafndægur kveðja sumarið

Föstudaginn þann 23. september 2022 eru haustjafndægur á Íslandi og boða komu bæði hausts og veturs. Dagurinn þegar dagur og nótt eru jafn löng á haustjafndægri er einn af hornsteinunum í árstíðunum fjórum.

BIRT: 21/09/2022

HVENÆR ERU HAUSTJAFNDÆGUR? – HVAÐ ERU JAFNDÆGUR? – HVAÐ ERU HAUSTJAFNDÆGUR?

HVENÆR ERU HAUSTJAFNDÆGUR?

Haustið með sín brakandi laufblöð, heitt kakó og dimm síðkvöld og mikilvægum stjarnfræðilegum hornsteini.

 

Því þá stendur sólin nákvæmlega beint yfir miðbaug jarðar og dagurinn kallast haustjafndægur.

 

Haustjafndægur verða á miðvikudaginn 23. september núna í ár – nákvæmlega kl. 01:04 á íslenskum tíma.

 

Þar með hefur sumarið opinberlega runnið sitt skeið á enda. Haustið hefur þá stjarnfræðilega boðað komu sína og það stendur fram til vetrarsólhvarfa þann 25. desember 2022 sem ná allt fram til vorjafndægurs, en á eftir þeim koma svo sumarsólstöður.

 

Svona eru árstíðirnar fjórar á hverju ári, ár eftir ár út í hið óendanlega.

Árinu er skipt í fjóra hluta sem að markast af fjórum sólstöðum. 1. Vorjafndægur (19.-21. mars). 2. Sumarsólstöður (20.-22. júní) 3.Haustjafndægur ( 21.-24. september) Vetrarsólstöður (20.-23. desember)

HVENÆR ERU JAFNDÆGUR?

Við jafndægur eru dagur og nótt ekki jafn löng.

Jafndægur eru einnig þekkt fyrir að dagur og nótt eru jafn löng. Þetta er hins vegar ekki alveg rétt. Sá tímapunktur á sér stað skömmu fyrir vorjafndægur og rétt eftir haustjafndægur.

 

Slái maður upp í almanaki getur maður þannig séð að dagurinn 22. september er mörgum mínútum lengri en nóttin. Þetta stafar af tveimur fyrirbærum.

 

Í fyrsta lagi er sagt í stjörnufræðinni að sólin sé risin upp þegar að miðpunktur sólskífunnar er yfir sjóndeildarhringnum. Rétt eins og jafndægur eru skilgreind sem sá tími þar sem miðja sólar fer yfir miðbaug.

 

En vanalega lítum við á sólarupprás sem það augnablik þegar að efsti kantur skífu sólarinnar gægist yfir sjóndeildarhringinn og sólsetur á þeim tíma þegar að sólin sekkur undir sjóndeildarhringinn. Þetta gerir daginn nokkrum mínútum lengri.

 

Í öðru lagi sveigist lofthjúpur jarðar þegar að sólin er rétt undir sjóndeildarhringnum.

 

Þetta virðist líta út eins og að sólin standi aðeins hærra á himni en hún gerir í raun og veru. Og það felur í sér að sólina má sjá um fjórum mínútum lengur, bæði fyrir sólarupprás og eftir sólsetur á okkar breiddargráðum.

HVAÐ ERU HAUSTJAFNDÆGUR?

Haustjafndægur boða komu haustsins

Þrátt fyrir að jafndægur standi ekki alveg undir nafni eru margir þættir sem gera þessa daga afar sérstaka.

 

Þetta eru þeir einu tímar á árinu þar sem sólin rís upp í háaustri og sest í hávestri. Og einu tímar ársins þar sem manneskja sem stendur á miðbaugi getur séð sólina renna beint yfir höfði sér.

 

Á Norðurpólnum eru haustjafndægur upphafið á sex mánaða myrkri, en á Suðurpóli er þetta byrjunin á sex mánaða stanslausu dagsljósi.

 

Maður gæti ætlað að árstíðirnar fjórar væru breytilegar eftir því hversu nærri jörðin væri sólu á sporöskjulaga braut sinni. En þannig er málum ekki háttað.

 

Ástæðan er hins vegar sú að jörðin hallar um 23,5 gráður og vegna þessa halla skiptast norður- og suðurhvel á um að snúa að sólinni á braut jarðar umhverfis hana.

 

Hjá okkur á norðurhveli jarðar og á sams svarandi máta á suðurhvelinu skiptist lengd daganna og staða sólar á himni svo miklu máli að við erum með fjórar árstíðir, en í hitabeltinu eru þær aðeins tvær.

 

Myndband: Hvers vegna erum við með árstíðirnar?

Haustjafndægur eru breytileg

Þau eru breytileg milli ára því haustjafndægur geta fallið í almanakinu á 21. til 24. september. Rétt eins og vorjafndægur verða ýmist 19. – 21. mars.

 

Árið samanstendur nefnilega ekki af fjölda heilla daga heldur eru þeir 365 og um fjórðungur úr einum degi til viðbótar. Svona er málum háttað hjá okkur í þrjú ár, en fjórða hvert ár – á hlaupaári – bætum við einum aukadegi við almanakið til að þetta gangi allt upp.

 

Það felur í sér að tíminn fyrir jafndægur og sólstöður verður sex tímum síðar á hverju ári í þrjú ár og síðan dragast þessar 18 klukkustundir af talningunni á hlaupaári.

 

Þetta getum við þakkað Gregori 13. páfa fyrir. Það var hann sem leiddi inn gregoríanska tímatalið árið 1582 sem flestir heimsbúar fylgja núna.

 

Páfinn ákvað að aldarár, eins og t.d. 1700 og 1800, skyldi ekki vera hlaupaár – nema því aðeins að í það mætti deila með tölunni 400.

 

Þetta leiddi af sér almanaksár sem nemur 365,2425, dögum, en tekur mið af því að séð frá jörðu tekur það jörðina 365,24219 daga að fara heilan hring í kringum sólina.

 

Fyrir vikið er almanakið eins nærri raunveruleikanum og kostur er, og árstíðirnar hnikast lítið sem ekkert til.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: LEA HOLTZE

Shutterstock, © Lasse Alexander Lund-Andersen

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Blóðsugur leggja undir sig stórborgir heimsins

Náttúran

Hvaðan stafar saltið í Dauðahafinu?

Tækni

D-Vítamín er lykillinn að varnarkerfi líkamans

Glæpir

Blóði drifið koffort kom upp um morðingja

Jörðin

Hvaða eldfjall er hættulegast?

Menning

Topp 5 / Hvaða eyjar eru þéttbýlastar?

Maðurinn

Hvað veldur saðningartilfinningunni?

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.