Theodore Roosevelt var einn harðskeyttasti forseti BNA og mikill ævintýramaður.
Ein manneskja skelfdi hann þó öðrum fremur: Dóttirin Alice.
Árið 1901, þegar Roosevelt varð forseti, var Alice aðeins 17 ára en hún varð eitt helsta umtalsefni þjóðarinnar á mettíma.
Forsetadóttirin hunsaði nefnilega allar hefðir. Hún sótti stíft í skemmtanir og reykti og tuggði tyggigúmmí opinberlega.
Samkvæmt talningu náði hún á 15 mánuðum að taka þátt í 300 skemmtunum, 350 dansleikjum og 407 matarveislum.
Alice Roosevelt hafnaði hefðum samtímans.
Þegar hún var ekki að skemmta sér, ók hún um á hraðskreiðum bílum eða spilaði póker. Í tösku sinni var hún alltaf með hníf og gæludýr en það var slangan Emely sem hringaði sig oft um handleggi stúlkunnar.
Á ferðalagi til Japan stökk Alice eitt sinn alklædd út í sundlaug skipsins og fékk einn þingmann til að leika það eftir. Á fundi einum í Hvíta húsinu greip hún hvað eftir annað fram í fyrir föður sínum sem endaði á að hrópa í örvæntingu:
„Ég get annað hvort stjórnað þessu landi eða Alice en ég get ekki gert hvort tveggja!“