Læknisfræði

Hvað er cýtókínastormur?

Mér skilst að ónæmiskerfið geti orðið hættulegra en sjúkdómurinn, þegar það leysir úr læðingi svonefndan cýtókínastorm – en hvað er það og hver er ástæðan?

BIRT: 05/06/2022

Ónæmiskerfið getur stundum brugðist svo harkalega við að sjúklingnum stafi meiri ógn af því en sjúkdómnum sem ónæmiskerfið þarf að berjast gegn.

 

Eitt hættulegasta dæmið um ofvirkni ónæmiskerfisins er einmitt cýtókínastormur.

 

Cýtókín eru boðprótín sem líkaminn losar og eru hluti af ónæmiskerfinu. Cýtókínin virkja m.a. mismunandi gerðir hvítra blóðkorna og þau valda þannig sumum sjúkdómseinkennunum, t.d. hita.

 

Cýtókínastormur losnar úr læðingi þegar ónæmiskerfið bregst of harkalega við en of harkaleg viðbrögð verða sjálfstyrkjandi og fara þess vegna úr böndunum. Sumar þeirra frumna sem cýtókínin virkja framleiða nefnilega sjálfar cýtókín.

 

Svo mikið af cýtókínum getur valdið svo miklum bólgum að líkaminn fái lost eða þá að líffæri gefist upp; t.d. geta nýrun eða jafnvel lifrin hætt að starfa og á endanum kostar það sjúklinginn lífið.

Ofvirkt ónæmiskerfi banvænt

Sjálfstyrkjandi offramleiðsla cýtókín-boðefna getur verið banvæn.

Kerfið greinir veiru

Átfrumur og stórkirningar kallast þær frumur sem mynda fremstu varnarlínuna. Þær finna veiruna og hefja baráttuna, m.a. með því að losa cýtókín.

Frumur efla viðbrögðin

Cýtókínin gera ónæmiskerfinu viðvart um að árás sé hafin. Fleiri ónæmisfrumur virkjast og framleiða fleiri cýtókín. Heilbrigður líkami hefur stjórn á magninu.

Cýtókín valda bólgu

Í sumum sjúklingum verður þróunin stjórnlaus og endar í cýtókínastormi. Cýtókínin geta valdið svo ofsafengnum bólgum að sjúklingurinn deyi.

Cýtókínastormur er einkum algengur í tengslum við lungnabólgu sem orsakast af kórónuveirum svo sem Covid-19 eða inflúensu.

 

Reyndar var inflúensufaraldurinn sem kallaðist spænska veikin og herjaði 1918-1920, fyrsti þekkti sjúkdómurinn þar sem cýtókínastormur átti hlut að hárri dánartíðni.

 

Verst varð ástandið í þeirri bylgju sem reis hæst haustið 1918 en þá dó einn af hverjum 40 sem smituðust.

 

Árið 2005 gerðu vísindamenn tilraun til að athuga hvort cýtókínastormur gæti verið meðal ástæðnanna. Þeir smituðu þá hóp makakapa af spænsku veikinni.

 

Niðurstöðurnar voru ótvíræðar: Ónæmiskerfi apanna varð alveg stjórnlaust og aparnir drápust eftir fáeina daga.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Niels Halfdan Hansen

Eye of Science,© Shutterstock & Lotte Fredslund

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvernig gátu riddarar í brynju farið á klóið?

Maðurinn

Ofurörvuð börn læra minna

Alheimurinn

Ráðgátan um dularfullu geimhringana

Maðurinn

8 vísindalegar ástæður þess að þú lyktar

Náttúran

Snjáldurmýs ganga á eigin heila

Náttúran

Háhyrningar réðust á bát og beittu áður óséðri aðferð

Tækni

Lítil kjarnarafhlaða heldur símanum gangandi í 50 ár

Læknisfræði

Kvefast ég frekar ef ég fer út með blautt hár?

Náttúran

Súrefni: Hvað er súrefni – og er hægt að fá of mikið af því?

Náttúran

Nú gætum við fundið leynilegar tímavélar alheimsins

Maðurinn

Heilasérfræðingar: Ástin og vináttan verðlauna heilann

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is