Lifandi Saga

Hvað er fatwa?

Sumir múslimar telja fatwa jafngilda skilyrðislausu boði um hvernig beri að lifa í guðsótta og góðum siðum. Aðrir yppta öxlum og kæra sig kollótta um slíkar tilskipanir.

BIRT: 13/02/2025

Segja má að þegar Salman Rushdie var stunginn þann 12. ágúst 2022 í New York hafi það verið hámarkið á þeirri ógn í lífi hans sem hafði varað í 33 ár eða allt frá því að klerkastjórn Írans lýsti yfir fatwa gegn honum árið 1989.

 

Þetta fatwa skoraði á guðhrædda múslima um heim allan að „taka hann sem skjótast af lífi“ vegna bókar hans „Söngvar Satans“ sem klerkarnir töldu vera argasta guðlast gegn „heilögum gildum Íslams“.

 

Þrátt fyrir að yfirlýsing klerkastjórnarinnar hafi falið í sér dauðadóm, þarf fatwa ekki að vera banvæn tilskipun. Fatwa er í raun einungis lögformlegur úrskurður sérfræðinga í íslömskum lögum (sharia) – svonefndir mufti – þar sem viðkomandi svarar mikilvægum spurningum og lýsir yfir áliti sínu.

 

Fatwa-yfirlýsingar geta verið ósamrýmanlegar.

Fatwa getur varðað trúarleg eða pólítísk efni en getur einnig verið hversdagsleg leiðsögn – t.d. hvort múslimi megi hlusta á rapp eða rokk.

 

Svarið er þó ekki bindandi samkvæmt lögum. Spyrjandinn getur þannig sjálfur metið hvort hann hyggist fylgja viðkomandi fatwa sem oftar en ekki ræðst af trúarhita hans. Muftar koma frá margvíslegum skólum og fatwa-yfirlýsingar þeirra geta auðveldlega verið ósamrýmanlegar.

 

Talibanar í Afganistan stýra samfélaginu með sinni túlkun og fatwa-tilskipunum. Brot gegn þeim getur varðað dauða.

 

Fatwa: Múslimar verða að borða svínakjöt

Í Kóraninum fær Muhammed opinberun frá Allah um hvernig beri að svara margvíslegum trúarlegum spurningum og ótal trúarbragðafræðingar telja fatwa vera jafngamalt Íslam.

 

Eitt frægasta dæmið um fatwa varðar endurheimt kristinna á Spáni árið 1504 en þá neyddu sigurvegararnir múslima til að turnast til kristni. Sú fatwa kvað á um að múslimar á Spáni máttu aðhafast ýmislegt sem gengur þó þvert gegn trú þeirra – t.d. að drekka vín og borða svín – ef það gæti komið í veg fyrir dauða þeirra.

LESTU EINNIG

Menning og saga

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

Fronteiras do Pensamento/Library of Congress

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Áhugaverð kenning: Vísindamenn hugsanlega búnir að finna hvað veldur Alzheimer

Maðurinn

Nú geta læknar meðhöndlað svitalykt

Náttúran

Megalodon – stærsti hákarl allra tíma

Maðurinn

Er hægt að gleypa tunguna?

Lifandi Saga

Nú vitum við meira um hvers vegna víkingar hröktust skyndilega frá Grænlandi

Náttúran

Topp 5 – Hvert er minnsta spendýrið?

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Maðurinn

Er betra að klæðast blautum fatnaði en engu í vetrarkulda?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is