Menning og saga

Þekking gegn trú

Í margar aldir börðust kristindómur og vísindi um hina sönnu heimsmynd, þar til trú og þekking urðu að lokum aðskilin hugtök. Þetta þurfti til að öðlast betri þekkingu á heiminum.

BIRT: 22/07/2023

Hjá Forngrikkjum var ekki að finna neinn almáttugan guð, sem með eigin höndum knúði heiminn áfram.

 

Guðir þeirra stóðu álengdar og skemmtu sér dátt yfir háttalagi manna.

 

Með almáttugan Guð að baki er engin ástæða til að undrast umheiminn – honum stýrir jú guðinn á sinn órannsakanlega máta. En þar sem Grikkir höfðu engan slíkan, þurftu þeir að hugsa sjálfstætt. Þeir leiddu inn eina helstu grundvallarreglu vísindanna, þ.e. athugunina.

 

Gagnrýnin og hugsandi vera

Segja má með nokkrum rétti að náttúruvísindin hafi á meira en 2.000 ára þroskunarferli sínum hafi gert nútímamanninn að gagnrýninni og sjálfstætt hugsandi veru.

 

Upphafið má rekja til þess er grískir heimspekingar eins og Demókrítos, Pýþagóras, Aristóteles og Arkímedes tóku að hugleiða fyrirbæri sem þeir sáu í náttúrunni og leituðust við að skýra ferli að baki þeim.

 

Eitt dæmi um vísindalegan hugsunarhátt Grikkjanna er verkið „Geographia“ sem landafræðingurinn Ptólemeos gerði um árið 150 e. Kr.

Um árið 150 e. Kr. þróaði vísindamaðurinn Kládíus Ptólemeos fjölda aðferða til að teikna kort. Verk hans voru grundvöllur kortagerðar allt fram á 17. öld.

Í því safnaði hann drjúgum hlutum af landafræðilegri þekkingu þess tíma saman um hin þekktu meginlönd Afríku, Evrópu og Asíu.

 

Ptólemeos taldi hins vegar að mót suðri væri að finna fjórða meginlandið, „Terra Incognita“ – Hið óþekkta land – því annars myndi hnötturinn vera í ójafnvægi.

 

Ptólemeos var eitt helsta kennivald innan landafræðinnar og teikningar hans og kort voru notuð allt fram á 17. öld.

 

Vísaði í heilaga ritningu

En hin kristna kirkja, sem setti mark sitt á evrópskan hugsanagang, neitaði einfaldlega hugmyndinni um óuppgötvað meginland.

 

Kirkjufaðirinn Ágústínus hafnaði þannig um árið 400 e. Kr. þessum möguleika með því að vísa í heilaga ritningu.

 

Þar mátti lesa að þrír synir Nóa settust að hver á sínu meginlandi – Evrópu, Afríku og Asíu – og því væri einfaldlega ekki að finna fleiri meginlönd.

 

Ágústínus var, í öllu falli hér, bundinn af kreddum. Hann haggaðist ekki í trú sinni.

 

Ptólemeos sýndi hins vegar að jörðin væri hnöttur og að enn þekktist einungis lítill hluti hennar. Það var því nægjanlegt rými fyrir óuppgötvað meginland í suðri. „Terra Incognita“ var vissulega einungis tilgáta, og jafnvel fremur bágborin, en í dag vita menn að hann hafði rétt fyrir sér – upp að vissu marki.

 

Röng tilgáta leiddi til framfara

Saga þessi um meginlöndin sýnir berlega vandkvæði við kreddubundna þekkingu.

 

Spurningunni var á endanum svarað með hinum fjölmörgu landkönnuðum, sem fóru um víða veröld frá 15. öld.

 

En sagan sýnir einnig að vísindamaðurinn Ptólemeos hafði rétt fyrir sér á röngum forsendum. Að hluta voru til fleiri meginlönd, en þau fjögur sem hann sagði fyrir um.

 

En einnig vitum við nú að jörðin er ekki í ójafnvægi þrátt fyrir að allur landmassi sé samansafnaður, eins og tilvikið hefur reyndar verið forðum í landfræðilegri sögu jarðar.

 

En þrátt fyrir að tilgátan hafi reynst röng var hún framfaraskref í staðreyndaferli.

 

Fyrst og fremst hugsuðir

Tilgátuna mátti nefnilega prófa og það gerðu þúsundir sjómanna og landkönnuða á næstu öldum. Á leiðinni var hún fáguð og menn öðluðust nýja og óvænta þekkingu. Þetta eru náttúruvísindi í stuttu máli.

Þrátt fyrir að Grikkir hafi lagt grunninn að nútíma vísindum, voru þeir fyrst og fremst hugsuðir.

 

Það eru til að mynda einungis fá dæmi um að þeir hafi framkvæmt tilraunir, en það er ein önnur meginregla vísindanna.

 

Tilraunir urðu þá fyrst hluti af ferlinu þegar hin vísindalega bylting átti sér stað frá um 1580 – 1680.

 

Það var einnig á þessu tímabili sem náttúruvísindin tóku sér stöðu frá kreddum trúarinnar og þá fór að skerast verulega í odda milli trúarbragða og vísinda.

 

Kirkjan þaggaði niður í Galilei

Margir af frumherjum vísinda voru brenndir á báli af rannsóknarréttinum fyrir villutrú sína.

 

Réttarhöldin gegn Galileo Galilei árið 1633 eru orðin bautasteinn um baráttuna milli náttúruvísinda og heimsmyndar kirkjunnar.

 

Galilei var neyddur til að hafna stuðningi sínum við sólmiðjukenningu Kóperníkusar.

 

Hann hafði auk þess reynst sekur um að lýsa fyrirbærum sem hann hafði skoðað í sjónauka sínum, en ritningin sagði ekkert til um slík fyrirbæri.

Sagt er að Galileo hafi prófað eina af kenningum sínum með því að kasta misþungum kúlum úr turni.

Samkvæmt vinsælli sögn vildu hinir lærðu menn kirkjunnar ekki einu sinni gægjast í sjónauka Galileos þegar hann hugðist sýna þeim tungl Júpíters.

 

Með vísun í Aristóteles gátu þeir einfaldlega hafnað tilvist tunglanna og trú þeirra var svo kreddubundin að þeir lögðust ekki einu sinni svo lágt að skoða málið.

 

Galilei þurfti að eyða ævinni það sem eftir var innilokaður í húsi sínu nærri Flórens.

 

Áður en að þessu kom náði Galilei þó að grundvalla hefð fyrir birtingu á rannsóknum, sem er enn ein meginregla vísinda.

 

Á tímum hans var algengast að vísindaleg rit væru á latínu, sem var einungis lesin af fámennum hópi manna. En Galileo ritaði á ítölsku og athuganir hans og hugsanir voru lesnar af stórum hópi leikra manna.

 

Nú á dögum er enska aðaltungumál vísinda og nýjar uppgötvanir eru opinberaðar í alþjóðlegum tímaritum. Þrátt fyrir að einatt þurfi drjúga þekkingu til að lesa greinar þar, þá eru þær ætíð öllum opinberar.

 

Síðasta stóra orrustan um heimsmyndina

Galilei var einnig með fyrstu vísindamönnum til að nýta sér tilraunir að einhverju ráði.

 

Með því að láta misstórar kúlur falla niður úr skakka turninum í Písa sýndi hann t.d. að fallhraðinn var óháður þyngd. Með þessari einföldu tilraun aflífaði hann kenningu Aristótelesar, sem sagði fyrir um að þyngri hlutir falli hraðar – kenning sem hafði staðið óskoruð og sett mark á eðlisfræði í næstum 2.000 ár.

 

Árekstrar Galilei við kirkjuna reyndust ein síðasta stóra orrustan um rétta heimsmynd.

 

Á upplýsingaöldinni slitu vísindin sig endanlega frá trúarbrögðum. Það var ekki lengur ritningin sem varð mönnum uppspretta kenninga heldur athuganir á náttúrunni.

LESTU EINNIG

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.