Lifandi Saga

Vísindakirkjan – vísindaskáldskapur eða trú?

Flest fólk hefur skoðun á vísindakirkjunni en hvað gerist á bak við tjöldin? Fylgjum þessari nýju trúarhreyfingu frá fyrstu opinberuninni og þar til hún verður heimilistrú í Hollywood.

BIRT: 13/01/2023

Er Vísindakirkjan trúarbrögð eða svindl? Hér færðu ágrip af sögu hreyfingarinnar frá fyrstu hugmyndinni til landvinninga Hollywood.

HLÁTURGASIÐ Í TANNLÆKNASTÓLNUM

Grunnurinn að Vísindakirkjunni var lagður í heimsókn til tannlæknis í Bandaríkjunum árið 1938.

 

Í tannlæknastólnum sat bandaríski vísindaskáldsagnahöfundurinn Lafayette Ron Hubbard. Hann var 27 ára og kom bara til að láta draga úr sér eina tönn en þegar hann hafði verið deyfður með hláturgasi fékk hann að eigin sögn „utan-líkama upplifun“.

 

Þetta sannfærði hann um að sálin sé ekki fasttengd við líkamann, heldur geti yfirgefið þetta holdlega fangelsi og tekið sér bólfestu í nýju, ungu hulstri og þannig sé unnt að lifa að eilífu.

 

L. Ron Hubbard var gjörbreyttur maður þegar hann gekk út og skrifaði niður þessa trúarlegu opinberun í bókinni „Excalibur“.

METSÖLUBÓK UPPHAF VÍSINDAKIRKJUNNAR

Bókin kom þó aldrei út, þar eð efnið var svo eldfimt – að sögn Hubbards sjálfs – „að fjórir af þeim 15 sem fengu að lesa handritið gengu af vitinu.“

 

Næsta áratuginn fínpússaði Hubbard hugmyndir sínar og 1950 gaf hann út bókina „Dianetics: The Modern Science of Mental Health“.

 

Grundvallarhugmyndin að baki bókinni – og „Scientology“ eins og Vísindakirkjan heitir á ensku – er þessi: Maðurinn er andleg vera sem með sérstakri aðferð, „dianetik“, getur losað sig við afleiðingar áfalla og þar með öðlast guðlega viðurkenningu, þar sem sálin yfirgefur líkama sinn og tekur sér bólfestu í öðrum – sem sagt: eilíft líf.

Stofnandi Scientology, L. Ron Hubbard, heldur málstofu um meðferðarformið Dianetics í Los Angeles árið 1950 í kjölfar metsölubókarinnar „Dianetics: The Modern Science of Mental Health“.

FRÁ METSÖLUBÓK YFIR Í KIRKJU

Þetta hálf-trúarlega höfuðrit Hubbards rokseldist og hefur nú selst í 88 milljón eintökum í meira en 50 löndum.

 

L. Ron Hubbard notaði þessa metsölubók sem grundvöllinn fyrir stofnun alveg nýrrar trúar sem hann nefndi Scientology í upphafi 6. áratugarins.

 

„Hann fór sjálfur að trúa að hann væri frelsari og hetja, að hann væri í rauninni guðdómlegur,“ skrifaði þáverandi eiginkona Hubbards, Sara Northrup um mann sinn árið 1952.

 

Einmitt það ár opnaði fyrsta Vísindakirkjan (Church of Scientology) í Los Angeles.

 

Sú kirkja er enn höfuðkirkja Vísindakirkjunnar en söfnuðurinn teygir nú anga sína um allan heim og kirkjur eru alls orðnar um 8.500.

Þegar stofnandi Vísindakirkjunnar, L. Ron Hubbard, lést árið 1986 tók David Miscavige, aðstoðarmaður hans til margra ára, við sem leiðtogi hreyfingarinnar. David Miscavige er enn trúarleiðtogi Scientology.

VÍSINDAKIRKJAN ER UNDANÞEGIN SKATTI

Að sögn forsvarsmanna Vísindakirkjunnar tilheyra henni nú meira en 8 milljónir. Sú tala er þó mjög umdeild og brottviknir meðlimir halda því fram að virkir meðlimir séu innan við 100.000.

 

Þegar L. Ron Hubbard lést 1986 tók við persónulegur aðstoðarmaður hans, David Miscavige. Sex árum síðar öðlaðist hreyfingin viðurkenningu sem trúfélag í Bandaríkjunum. Þetta var mikill sigur og hafði m.a. í för með sér að Vísindakirkjan varð undanþegin skattgreiðslum.

 

Gagnrýnendur hafa síðar sagt að samningar um skattfrelsi hafi einungis fengist vegna þess að Vísindakirkjan hótaði að höfða mál á hendur öllum starfsmönnun bandarísku skattstofunnar ef viðurkenningin fengist ekki.

 

Skattleysið hefur gert Vísindakirkjuna að vel efnaðri stofnun og eignir hennar eru taldar vera um þrír milljarðar dollara.

AÐ VERÐA VÍSINDASPEKINGUR

Scientology mætti þýða sem vísindaspeki, sbr. stjörnuspeki (astrology). Þetta er blanda af sálrænni og trúarlegri meðferð sem auðveldar andlega innsýn gegnum sérstaka handleiðslu sem hefur að markmiði að rekja áföll úr þessu eða fyrra lífi og fjarlægja þau til að ná „andlegu frelsi“.

 

Þessi heilun fer fram undir handleiðslu sérstaks „hlustanda“ og við hana er notaður svokallaður E-mælir sem er tæki með tveimur leiðslum og rafóðum á endunum. Samkvæmt kenningunni finnur tækið gömul áföll þess sem heldur í rafóðurnar.

 

Til að öðlast fulla innsýn og að lokum losna úr hinu holdlega hulstri þarf maður að fara þrep af þrepi gegnum meðferð og trúarlegan lærdóm upp á hið efsta, andlega stig sem nefnt er „OT8“.

SKIP ER HLIÐIÐ AÐ FULLKOMNUN

Freewinds er nafn á skipi í eigu Vísindakirkjunnar. Skipið, sem hefur aðsetur í Karíbahafinu, er eini staðurinn þar sem vísindaspekingar geta náð efsta stigi trúarinnar, svokallað OT 8.

OT stendur fyrir starfandi  þetan. Þetan er ígildi sálarinnar hjá Vísindakirkjunni og að vera “starfandi” táknar m.a. að geta lesið hugsanir og yfirgefið eigin líkama – hafið sig yfir efni og orku, tíma og rúm.

 

Til að ná þessu stigi – og þar af leiðandi öðlast eilíft líf – verður maður að fara yfir það sem Vísindakirkjan kallar ,,Brúna til fullkomins frelsis”.

 

Til viðbótar við ákafar meðferðarlotur verða meðlimir að mennta sig í kenningum L. Ron Hubbard til að komast yfir brúna.

KOSTNAÐURINN VIÐ AÐ VERÐA VÍSINDASPEKINGUR

Útreikningar sýna að vísindaspekingar þurfa samtals að borga nærri hálfa milljón dollara til að komast alla leið upp á toppinn í trúarkerfi Vísindakirkjunnar.

 

Því meiri peninga sem þú greiðir kirkjunni því meiri „innsýn“ færðu líka í hinn trúarlega lærdóm sem að endingu getur skapað þér eilíft líf í formi endurholdgunar.

 

Auk þessarar hálfu milljónar dollara falla til útgjöld vegna meðferða, ferða, styrkja o.fl. þannig að heildargjaldið getur sem best farið í tvær milljónir dollara.

Nicole Kidman og Tom Cruise árið 1992. Tom Cruise er ennþá einn helsti meðlimur Vísindakirkjunnar. Nicole Kidman er einnig sögð hafa sökkt sér í boðskap Vísindakirkjunnar, að minnsta kosti í upphafi 11 ára sambúðarinnar við Cruise.

TOM CRUISE – SKRAUTFJÖÐUR VÍSINDAKIRKJUNNAR

Það segir sig sjálft að ekki hafa allir efni á að leggja milljónir í söfnunarbauk Vísindakirkjunnar.

 

Þess vegna hefur Vísindakirkjan markvisst unnið að því í áratugi að laða til sín ríkar Hollywoodstjörnur.

 

Á sjötta áratugnum stofnaði L. Ron Hubbard verkefnið „Project Celebrity“ sem verðlaunaði safnaðarmeðlimi fyrir að fá Hollywoodstjörnur inn í Vísindakirkjuna.

 

Í lok 7. áratugarins opnaði Vísindakirkjan frægðarmiðstöðina „Celebrity Center“ í Hollywood og í kjölfarið fylgdu svo stöðvar í New York, Las Vegas og Nashville.

 

Þeir meðlimir Vísindakirkjunnar sem eru án ef þekktastir eru leikararnir John Travolta og Tom Cruise.

 

Hinn síðarnefndi hefur verið nokkurs konar skrautfjöður trúarsafnaðarins frá því hann opinberaði aðild sína í fyrsta sinn í viðtali við bandarísku sjónvarpsfréttakonuna Barböru Walters árið 1992.

 

Tom Cruise heiðraður 

Árið 2004 fékk Tom Cruise orðu Vísindakirkjunnar, ,,Freedom Medal of Valor” við stórglæsilega athöfn í Los Angeles, þar sem núverandi leiðtogi Vísindakirkjunnar, David Miscavige, kallaði Cruise: ,,trúræknasta vísindaspeking heims”.

South Park og Vísindakirkjan

Árið 2005 fékk bandaríska teiknimyndaþáttaröðin „South Park“ Vísindakirkjuna upp á móti sér þegar gert var stólpagrín að vísindaspekingnum Tom Cruise í þættinum „Trapped in the Closet“. Og það sem verra er, höfundarnir afhjúpuðu hluta af sögu Vísindakirkjunnar sem var aðeins aðgengileg fyrir háttsetta félaga.

 

Í þættinum segja höfundar South Park frá þeirri trú Vísindakirkjunnar að guðlíkar skepnur sem kallast þetanar hafi búið í fjarlægri vetrarbraut fyrir fjórum kvadrilljónum árum.

 

Fyrir 75 milljónum ára voru þetanarnir teknir til fanga af miklum stríðsherra að nafni Xenu sem sendir þá til jarðar. Hér voru þeir hlekkjaðir við eldfjöll og sprengdir í loft upp með vetnissprengjum með þeim afleiðingum að sálir þeirra tóku sér bólfestu í mönnum.

 

Tilgangur Vísindakirkjunnar er að upplýsa þetaninn um uppruna sinn sem guðlega vera, þannig að hann – það er sálin – geti losað sig úr jarðneskum líkama sínum og tekið sér búsetu í nýjum og þar með lifað áfram.

 

Tom Cruise hótaði því að fara ekki í kynningaferð fyrir “Mission: Impossible 3” mynd sína ef South Park þátturinn yrði endursýndur. Höfundum South Park, Trey Parker og Matt Stone, var einnig hótað málsókn að hálfu Vísindakirkjunnar ef þátturinn yrði sýndur aftur.

 

Árið 2011 kom í ljós að Vísindakirkjan hafði reynt eftir megni að finna eitthvað gruggugt til að klekkja á höfundum South Park. Til dæmis var reynt að að gera lítið úr þeim í fjölmiðlum. Það tókst hins vegar ekki.

TÍMALÍNA VÍSINDAKIRKJUNNAR

– 1950: ,,Biblía” Vísindakirkjunnar er gefin út

Vísindaskáldsagnahöfundurinn L. Ron Hubbard gefur út bókina „Dianetics: The Modern Science of Mental Health“. Bókin verður alþjóðleg metsölubók og leggur grunninn að trúarkenningum Vísindakirkjunnar.

 

– 1952: Vísindakirkjan verður trúfélag

L. Ron Hubbard gefur út bókina „Scientology: A History of Man“ og kynnir í fyrsta sinn heimspeki- og trúarkenninguna á bak við hina nýju trú.

 

– 1954: Vísindakirkjan opnar fyrstu kirkjuna

“Church of Scientology” opnar  á Sunset Boulevard. Hún er fyrsta opinbera kirkjan sem helguð er hinni nýju trúarbrögðum Vísindakirkjunnar.

 

– 1986: L. Ron Hubbard deyr

Stofnandi Vísindakirkjunnar deyr úr hjartaáfalli á búgarði sínum nálægt borginni San Luis Obispo í Kaliforníu. Persónulegur aðstoðarmaður hans, David Miscavige, tekur við sem trúarleiðtogi hreyfingarinnar.

 

– 1993: Vísindakirkjan fær stöðu trúfélags í Bandaríkjunum

Eftir rúmlega 40 ára baráttu gegn bandaríska skattkerfinu öðlast Vísindakirkjan stöðu trúfélags í Bandaríkjunum og er þar með undanþegin skattgreiðslum.

 

– 2015: Heimildarmynd tekur á Vísindakirkjunni

HBO heimildarmyndin „Scientology’s Religious Prison“ er frumsýnd og dregur upp mynd af innsta hring Vísindakirkjunnar sem hópi peningagráðugra siðblindingja sem misþyrma núverandi meðlimum sínum og áreita fyrrverandi meðlimi.

 

Scientology svaraði gagnrýninni með fimm síðna bréfi sem birt var í The Hollywood Reporter.

 

Þar heldur kirkjan því meðal annars fram að í heimildarmynd Alex Gibney séu aragrúi rangra staðhæfinga.

HEIMILDARMYND AFHJÚPAR VÍSINDAKIRKJUNA

Listi yfir þær Hollywoodstjörnur sem snúið hafa baki við Vísindakirkjunni hefur stækkað á undanförnum árum og margir leikarar og kvikmynda- og sjónvarpsmenn hafa opinberlega lýst vanþóknun sinni á hreyfingunni.

 

Í heimildarmyndinni “Scientology’s religious prison” eftir Alex Gibney frá árinu 2015, koma nokkrir þeirra fram og segja frá reynslu sinni af Vísindakirkjunni. Og það er ekki fallegur lestur.

 

Í heimildarmyndinni er Vísindakirkjan sögð njósna kerfisbundið um meðlimi sína og hótar að afhjúpa leyndarmál um einkalíf þeirra ef þeir yfirgefa hreyfinguna. Óhugnanlegast þó eru hinar hræðilegar sögur af endurmenntunarbúðum Vísindakirkjunnar sem kallast „Holan“.

 

Holan samanstendur af nokkrum tómum húsbílum fyrir framan eign Vísindakirkjunar í Kaliforníu. Þar sætir “efasemdarfólk” erfiðri líkamlegri vinnu og líkamlegum refsingum í nokkra mánuði á meðan þeir lifa eingöngu á matarafgöngum kirkjunnar.

 

Einn opinskáasti gagnrýnandinn sem kemur fram í heimildarmyndinni er handritshöfundurinn og leikstjórinn Paul Haggis (“Million Dollar Baby,” “Crash”). Hann hafði áður talað um reynslu sína af Vísindakirkjunni í yfirgripsmikilli grein The New Yorker frá árinu 2011.

 

„Ég var í trúarkölti í 34 ár. Allir aðrir sáu það. Ég veit ekki af hverju ég sá það ekki sjálfur,“ segir hann í viðtalinu.

5 ÞEKKTIR NÚVERANDI EÐA FYRRVERANDI VÍSINDASPEKINGAR

John Travolta og eiginkona hans, Kelly Preston, á frumsýningu kvikmyndarinnar „Battlefield Earth“, þar sem Travolta lék aðalhlutverkið og átti einnig stóran þátt í gerð myndarinnar. Myndin er byggð á vísindaskáldsögu frá 1982 eftir L. Ron Hubbard.

– Tom Cruise

Eins konar táknmynd Vísindakirkjunnar og sá eini sem fengið hefur orðuna „Freedom Medal of Valor“.

 

– John Travolta

Átti stóran þátt í tilurð kvikmyndar eftir bók Hubbards: Battlefield Earth. Hefur lengi verið í Vísindakirkjunni.

 

– Chick Corea

Djass-tónlistarmaður og tónskáld. Lést árið 2021

 

– Elisabeth Moss

Stjarnan í m.a. Handmaid‘s Tale og Mad Men.

 

– Beck

Faðir þessa tónlistarmanns hafði lengi verið í Vísindakirkjunni og Beck hélt hefðinni við.

HELSTU HUGTÖK VÍSINDAKIRKJUNNAR

Stafli af bókinni Dianetics eftir L. Ron Hubbard auk skopstælingar á sömu bók frá bandaríska háðsádeilutímaritinu National Lampoon: Diarrhetics.

Hér eru nokkur mikilvægustu hugtökin í trúarkenningum Vísindakirkjunnar.

 

– Viðtalsferli – Auditing

Viðtalsferlið er sérstakt form meðferðar eða andlegrar leiðsagnar sem er miðlægt í kenningum Vísindakirkjunnar. Markmið viðtalsferilsins, samkvæmt Vísindakirkjunni, er ,,andleg frelsun mannsins”, sem næst með því að rekja og fjarlægja áföll úr þessu lífi eða fyrri lífum.

 

– E-mælir

E-mælir er helsta tækið í viðtalsferlinu. E-mælirinn samanstendur af kassa með tveimur vírum með rafskautum á endum sem að sögn Vísindakirkjunnar, getur fundið áföll þess sem heldur á rafskautunum.

 

– ,,Engram”

Samkvæmt Vísindakirkjunni er maðurinn takmarkaður af viðbragðshuga sínum. Það er sá hluti hugans sem geymir allar áfalla- eða sársaukafullar upplifanir – einnig kallað ,,engram”. Samkvæmt Vísindakirkjunni birtast ,,engrömin” sem óskynsamleg hegðun og sálræn veikindi.

 

– Hreinsum – Clear

Samkvæmt Vísindakirkjunni er ,,Hreinsun” það ástand sem næst með hinu einstaka meðferðarformi viðtalsferilsins. Hreinsunarástandið næst þegar einstaklingur hefur verið leystur frá áföllum sínum – sem kallast engröm – frá bæði þessu lífi og fyrri lífum.

 

– Díanetík

Díanetík er kenning og meðferðarform sem þróuð var af stofnanda Vísindakirkjunnar, L. Ron Hubbard, og birtist í bókinni “Dianetics: The Modern Science of Mental Health”. Díanetík snýst í grundvallaratriðum um uppbyggingu og virkni meðvitundar.

Tilvísun

Ef einhverjir lesenda okkar hafa áhuga á   að kynna sér túlkun Vísindakirkjunnar sjálfrar á því um hvað boðskapur hreyfingarinnar snýst um er hægt að fara á vefsíðu Vísindakirkjunnar hér.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Andreas Ebbesen Jensen

Shutterstock,© Wikimedia Commons/Los Angeles Daily News,© Wikimedia Commons,© ANDREW WALTERS/Imageselect,© Flickr/RA.AZ og Shutterstock,

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

3

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

4

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

5

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

6

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Alheimurinn

Hvað verður um orkuna frá sólarljósinu? 

Lifandi Saga

Hvað gerðu blikksmiðir fyrr á tímum? 

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Í Hollywood-myndinni Braveheart svíkur Robert the Bruce málstað Skota og færir Englendingum William Wallace á silfurfati til grimmilegrar aftöku. Í veruleikanum var þessi skúrkur þó hetja Skota. Þótt frelsisbarátta Skota kostaði bræður hans lífið og systur hans enduðu bak við lás og slá, gafst hinn raunverulegi Braveheart aldrei upp.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.