Alheimurinn

Hvað er handan við alheim? 

Sá alheimur sem við getum greint hefur takmarkaða stærð. En hvað er hinum megin við sjónhvörfin og hefur það með einhverjum hætti afleiðingar fyrir okkur hér á jörðinni? 

BIRT: 01/04/2023

Hvað vitum við? 

Við erum stödd í alheimi sem er 13,7 milljarða ára gamall. En þar sem hann þenst út er sýnilegur alheimur stærri en ætla mætti í fyrstu. Sem dæmi er stjörnuþoka, hvers ljós hefur verið 10 milljarða ára á leiðinni til okkar, ekki í 10 milljarða ljósára fjarlægð. Hún er lengra í burtu því alheimur hefur þanist út meðan ljósið ferðaðist til okkar. Sé það tekið með í reikninginn er radíus hins sýnilega alheims um 42 milljarðar ljósára. Þessi geimur er nefndur hubble-alheimur. 

 

Kenning 1: Óendanlega stór geimur 

Það er ekki óhugsandi að eitthvað finnist utan við þetta svæði. Þannig opnar kenningin um Miklahvell möguleika á að það finnist óendanlega stór geimur utan við hubble-alheim. 

 

Þetta er kallað fjölheimur (e. multiverse) af gerð 1 og samanstendur í raun af mismunandi svæðum þar sem aldur alheims setur okkur mörk um hversu langt í burtu við getum séð – og mun gera það ævinlega óháð því hvar maður er staddur. Ef þessi skýring er rétt er svarið við upprunalegu spurningunni: Fyrir utan sýnilegan alheim er bara meiri alheimur. 

Kenning 2: Alheimar í tómarúmsbólum 

Það er fræðilegur möguleiki á annarri gerð fjölheima sem nefnd er gerð 2. Þetta felur einnig í sér óendanlega marga alheima í þessum fjölheimi en þeir deila ekki rými með okkur. Hver alheimur er eins og bóla í tómarúmi sem hefur suma eiginleika sem við getum aldrei greint og einungis er hægt að lýsa stærðfræðilega.

 

Náttúrulögmálin í þessum mismunandi bólum eru að líkindum afar fjölbreytt og það felur í sér að öll hugsanleg náttúrulögmál er að finna á einum stað eða öðrum. Ef þessi skýring er hin rétta er að finna fyrir utan alheim okkar tómarúm og langt í burtu ótal aðrar bólur. 

Annars má segja að kenningin um óendanlega stóran alheim af gerð 1 feli í sér óendanlegar, áhugaverðar heimspekilegar afleiðingar: Ef náttúrulögmálin eru eins alls staðar mun hvaðeina vera endurtekið óendanlega oft. Þannig að einhvers staðar er að finna ótal tvífara þína sem lesa þessa grein í Lifandi vísindum. 

 

Fáum við svar? 

Af eðlilegum ástæðum er afar örðugt að greina eitthvað fyrir utan sýnilegan alheim. Þó er einn lítill möguleiki: Árið 2008 uppgötvaðist að stjörnuþokur ferðast í gegnum alheim eins og þær séu undir áhrifum af þyngdarkrafti frá einhverju sem liggur ekki órafjarri þeim. Frekari rannsóknir á þessu svonefnda hulduflæði gæti veitt okkur haldbærari svör.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is