„Novorossiya“ (Nýja-Rússland) er sögulegt heiti sem rússneska keisaradæmið notaði yfir víðáttumiklar gresjurnar norður af Svartahafi.
Svæðið náði yfir mestallan suður- og austurhluta Úkraínu og var fyrst sett á stofn sem rússneskt hérað árið 1764. Svæðinu var í raun ætlað að gegna hlutverki stuðpúðasvæðis gegn Tyrkjaveldi í suðri.
Novorossiya varð hluti af Úkraínu
Í því skyni að byggja upp og rækta eins mikið og hugsast gat af gríðarstórum gresjunum skiptu valdhafarnir í Nýja-Rússlandi landsvæðinu ósparlega á milli rússneskra aðalsmanna og úkraínskra bænda.
Héraðið hélst hluti af rússneska keisaradæminu allt þar til í mars árið 1917, þegar Nikólás keisari 2. neyddist til að afsala sér völdum í kjölfar uppreisnar.
Næstu árin á eftir varð Nýja-Rússland leiksoppur ýmissa ríkja og svæðið laut bæði stjórn hins nýstofnaða rússneska lýðveldis, skammlífs úkraínsks ríkis og andkommúnískrar hreyfingar.
Sovétríkin lögðu svæðið undir sig árið 1922 og innlimuðu það í úkraínska Sovétlýðveldið. Þaðan í frá hætti Nýja-Rússland að vera til í landfræðilegum skilningi og eftir fall Sovétríkjanna lagði Úkraína svæðið undir sig.
Hugmyndin um rússneskt klofningsríki nýtur ekki mikilla vinsælda meðal Úkraínumanna en hér má sjá úkraínskar fótboltabullur brenna fána Nýja-Rússlands á knattspyrnuleik.
Árið 2014 var hugmyndin um Nýja-Rússland þó vakin til lífs á nýjan leik. Rússneski forsetinn, Vladímir Pútín, ákvarðaði að úkraínsk svæði á borð við Luhansk og Donetsk skyldu verða hluti af Nýja-Rússlandi og fyrir vikið rússnesk í sögulegu samhengi í hans augum.
„Rússland missti þessi svæði, ýmissa hluta vegna en Rússarnir fóru hvergi“, sagði Pútín.
Þessi orð Pútíns gerðu það að verkum að aðskilnaðarsinnar, hliðhollir Rússum, tóku völdin í Luhansk og Donetsk og lýstu því yfir að þeir hygðust endurreisa Nýja-Rússland.
Í febrúar í ár var draumurinn nálægt því að rætast þegar Pútín lýsti yfir sjálfstæði svæðanna tveggja stuttu fyrir innrásina í Úkraínu.