Lifandi Saga

Hvað gerðist eiginlega í My Lai? 

Hundruðum kvenna, barna og aldraðra var þann 16. mars 1968 smalað saman í litla víetnamska þorpinu My Lai. Svo gall við fyrsta skotið.

BIRT: 24/11/2024

Slátrun Bandaríkjamanna á 350 – 500 borgurum árið 1968 var einungis einn af mörgum stríðsglæpum þeirra í Víetnamstríðinu. En röð afhjúpandi mynda vöktu athygli almennings í Bandaríkjunum og andúðin á stríðinu jókst hröðum skrefum. 

 

Um 100 bandarískir hermenn héldu þann 16. mars 1968 inn í þorp sem nefndist My Lai. Íbúar höfðu fyrirfram fengið skipun um að yfirgefa staðinn þannig að Bandaríkjamenn litu svo á að allir sem væru ennþá í bænum væru meðlimir andspyrnuhreyfinga kommúnista, Viet Cong.

 

Hermennirnir söfnuðu öllum sem þeir fundu saman í miðju þorpinu en það voru einkum konur, börn og aldraðir. Sjónarvottar hafa síðan lýst því hvernig sumir Bandaríkjamenn hófu skyndilega að skjóta á fólkið og síðan gerðu fleiri slíkt hið sama. 

 

Stríðsljósmyndari skráði fjöldamorðin

Í kjölfarið á þessu voðaverki kom fram skýrsla þar sem sagt var að 128 Viet Cong-uppreisnarmenn og 22 borgarar hafi látið lífið í aðgerðinni. En síðan tók orðrómur að berast út, fyrst meðal hermanna í Víetnam og síðar í BNA.

 

Bandarískur liðsforingi staðhæfði árið 1970 að árásir, eins og sú sem átti sér stað í My Lai, hafi átt sér stað í hverjum mánuði árin 1968 og 1969. En það reyndist hægt að skrásetja þetta blóðbað því að ljósmyndari hersins hafði tekið myndir af líkhrúgunum. Þær voru notaðar í baráttunni gegn stríðinu heima fyrir í BNA. 

Herinn reyndi að þagga málið niður

Bandarískir hershöfðingjar urðu að viðurkenna stríðsglæpinn.

16.mars 1968

Hermenn missa vitið

100 hermenn ráðast á My Lai og drepa milli 350 og 500 íbúa. 

 

13.desember 1968

Ódæðið spyrst út

Bandaríski hershöfðinginn og síðar utanríkisráðherrann Colin Powell lætur gera málamyndarannsókn. Hann staðhæfir að ekkert blóðbað hafi átt sér stað. 

Mars 1969

Vitni skrifar til stjórnmálamanna

30 öldungadeildarþingmenn fá sendar lýsingar hermanns af blóðbaðinu. Flestir velja að hundsa bréfið. 

12.nóvember 1969

Sagan blossar upp í fjölmiðlum

Blaðamaður grefst fyrir um málið og lýsir því í fréttaskeyti. 

 

24. nóvember 1969

Herinn rannsakar á ný

Umfjöllun fjölmiðla neyðir herinn til að hefja nýja rannsókn. Í þetta sinn viðurkennir hann dráp á 175 – 200 borgurum og sú tala hækkar síðan í 347. 

17. nóvember 1970

Réttarhöld hefjast

26 hermenn eru ákærðir fyrir ódæðið eða tilraun til að leyna sannleikanum. 

29. mars 1971

Dómur fellur

Herdómstóll dæmir einn mann, William Calley lautinant sekan. 

Blóraböggull á bak við lás og slá 

William Calley lautinant skildi ekki ákæruna á hendur sér. Hann hafði jú bara gert skyldu sína: „Ég fékk skipun um að drepa óvininn. Það var verkefni mitt þennan dag“.

 

Hann var dæmdur til nauðungarvinnu ævilangt. Andstæðingar stríðsins voru verulega ósáttir við að hann einn yrði dæmdur en Nixon forseti náðaði hann eftir þrjú ár. 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórnin

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

5 haldbærar sannanir um að jörðin er hnöttótt

Alheimurinn

Tungl Júpíters á að veita svar við einni helstu ráðgátu lífsins: Leiðangur til Evrópu 

Náttúran

Segulmagn bjargar okkur frá banvænum ögnum

Náttúran

Þegar jörðin hreykir sér 

Lifandi Saga

Hvers vegna borða Japanar sushi?

Alheimurinn

Má ímynda sér líf án vatns?

Lifandi Saga

Hvert var hlutverk Martins Bormanns í nasistaflokknum?

Alheimurinn

Stjörnufræðingar finna fyrstu frumvísa að Vetrarbrautinni

Maðurinn

Hve hratt fer blóðið um líkamann?

Lifandi Saga

Fjöldamorð SS leiddi til miskunnarlausrar hefndar

Lifandi Saga

Hvað var gula?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is