Taipinguppreisnin: Blóðugasta borgarastríð sögunnar

Blóðugasta borgarastyrjöld sögunnar kostað um 20 milljónir mannslífa.

BIRT: 21/11/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Blóðugasta borgarastyrjöld sögunnar stóð yfir á árunum 1851-64. Taipinguppreisnin sem svo er kölluð, kostaði um 20 milljónir Kínverja lífið.

 

Upphafsmaður uppreisnarinnar var Hong Xiuquan, trúarofstækismaður sem hafði tekið kristna trú og leit á sig sem litla bróður Jesú.

 

Hong taldi Guð hafa sent sig til að frelsa Kínverja frá öllu illu, þar á meðal keisaradæmi Qing-ættarinnar sem þá var við völd.

 

Á 19. öld gengu miklar náttúruhamfarir yfir Kína ásamt tilheyrandi hungursneyðum og bágum efnahag og þetta varð til þess að Hong náði eyrum fólks.

 

Í Suður-Kína safnaði hann um sig herskáum trúflokki og hóf fyrst skæruhernað en síðan beina baráttu gegn hersveitum keisarans.

Hér var Taipinguppreisnin:

Um miðja 19. öld náði Qing-keisaraveldið yfir grænu, ljósgrænu og ljósrauðu svæðin en þau gulu voru lénsherradæmi. Taipinguppreisnin náði til austurhéraðanna, m.a. Jinagxi, Zhejiang og Hunan (skástrikað).

Í ágúst höfðu uppreisnarmenn unnið svo stór landsvæði í suðri að þeir stofnuðu eigið ríki sem þeir nefndu Himneskt ríki hins mikla friðar.

 

Þaðan héldu öflugar hersveitir Hongs í norðurátt og skildu eftir sig blóðslóð mörg hundruð þúsund dauðra.

 

Leiðtoginn deyr af illgresisáti

Á síðari hluta áratugarins voru hermenn uppreisnarhersins orðnir um milljón en uppreisnarmennirnir glötuðu frumkvæðinu í stríðinu eftir innbyrðis deilur milli herforingjanna.

 

Á þessum tíma gerði keisarinn líka bandalag við Breta og uppreisnin var á næstu árum brotin á bak aftur og höfuðborg uppreisnarmanna, Nanjing, umkringd árið 1864.

 

Umsátrið leiddi af sér hungursneið sem varð til þess að Hong hvatti áhangendur sína að nærast á „heilögu“ illgresi.

 

Sjálfur veiktist leiðtoginn af þessum plöntum og hann lést sama ár.

BIRT: 21/11/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Philg88. © The Grosvenor House Antiques Fair

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.