Upprunalega var sápa framleidd af húsmæðrum heima í eldhúsinu. Aðalinnihaldsefni sápu er lútur sem er afar ætandi efni og leiddi oft til mikilla slysa og jafnvel blindu.
Á 17. og 18. öld tók fagfólk smám saman yfir þessa hættulegu framleiðslu.
1. Askan var meginuppistaðan
Aska frá trjátegundum með litla trjákvoðu var soðin saman með kalksnauðu regnvatni til að mynda sápulút.
2. Flesk var soðið í graut
Fita úr nautgripum, grísum og kindum var soðin þar til hún var orðin hreinn og fljótandi massi.
3. Grauturinn látinn malla
Lútur og fita var síðan látið malla þar til massinn var orðinn svo þykkfljótandi að yfirborð hans gat borið egg.
4. Sápan harðnaði
Tilbúinni sápunni var hellt niður í lítil tréform þar sem hún harðnaði.
5. Heppileg aukaafurð
Tólgarkerti voru búin til rétt eins og sápa úr dýrafitu og því framleiddu margir sápugerðarmenn hvort tveggja.