Hvað er Truman-kenningin? 

Árið 1947 markaði Harry S. Truman forseti nýja utanríkismálastefnu sem átti eftir að breyta gangi mála í heiminum. Meginboðskapur stefnunnar var sá að Bandaríkin gætu ekki lengur látið sér lynda framgang kommúnismans.

BIRT: 05/02/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Hinn 12. mars 1947 tók forsetinn, Harry S. Truman, til máls í þinghúsinu og lýsti því yfir að héðan í frá myndu Bandaríkin „styðja frjálsar þjóðir sem veittu andspyrnu tilraunum um kúgun“.

 

Í þessari víðfrægu ræðu sinni lagði Truman áherslu á að Bandaríkin hygðust nú fylgja nýrri utanríkismálastefnu sem fæli það í sér að standa vörð um öll lönd sem ættu á hættu að lenda undir hælnum á Sovétríkjunum og kommúnisma.

 

Í raun réttri táknaði þessi nýja stefna sem farið var að kalla Truman-kenninguna, að Bandaríkin myndu fyrst í stað styrkja Grikkland og Tyrkland, bæði fjárhagslega og hernaðarlega, til að koma í veg fyrir að löndin tvö féllu kommúnistum í skaut.

Bandaríkin og Sovétríkin börðust hlið við hlið í seinni heimsstyrjöld en þegar stríðinu lauk skerptust andstæðurnar milli þjóðanna tveggja.

Upphaf kalda stríðsins

Þessi nýja stefna markaði miklar breytingar á utanríkismálastefnu BNA sem til þessa hafði einkennst af því að Bandaríkin skyldu hafa eins lítil afskipti af málefnum annarra þjóða og frekast var unnt. Truman-kenningin kollvarpaði því utanríkismálastefnunni.

 

Framvegis skyldu Bandaríkjamenn gera það sem í þeirra valdi stæði til að stemma stigu við áhrifum Sovétríkjanna og fyrir vikið er oft litið á ræðu Trumans sem upphafið að kalda stríðinu.

 

Myndskeið: Stutt útskýring á Truman-kenningunni:

BIRT: 05/02/2023

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © National Archives and Records Administration

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is