Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Heimsstyrjöld án vopna. Árið 1947 steig milljarðamæringurinn Bernard Baruch upp í pontu og færði í orð það pólitíska ástand sem átti eftir að ríkja í heiminum eftir síðari heimsstyrjöldina.

BIRT: 13/12/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

16. apríl 1947. Á þessum degi urðu ummælin „kalda stríðið“ til sem lýsing á átökunum milli austurs og vesturs í fyrsta sinn. Maðurinn að baki þessum frægu orðum var milljarðamæringurinn og fjármálamaðurinn Bernard Baruch sem um áratuga skeið hafði verið pólitískur ráðgjafi margra bandarískra forseta.

 

Í apríl 1947 var Baruch í heimsókn í húsi fulltrúadeildarinnar í Suður-Karólínu til að taka þátt í hátíðahöldum, þar sem hengja átti upp nýtt málverk af honum. Þarna steig Baruch upp í pontu og hélt ræðu sem varðaði m.a. spennuna sem ríkti í samskiptum BNA og Sovétríkjanna:

 

„Við skulum ekki vaða í villu og svíma“ sagði Baruch.

 

„Við erum núna í miðju köldu stríði. Óvini okkar er bæði að finna hér heima og utanlands. Við skulum aldrei gleyma þessu. Ringulreið hér hjá okkur er kjarninn í árangri þeirra. Friður í heimi er markmiðið með okkar pólitíska kerfi“.

Árið 1990 undirrituðu George Bush, forseti BNA og Michael Gorbatsjov, aðalritari Sovétríkjanna, samkomulag um afvopnavæðingu. Ári síðar lauk kalda stríðinu þegar Sovétríkin leystust upp.

Breiddu út ,,kalda stríðið”

Blaðamenn sem voru þarna viðstaddir, notuðu lýsingu hans í greinum sínum og innan tíðar var „kalda stríðið“ samheitið fyrir þau diplómatísku og hernaðarlegu átök sem ríktu milli stóru kjarnorkustórveldanna í heiminum.

 

En þrátt fyrir að Baruch hafi verið fyrstur til að nota lýsinguna „kalda stríðið“ um óbein átök milli austurs og vesturs, hafði hugtakið verið notað áður í öðru samhengi.

 

Sem dæmi birti bandaríska dagblaðið „The News and Observer“ árið 1944 frétt um meðlim í kristnum trúarsamtökum sem leyfði eiturslöngu að bíta sig. Markmið hans var að sýna að Guð myndi örugglega bjarga honum.

 

Samkvæmt blaðinu höfðu læknar gefið í skyn að hinn mikli trúarhiti sjúklingsins hefði bjargað lífi hans. Slöngubitið hafði þannig búið til „stríðsástand í kalda stríðinu milli vísinda og trúarbragða“, stóð í blaðinu.

BIRT: 13/12/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © George Bush Presidential Library and Museum

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is