Læknisfræði

Hvað hrjáði fílamanninn? 

Læknar samtímans höfðu engar útskýringar á þessum sjúkdómi en nútímarannsóknir hafa líklega leyst ráðgátuna.

BIRT: 12/06/2023

Hinn breski Joseph Merrick (1862 – 90) var þekktur sem fílamaðurinn vegna afmyndunar á öllum líkamanum. Merrick var ekki sjúkdómsgreindur meðan hann lifði en læknar hafa komið fram með ýmsar tilgátur um mögulegan sjúkdóm.

 

Ein þeirra er að hann hafi þjáðst af elephantiasis. Sjúkdómur þessi stafar af sýkingu sníkjuorma sem verður til þess að beinin bólgna út.

 

Nýrri rannsóknir á beinum Merricks sýna að líklega var hann með Proteus-heilkenni. Þessi sjaldséði arfgengi sjúkdómur verður til að bein, vöðvar, húð og vefir vaxa stjórnlaust.

 

Fyrstu einkenni sjúkdómsins koma jafnan fram í æsku og fórnarlömbin deyja yfirleitt ung – það átti einnig við um Merrick sem tók að afmyndast í andliti tveggja ára gamall og lifði einungis í 28 ár.

Ofvöxturinn jók þyngdina á höfði Merrick í 9 kg.

Vegna útlitsins var hann sýndur í sirkusi og fékk nafnið fílamaðurinn. Þegar slíkar sýningar voru bannaðar í Englandi flutti hann árið 1886 í London Hospital, þar sem hann dvaldi síðustu árin.

 

Þar hitti hann lækninn Frederick Treves og varð náin vinátta milli þeirra. Lýsingar Treves gerðu þennan afmyndaða og snjalla mann að vinsælli persónu meðal bresku yfirstéttarinnar en meðlimir hennar heimsóttu gjarnan Merrick.

 

Meðal gestanna var prinsessan – og síðar drottning – Alexandra sem sendi Merrick jólakort á hverju ári.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: MRAH SÜTCÜ & BUE KINDTLER-NIELSEN

© History Archive

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.