Lifandi Saga

Fílamaðurinn vakti undrun og ótta allra 

Joseph Merrick bjó á fátækraheimili í fæðingarbæ sínum allt þar til hann tók ákvörðun um að ganga til liðs við flakkandi viðundrasýningu. Árum saman hafði hann svo lifibrauð af því að láta niðurlægja sig opinberlega.

BIRT: 29/02/2024

Dimman og kuldinn var það fyrsta sem læknirinn Frederick Treves tók eftir þegar hann gekk inn í þröngt og óvistlegt verslunarrýmið. Birtan gat engan veginn fundið sér leið gegnum rúðuna, því hún var þakin stórri auglýsingu með teikningu af veru sem virtist vera hálfur maður og hálfur fíll.

 

Tom Norman, forstjóri hringleikahúss sem hafði til sýningar vanskapaða menn, hér og þar í London, dró forvitinn lækninn með sér lengra inn í verslunina.

 

Hann dró tjald til hliðar. Þar fyrir aftan sat vansköpuð vera. Risastórt höfuðið var svo afmyndað að það virtist einungis vera með eitt auga.

 

Auga sem starði tómu augnaráði út í rýmið. Nefið minnti einna helst á stórt kjötstykki og engin leið að átta sig á hvað það var, nema út frá staðsetningunni á andlitinu. Kjálkinn var svo stór að rauð innri hlið efri vararinnar vísaði út á við.

 

Búkurinn var allur skakkur og skældur og þakinn þykkri húð sem hékk víða í fellingum og var hulin eins konar vörtum sem minntu einna helst á blómkálsknúppa.

 

Vinstri handleggurinn var lítill og visinn, sá hægri risastór og á honum var svo enn fremur risavaxin hönd.

 

Þumalfingurinn leiddi huga mannsins að hreðku og hinir fingurnir líktust einna helst rótarhnýði.

 

„Stattu upp“, sagði sirkusforstjórinn reiðilega. Afskræmdur líkaminn reisti sig upp. Hann var aðeins klæddur buxum.

 

Andstætt við það sem Treves hafði haldið var maðurinn ekki ýkja stór. Læknirinn gerði einfaldlega ráð fyrir að furðuvera þessi kynni hvorki að tala né væri fær um að hugsa. Eigandi staðarins upplýsti að fílamaðurinn héti Joseph Merrick.

 

Treves bað sirkusstjórann um leyfi til að rannsaka Merrick, því hann fýsti að vita hvernig á vansköpun fílamannsins stæði.

 

Ein sagan gekk út á það að villtur sirkusfíll hefði ráðist á móður Josephs Merricks þegar hún bar hann undir belti en slíkar sögusagnir rúmuðust hins vegar ekki í vísindaheimi læknisins.

 

Sirkusstjórinn veitti, óviljugur þó, leyfi sitt fyrir því að Treves léti rannsaka fílamanninn á borgarspítala Lundúna sem staðsettur var beint á móti versluninni.

 

Farið var með Joseph Merrick huldu höfði á sjúkrahúsið og var klútur látinn hylja andlitið og stór skikkja líkamann. Treves mældi og teiknaði upp líkama Merricks.

 

Að þessum mælingum loknum rétti Treves fílamanninum nafnspjald sitt. Ef hann þyrfti á hjálp að halda, mátti hann alltaf leita til læknisins.

krop-hel-xwg89vix3smx1l1ofsy_ka

Sjúkdómurinn eyðilagði m.a. bein mannsins og gerði það að verkum að húðin óx óheft.

Evrópubúar horfðu á vanskapninga

Treves lýsti þessum fyrsta fundi sínum og fílamannsins í bók mörgum árum síðar. Þó svo að margir sagnfræðingar hafi talið lækninn skreyta frásögnina allverulega, þá leikur enginn vafi á því að þeir hafi hist í fyrsta sinn í nóvember árið 1884.

 

Áður en Joseph Merrick varð þekktur sem fílamaðurinn hafði hann búið á fátækraheimili í heimaborg sinni, Leicester.

 

Á fátækraheimilinu ólst hann upp við lélegan kost og þurfti að strita frá morgni til kvölds. Merrick reyndi að sætta sig við orðinn hlut en útlit hans vakti stöðugt ótta annarra og enginn gat skilið hvað hann sagði sökum þess hve vanskapaður munnur hans var.

 

Lífið á fátækraheimilinu reyndist manninum óbærilegt og Merrick tók ákvörðun um að notfæra sér vanskapnaðinn sér til framdráttar.

 

Í ágúst árið 1884 setti hann sig fyrir vikið í samband við farandhringleikahús sem sýndi vanskapað fólk en um var að ræða eina margra furðusýninga sem nutu vinsælda víðs vegar um Evrópu á þessum árum. Þar voru alls kyns afbrigðilegar mannverur hafðar til sýnis.

 

Feitar konur, horaðir karlar, menn sem voru konur, konur sem voru menn, svart fólk sem fæddi svört börn á sviðinu.

 

Fílamaðurinn sló strax í gegn. Börnum var meinaður aðgangur og konur liðu út af þegar tjaldið var dregið frá. Áhorfendur stundu og andvörpuðu þegar þeir börðu augum manninn sem líktist svo mjög fíl.

 

Næstu tvö árin ferðaðist Joseph Merrick um sem fílamaðurinn.

 

Þó svo að hann væri hafður lokaður inni mestallan tímann, til þess að hræða ekki líftóruna úr fólki en jafnframt til að viðhalda spennu og eftirvæntingu þeirra sem ætluðu á sýningarnar, þá leið honum vel. Föst atvinna og regluleg laun gerðu það að verkum að honum tókst að leggja til hliðar.

 

Þess vegna kom það sér afar illa fyrir Merrick að yfirvöld í Englandi skyldu stöðva þessar vinsælu furðuverusýningar.

 

Kirkjunnar menn, svo og stjórnmálaöfl, lýstu því yfir að slíkar sýningar samræmdust ekki nútímalegu þjóðfélagi.

 

Um væri að ræða miðaldahegðun sem rétt væri að skammast sín fyrir. Mótmælin leiddu til þess að sýningarnar voru að lokum bannaðar árið 1886 og Joseph Merrick missti lífsviðurværi sitt.

Fyrstu ummerki þess að Merricks þjáðist af krankleika gerðu vart við sig þegar drengurinn var þriggja ára gamall.

Andlát móðurinnar breytti lífi Merricks

„Ég var 11 eða 12 ára gamall þegar ógæfan dundi yfir með því að móðir mín lést“, ritaði fílamaðurinn, Joseph Merrick, í stuttri sjálfsævisögu sinni.

 

Merrick fæddist í ágúst árið 1862 sem fyrsta barn af þremur, á heimili sem einkenndist af mikilli fátækt. Veikindi hans byrjuðu þegar hann var í kringum þriggja ára aldur, á þann veg að hann fór að fá litlar vörtur á líkamann.

 

Einkennin voru þó ekki verri en sem svo að hann gat lifað nokkurn veginn eðlilegu lífi. Móðirin sinnti uppeldinu hvað best hún mátti og tryggði að Merrick fengi að ganga í skóla.

 

Skömmu eftir andlát móðurinnar réð faðirinn til sín ráðskonu sem hann gekk að eiga stuttu síðar.

 

Merrick lýsti eiginkonu föður síns síðar meir sem ákaflega illa innrættri konu. Stjúpmóðirin hæddi hann og lítillækkaði fyrir vansköpunina og vildi umfram allt losna við drenginn.

 

Þegar Merrick var orðinn 15 eða 16 ára að aldri yfirgaf hann heimilið í eitt skipti fyrir öll. Honum var komið fyrir á fátækraheimili þar til hann árið 1884 réð sig til starfa á hringleikahúsi sem sýndi vanskapað fólk.

Fílamaðurinn í stökustu vandræðum

Sýningabannið var upphafið að endinum.

 

Fílamaðurinn fór til Belgíu þar sem hann hugðist halda sýningunum áfram.

 

Þá kom í ljós að yfirvöld á meginlandinu voru einnig farin að banna sýningar á vanskapningum.

 

Lögreglan bannaði og lokaði farandsýningunni umsvifalaust. Merrick hafði misst lífsviðurværi sitt og sömu sögu var að segja af nýjum austurrískum forstjóra farandleikhússins sem gafst upp eftir nokkurra mánaða hark og skellti í lás.

 

Honum tókst jafnframt að stela hverri einustu krónu sem Merricks hafði lagt fyrir og að komast undan með féð.

 

Merrick var nú einsamall í landi þar sem allir óttuðust útlit hans og nú voru honum allar bjargir bannaðar. Enginn mælti á enska tungu, maðurinn átti ekki fyrir mat og hafði hvergi höfði sínu að halla.

 

Og hann óraði ekki fyrir því hvernig hann kæmist heim. Hjálp barst úr óvæntri átt, því austurríski leikhússtjórinn sem hafði rænt hann, sneri aftur, sá aumur á honum og keypti fyrir hann miða til Lundúna.

 

Þá upphófst skelfilegt ferðalag vesalings mannsins. Í lestinni hæddu og ofsóttu hinir farþegarnir þennan sérstaka mann. Um borð í bátnum sem sigldi með farþegana yfir Ermarsund, neitaði skipstjórinn að taka hann með af tillitssemi við aðra farþega.

 

Að endingu, í júní 1886, tókst Joseph Merrick að komast á skipsfjöl og fá far þangað sem hann ætlaði sér, þ.e. til Lundúna.

Joseph Merrick gekk iðulega með hettu sem huldi afskræmt andlit hans, til að fela sig fyrir fordómafullum augngotum landa sinna.

Merrick og Treves hittust á nýjan leik

Merrick reyndi að troðast gegnum mannmergðina á Liverpool lestarstöðinni en það gekk treglega því alls staðar sópaðist að honum múgur og margmenni, bendandi á hann og hrópandi upp yfir sig í skelfingu.

 

Engu skipti í hvaða átt hann gekk, alls staðar þyrptist fólk í kringum hann.

 

Fólk flykktist saman til að berja þessa furðuveru augum en segja má að hann hafi í senn vakið hrifningu fólks og ótta. Forvitni og ofsahræðsla lituðu andrúmsloftið og maðurinn sem öll athyglin beindist að varð sífellt óttaslegnari.

 

Merrick tókst ekki að komast undan fyrr en lögreglan á Liverpool lestarstöðinni skakkaði leikinn. Lögregluþjónarnir drógu hann með sér inn í mannlausan biðsal og skelltu hurðinni nánast á nefið á fólki sem hópaðist að dyrunum til þess að missa nú ekki af neinu.

 

Hér var Joseph Merrick öllum lokið. Hann var örmagna og illa þefjandi eftir langt og strangt ferðalag. Laganna verðir skildu ekki stakt orð af því sem maðurinn umlaði. Það var svo ekki fyrr en hann dró velkt nafnspjald upp úr jakkavasanum sem þeir áttuðu sig á hvað gera skyldi við manninn.

 

Nafnspjaldið var það sem læknirinn Frederick Treves hafði látið hann fá tveimur árum áður í dimma verslunarrýminu.

 

Nú var farið með Merrick á sjúkrahúsið þar sem læknirinn tók við þessum furðulega manni öðru sinni á ævi hans.

 

Að þessu sinni var Joseph Merrick lagður inn á sjúkrahúsið og það átti eftir að skipta hann sköpum. Hann fékk meðferð gegn lungnabólgu og öllum hans þörfum var sinnt.

 

Treves áttaði sig á því að fílamaðurinn ætti sér ekki viðreisnar von utan sjúkrahússins og óskaði eftir að fá að leggja hann inn sem heimilisfastan sjúkling. Slíkt var háð þeim skilyrðum að einhver greiddi fyrir dvöl hans.

Læknirinn, Frederick Treves, hafði gífurlegan áhuga á þessum sjaldgæfa sjúkdómi sem hrjáði Merrick. Hann rannsakaði vanskapaðan sjúklinginn í þaula og sá til þess að greitt væri fyrir sjúkrahúsdvöl hans.

Peningarnir streymdu inn

Efnamenn og -konur voru viljug að verja fé í góðgerðarstarfsemi og eftir að sagan um fílamanninn barst upp í efri stéttir ensks þjóðfélags fóru peningarnir að streyma til sjúkrahússins.

 

Fyrst í stað var ritað um þennan furðulega sjúkdóm mannsins á Lundúnasjúkrahúsinu í læknisfræðileg tímarit.

 

Því næst fréttu starfsmenn dagblaðanna af örlögum mannsins og dagblöðin fylltust af efni um hann.

 

Sögurnar vöktu samkennd og stórar sem smáar peningaupphæðir fóru að berast manninum sem hafði glatað öllu, hræðilegs útlitsins vegna.

 

Merrick var útveguð lítil íbúð á sjúkrahúsinu. Treves heimsótti hann reglulega og gat smám saman farið að skilja talið sem barst úr vansköpuðum munni mannsins. Þeir tveir áttu mörg samtöl saman og smám saman áttaði læknirinn sig á sögu mannsins.

 

Hann heyrði hann segja frá móðurinni sem honum hafði þótt svo innilega vænt um en sem látist hafði fyrir aldur fram. Hann heyrði hann segja frá árunum sem flakkandi afskræmi. Og heyrði um allar niðurlægingarnar.

 

Treves sagði svo öðrum frásagnir Merricks.

 

Þeir sem höfðu látið fé af hendi rakna til að greiða fyrir sjúkrahúsdvölina fengu nú aukinn áhuga á dapurlegum örlögum mannsins. Hápunktinum var náð þegar ný viðbygging við Lundúnasjúkrahúsið var vígð árið 1887.

Sjúkdómur Merricks olli því að öll bein líkamans afmynduðust. Læknar í dag álíta hann hafa þjáðst af proteus-heilkenni.

Hvað amaði að fílamanninum?

Læknar hafa velt vöngum yfir því í 120 ár hvers vegna Merrick skyndilega byrjaði að afmyndast. Ástæðan er sennilega afar sjaldséður, meðfæddur sjúkdómur.

 

Farið var með beinagrind Josephs Merricks á borgarsjúkrahús Lundúna eftir hans dag, þar sem hún var rannsökuð af mörgum læknum sem hugðust komast að raun um hvað olli þessum dularfulla sjúkdómi sem afmyndaði allan líkama fílamannsins.

 

Fyrst í stað héldu læknar manninn hafa þjáðst af svokölluðum elefantiasis en um er að ræða hitabeltissjúkdóm sem veldur því að limirnir þrútna gífurlega.

 

Í upphafi 20. aldar höfðu læknar hins vegar sannfærst um að Merrick hefði þjáðst af neurofibromatosis-gerð 1 en um er að ræða einkar sjaldséðan arfgengan sjúkdóm sem veldur æxlum og afmyndun beinanna.

 

Sjúkdómurinn er ættgengur og læknarnir vissu til þess að afmyndanir hefðu herjað á nokkra í fjölskyldu Merricks.

 

Undir lok áttunda áratugarins var hins vegar komin ný skýring en þá töldu læknar sig hafa komist að raun um að Merrick þjáðist af hinu sjaldséða proteus-heilkenni.

 

Sjúkdómurinn veldur of mikilli húðmyndun, ofvexti í beinum, svo og hnútum og æxlum á líkamanum. Kenning þessi hefur síðan verið studd með rannsóknum á beinagrind Merricks.

 

Proteus-heilkennið gerir sjaldnast vart við sig í jafn öfgafullri mynd og raun bar vitni hjá Joseph Merrick.

 

Engin sérstök lækning er til við sjúkdóminum en hægt er að meðhöndla einkennin á ýmsa vegu, ef æxlin eru ekki illkynja eða þau er ekki að finna á sérlega viðkvæmum stöðum líkamans.

Konungsfjölskyldan sendi jólakort

Prinsinn og prinsessan af Wales, síðar meir Játvarður 7. konungur og Alexandra drottning, áttu að vígja nýju viðbygginguna við sjúkrahúsið.

 

Farið var með hjónin í skoðunarferð um sjúkrahúsið og einnig að íbúð Merricks. Treves fylgdi hjónunum og varaði þau við að þeim kynni að ofbjóða það sem þau sæju. Þau létu fortölur þessar þó ekki aftra sér frá því að hitta manninn.

 

Kóngafólkið ræddi ekki mikið við Joseph Merrick en vinsemd þeirra í garð þessa vesalings manns sem hafði verið niðurlægður svo oft, hreyfði við öllum sem viðstaddir voru.

 

Þetta átti ekki hvað síst við um Merrick sem fór að hágráta af gleði þegar prinsessan sendi honum kort skömmu eftir heimsóknina.

 

Næstu jól fékk hann að auki þrjú jólakort frá konungsfjölskyldunni. Áhugi þessa fyrirfólks gerði það að verkum að margt efnafólk heimsótti Merrick á sjúkrahúsið og hafði það eitt í hyggju að gera honum gott.

 

Gestir þessir færðu honum gjafir, fóru með hann í ferðir og sýndu honum þann kærleika sem hann ávallt hafði farið á mis við áður.

 

Hinn 11. apríl 1890 lést Joseph Merrick í svefni, aðeins 27 ára gamall. Hann hafði ekki verið veikur og skyndilegt andlát hans kom sem reiðarslag fyrir alla.

 

Treves kunngjörði svo dánarorsökina seinna: Að öllu jöfnu svaf Merrick sitjandi sökum þess hve þungt afmyndað höfuðið var.

 

Þetta tiltekna kvöld hafði hann hins vegar lagt höfuðið á kodda og skyndilegt álagið olli því að hann hálsbrotnaði. Manninn með afmyndaða höfuðið hafði einfaldlega langað að sofa eins og annað fólk.

Lestu meira

  • Michael Howell: The True History of the Elephant Man, Allison & Busby, 2001

 

  • Christine Sparks: The Elephant Man, Ballantine Books, 2006

 

  • Nigel Blundell: The World’s Most Fantastic Freaks, Bounty Books, 1995

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Dorthe Chakravarty

© All Over Press,© Polfoto/Topfoto,© Mary Evans,© IBL Bildbyrå

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.