Alheimurinn

Hvað var fyrir Miklahvell?

Stjörnufræðingar hafa sagt þessa spurningu merkingarlausa – að þetta sé svipað og að spyrja hvað sé norðan við norðurpólinn. En sú afstaða er að breytast. Nú koma fram æ fleiri hugmyndir um tímann fyrir Miklahvell og um aðra alheima.

BIRT: 12/11/2024

Hvað vitum við?

Kenningin um Miklahvell er nú orðin tiltölulega rótföst og lýsir þróun alheimsins frá því að hann var smærri en ein frumeind. Kenningin segir þó ekkert um hvernig þessi alheimur varð til – alls ekkert um hvað var til fyrir Miklahvell. Þetta útilokar þó ekki að ástæðunnar sé að leyta í einhverju sem verið hafi til áður.

 

„Ekkert sprettur af engu“ hefur verið sagt og í rauninni er ekki fræðilega mögulegt að skilja alheim sem birtist alveg úr engu. Þess vegna vilja nú æ fleiri geimfræðingar líta á Miklahvell sem atburð sem átti sér orsakir í einhverju sem áður var til.

 

Þessar nýju hugmyndir eiga það sameiginlegt að gera ráð fyrir tómarúmi sem kynni að hafa verið til um eilífð og þar sem lögmál skammtafræðinnar hafi verið í gildi. Ef við gefum okkur að slíkt rúm hafi verið til er mögulegt að setja fram kenningar sem ef til vill gætu veitt svör við því hvað gerðist fyrir Miklahvell.

 

Ein slíkra kenninga er sú sem kennd er við eilífa þenslu. Samkvæmt kenningunni myndast nýir alheimar stöðugt í þessu eilífa tómarúmi og allir þenjast þeir út. Alheimur okkar er þá einungis einn af kannski óendanlega mörgum en allir aðrir alheimar eru svo langt frá okkur í tíma og rúmi að ógerlegt er að ná nokkurs konar sambandi.

 

Þessi kenning gerir líka ráð fyrir að tómarúmið þenjist sjálft á svo miklum hraða að alheimar í því fjarlægist stöðugt hver annan.

 

Aðrar kenningar gera ráð fyrir reglubundnum endurtekningum alheimanna þannig að þeir fæðist og falli á endanum saman til þess eins að endurfæðast. Þessar kenningar veita möguleg svör við því hvað hafi gerst fyrir Miklahvell en þær svara ekki grundvallarspurningunni um sköpunina: Hvers vegna er eitthvað fremur en ekki neitt. Þeirri spurningu er bara ýtt lengra aftur í fortíðina.

 

Gætum við fengið svar?

Til að svara slíkum spurningum þyrfti í alheimi okkar að vera unnt að greina tilvist annarra eða fyrri alheima. Einna helst væri unnt að leita svara í bakgrunnsgeislun geimsins. Það hafa menn reynt en engar traustar niðurstöður hafa enn fundist – og munu tæpast finnast enn um langa hríð.

 

LESTU EINNIG

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is