Gæti Miklihvellur hafa orðið oft?

Samkvæmt kenningunni var Miklihvellur upphaf alheimsins. Er þessi atburður, sem skapar rúm og tíma, alveg einstæður, eða gæti þetta hafa gerst oft?

BIRT: 01/04/2023

LESTÍMI:

3 mínútur

 

Geimfræðingar sem rannsaka gerð og þróun alheimsins eru ekki sérlega hrifnir af einstæðum atburðum sem ekki eiga sér skýringu. Þannig starfar náttúran ekki.

 

Yfirleitt setja náttúrulögmálin þeim atburðum, sem endurtaka sig, ákveðin takmörk. Þetta gildir t.d. um stjörnur sem myndast nánast alls staðar þar sem rétt skilyrði eru til staðar.

 

Það er nærtækt að yfirfæra þessa hugsun yfir á geimfræðina: Miklihvellur er ekki einstæður atburður heldur einungis ein stór sprenging af mörgum sem hver um sig skapar sinn eigin alheim.

 

Alheimar endurfæðast að eilífu

Annaðhvort eru alheimar komnir af eldri alheimum líkt og brumhnappar eða alheimur okkar endurfæðist aftur og aftur. Þannig hljóða tvær kenningar sem andæfa þeirri viðteknu kenningu að Miklihvellur hafi verið einstætt fyrirbæri.

Kenning 1: Brum alheimsins

Geimfræðingurinn Andrej Linde telur alheima stöðugt geta af sér nýja líkt og tré bera brumhnappa. Samkvæmt kenningunni er alheimur okkar bara ein blaðra af mörgum og nýir alheimr geta sprottið út frá honum, rétt eins og alheimur okkar sé kominn af eldri alheimi í blöðruferli sem standi að eilífu.

Kenning 2: Endurborinn alheimur

 Sumir vísindamenn telja að alheimurinn muni með tímanum draga sig saman og þéttast. Þegar allt efni er samankomið í einn punkt á stærð við eina róteind, er ekki unnt að pressa rúmtímann meira og hann bregst þá við með snöggri útþenslu, nýjum Miklahvelli. Á þann hátt getur alheimurinn farist og endurfæðst líkt og pylsur á streng.

Alheimar endurfæðast að eilífu

Annaðhvort eru alheimar komnir af eldri alheimum líkt og brumhnappar eða alheimur okkar endurfæðist aftur og aftur. Þannig hljóða tvær kenningar sem andæfa þeirri viðteknu kenningu að Miklihvellur hafi verið einstætt fyrirbæri.

Kenning 1: Brum alheimsins

Geimfræðingurinn Andrej Linde telur alheima stöðugt geta af sér nýja líkt og tré bera brumhnappa. Samkvæmt kenningunni er alheimur okkar bara ein blaðra af mörgum og nýir alheimr geta sprottið út frá honum, rétt eins og alheimur okkar sé kominn af eldri alheimi í blöðruferli sem standi að eilífu.

Kenning 2: Endurborinn alheimur

 Sumir vísindamenn telja að alheimurinn muni með tímanum draga sig saman og þéttast. Þegar allt efni er samankomið í einn punkt á stærð við eina róteind, er ekki unnt að pressa rúmtímann meira og hann bregst þá við með snöggri útþenslu, nýjum Miklahvelli. Á þann hátt getur alheimurinn farist og endurfæðst líkt og pylsur á streng.

Vísindamenn: Alheimurinn er bara einn af mörgum

Við venjulegar aðstæður væri slíkri kenningu hafnað sem hreinni ágiskun, enda er engin leið til að sanna tilvist annarra alheima.

 

Á síðari árum hafa vísindamenn þó tekið að þróa kenningu um „fjölheim“, sem sagt eins konar hóp af alheimum.

 

Upphafið er að rekja til 1973 þegar eðlisfræðingurinn Brandon Carter setti fram „mannlögmál“ sitt, sem felur í sér að samhengi sé milli þess sem skoðað er og þess skoðar og um leið þá spurningu hvers vegna náttúrulögmálin séu svo nákvæmlega aðlöguð að líf geti kviknað og þróast.

Rússnesk-bandaríski prófessorinn í fræðilegri eðlisfræði, Andrej Linde hefur sett fram þá kenningu að alheimar fæði stöðugt af sér nýja alheima.

Hannaður fyrir líf

Eftir þetta tóku menn að gera sér ljóst hve ótrúlega nákvæm þessi aðlögun er. Ekki þyrfti að breyta ýmsum föstum í kerfi náttúrulögmálanna nema um örfá prómill til að ekkert líf gæti þrifist.

 

Þetta hefur leitt af sér þá kenningu að alheiminum séu þannig fyrirfram ásköpuð rétt náttúrulögmál og hann þannig kannski gerður fyrir líf, annaðhvort með því að endurnýta eldri alheim eða með því að fjölga sér.

BIRT: 01/04/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© Claus lunau & Linda A. Cicero/Stanford News & D. VAN RAVENSWAAY/SPL

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is