Alheimurinn

Stærsti geimsjónauki veraldar nær myndum af risavaxinni stjörnuverksmiðju

Nýi James Webb-sjónaukinn er ofboðslega öflugur og hefur veitt okkur aðgengi að innviðum Óríonþokunnar af áður óséðri nákvæmni. Og útsýnið slær öllu við.

BIRT: 08/10/2022

Í glóandi heitu gasskýi, að minnsta kosti 24 ljósár í þvermál, eru heimkynni mörg hundruð nýmyndaðra stjarna.

 

Óríonþokan er aðeins 1.350 ljósár héðan og nálægasta geimþoka sem við þekkjum. Svæðið er þess vegna eitt af þeim mikilvægustu að kanna til að átta sig á því hvernig stjörnur verða til.

 

Þótt tilvist þessarar þoku hafi verið ljós allt síðan 1610, varðveitir hún enn óteljandi leyndardóma.

 

En með tilkomu James Webb-sjónaukans höfum við loksins náð að sjá alla leið inn í hjarta þessarar stjörnuverksmiðju og myndirnar sem sjónaukinn hefur tekið eru að sögn vísindamanna þær skörpustu og nákvæmustu sem náðst hafa.

James Webb-sjónaukinn kostaði um 10 milljarða dollara og í honum eru m.a. 18 gullhúðaðir speglar sem gegna hlutverki nokkurs konar augna í geimnum. Samtals er flatarmálið 25 fermetrar og því margfalt meira en í gamla Hubble-sjónaukanum þar sem flatarmál speglanna er 4,5 fermetrar.

Vísindamenn trúðu vart eigin augum

Myndin er samsett úr fjórum mismunandi síum og tekin með innrauðum myndavélum sjónaukans en innrautt ljós nær í gegnum hið þétta ský úr ryki og gasi, þar sem stjörnurnar myndast.

 

Þetta er mikil framför frá Hubble-sjónaukanum sem einungis nýtir sýnilegt ljós og greinir því alls ekki himinhnetti eða form sem leynast í Óríonþokunni eða að baki hennar.

Snið af innviðum Óríonþokunnar séð með Hubble-sjónaukanum (til vinstri) og James Webb-sjónaukanum (til hægri). Hér sést greinilega hversu vel næmar, innrauðar myndavélar James Webb-sjónaukans ná í gegn um þykk ryklög og greina daufari stjörnur djúpt inni í Óríonþokunni.

„Við trúðum varla okkar eigin augum þegar við sáum þessar ótrúlegu myndir. Við hófum þetta verkefni 2017 þannig að við höfum beðið eftir þessum gögnum í fimm ár,“ segir Els Peeters sem er stjarneðlisfræðingur hjá Westernháskólanum í London og einn vísindamannanna sem stóðu að myndatökunni.

 

Á að auka þekkinguna á okkar eigin sólkerfi

Myndin sýnir litla sneið af innri hluta Óríonþokunnar, þar sem sjá má þykkan, brúnleitan skýjabakka úr ryki og gasi. Þetta ský teygir sig alveg frá efri hluta myndarinnar hægra megin og út að hægri jaðrinum á neðri hluta hennar.

Lítill hluti Óríonþokunnar séður með innrauðum myndavélum James Webb-sjónaukans. Í þokunni eru nú þekktar meira en 700 stjörnur og fleiri bætast við.

Í miðjum skýjabakkanum er skærasta stjarnan á myndinni. Hún kallast θ2 Orionis A. Þótt stjarnan virðist skína skært á myndinni er hún ekki sýnileg með berum augum nema þar sem ljósmengun er alls engin.

 

Rauða glóðin kringum stjörnuna stafar af örsmáum rykkornum sem endurvarpa birtu hennar.

 

Jafnframt afhjúpar myndin stjörnur sem eru svo ungar að þær eru enn umluktar því gas- og rykskýi sem hefur skapað þær og vísindamenn gera sér einmitt vonir um að frekari greiningar á myndinni muni auka skilning á misjöfnum aðstæðum við misgamlar stjörnur.

 

Sólkerfið okkar gæti nefnilega hafa myndast við aðstæður ekki ósvipaðar þeim sem nú ríkja í Óríonþokunni. Ekki síst þess vegna vonast vísindamenn til að nýjar myndir frá James Webb-sjónaukanum geti aukið enn við þekkingu okkar á því hvernig sólin okkar og pláneturnar kringum hana urðu til.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nanna Vium

© NASA, ESA, CSA, PDRs4All ERS Team; image processing Olivier Berné. Credit for the HST image: NASA/STScI/Rice Univ./C.O’Dell et al. – Program ID: PRC95-45a. Technical details: The HST image used WFPC2 mosaic.This composite image uses [OIII] (blue), ionized hydrogen (green), and [NII] (red).,© NASA, ESA, CSA, Data reduction and analysis : PDRs4All ERS Team; graphical processing S. Fuenmayor

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

Maðurinn

Af hverju þreytumst við í hita?

Menning og saga

Hvað varð um Nefertítí drottningu?

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is