Lifandi Saga

Hvað var gula?

Þrátt fyrir að sjúkdómurinn herjaði mest í Afríku og Suður-Ameríku slapp Evrópa ekki alveg.

BIRT: 09/11/2024

Gula er veirusjúkdómur sem berst úr mýflugum í menn. Einkennin lýsa sér m.a. sem hiti, vöðvaverkir og flökurleiki og þau hverfa yfirleitt á örfáum dögum.

 

Í alvarlegum tilvikum getur sjúkdómurinn valdið skemmdum á hjarta, lungum og lifur og jafnframt leitt af sér gulan húðlit en þar af stafar heiti sjúkdómsins. Margir þeirra sem veikjast og verða fyrir líffæraskemmdum, láta lífið.

 

Gula hefur gegnum tíðina verið algeng á hitabeltissvæðum og hefur geisað hvað eftir annað í Afríku og Suður-Ameríku. Evrópa hefur raunar ekki sloppið að öllu leyti.

 

MYNDBAND: Útbreiðsla gulu

 

Í upphafi 19. aldar braust faraldurinn út hvað eftir annað í hafnarborgum Portúgals og Spánar og létu þúsundir lífið hverju sinni.

 

Árið 1821 veiktust svo margir af gulu í Barselóna að Frakkar staðsettu 30.000 manna her við landamærin í því skyni að halda þessum spænska faraldri utan landsteinanna.

 

Gula hefur jafnframt gert vart við sig norðar í álfunni, svo sem í Englandi en slíkir faraldrar voru smáir í sniðum og fljótlega tókst að einangra sjúklingana.

 

Gula getur haft í för með sér innri blæðingar og kvalafullan dauðdaga.

Kúbverji uppgötvaði smitleiðina

Stórt skref var stigið í baráttunni við sjúkdóminn árið 1881 þegar Kúbverjinn Carlos J. Finlay komst að raun um að mýflugur bæru gulu en uppgötvun hans leysti úr læðingi harðvítuga baráttu gegn mýflugum, einkum í Suður- og Norður-Ameríku.

 

Baráttunni gegn mýi lauk svo endanlega árið 1927 þegar vísindamönnum tókst að einangra guluveiruna og þróa bóluefni sem enn þann dag í dag er notað um víða veröld.

 

Þrátt fyrir að bóluefni sé fyrir hendi látast enn um 30.000 manns af völdum gulu á heimsvísu árlega.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

Shutterstock, © Museo Nacional de Artes Visuales, Montevideo

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.