Hvað er iðraólga (ristilkrampar)?

Talið er að ýmsir kviðverkir geti stafað af röskun sem kallast iðraólga. En hver eru nákvæmlega einkennin og eru einhverjar leiðir til að koma í veg fyrir sjúkdóminn?

BIRT: 31/08/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Allt að fjórðungur fullorðinna þjáist af iðraólgu sem veldur magaverkjum, uppþembu og hægðavandamálum eins og niðurgangi eða hægðatregðu. Hins vegar kemur bólga eða raunverulegur skaði á þörmum sjaldan fram.

 

Læknar vita ekki með vissu hvað veldur röskuninni en einkennin eru að vöðvar í kringum þarmana virka ekki eðlilega.

 

Í sumum tilfellum eru vöðvarnir of slakir en í öðrum tilfellum er hraðinn sem þeir þrýsta innihaldi þarmanna of lítill eða of mikill.

Iðraólga lýsir sér á fjóra vegu

Nákvæmar orsakir iðraólgu eru enn óþekktar en öll einkennin tengjast því að hægðir eru óeðlilegar.

1. Slakir vöðvar skapa uppblásinn kvið

Vöðvarnir í kringum ristilinn geta í sumum tilfellum slaknað svo mikið að þarmarnir eiga það til að stækka. Niðurstaðan er sú að þú færð þá tilfinningu að maginn sé uppblásinn.

2. Vöðvakrampar kalla fram sársauka

Iðraólga getur valdið því að vöðvarnir í þarmaveggjunum dragast saman með krampa. Óeðlilegir samdrættir geta valdið miklum kviðverkjum.

3. Hægar þarmahreyfingar mynda tappa/stíflu

Ef hreyfingar í ristli eru of hægar getur innihald þarmanna ekki farið nógu hratt í gegn. Afleiðingin verður sú að það safnast fyrir og myndar tappa/stíflu, þ.e. hægðatregðu.

4. Hraði í þörmum veldur niðurgangi

Í sumum tilfellum vinna vöðvarnir í kringum ristilinn of hratt. Þetta þýðir að þarmarnir geta ekki tekið upp vatn og sölt úr innihaldi þeirra. Afleiðing þess verður þá niðurgangur.

Iðraólga lýsir sér á fjóra vegu

Nákvæmar orsakir iðraólgu eru enn óþekktar en öll einkennin tengjast því að hægðir eru óeðlilegar.

1. Slakir vöðvar skapa uppblásinn kvið

Vöðvarnir í kringum ristilinn geta í sumum tilfellum slaknað svo mikið að þarmarnir eiga það til að stækka. Niðurstaðan er sú að þú færð þá tilfinningu að maginn sé uppblásinn.

2. Vöðvakrampar kalla fram sársauka

Iðraólga getur valdið því að vöðvarnir í þarmaveggjunum dragast saman með krampa. Óeðlilegir samdrættir geta valdið miklum kviðverkjum.

3. Hægar þarmahreyfingar mynda tappa/stíflu

Ef hreyfingar í ristli eru of hægar getur innihald þarmanna ekki farið nógu hratt í gegn. Afleiðingin verður sú að það safnast fyrir og myndar tappa/stíflu, þ.e. hægðatregðu.

4. Hraði í þörmum veldur niðurgangi

Í sumum tilfellum vinna vöðvarnir í kringum ristilinn of hratt. Þetta þýðir að þarmarnir geta ekki tekið upp vatn og sölt úr innihaldi þeirra. Afleiðing þess verður þá niðurgangur.

Þó orsakir iðraólgu séu enn óþekktar sýna rannsóknir að mataræði gegnir mikilvægu hlutverki.

 

Fínunnin matvæli eins og hvítt brauð og kökur hafa slæm áhrif á meðan trefjaríkt og fituríkt fæði getur dregið úr einkennunum.

 

Enn fremur bendir margt til þess að samsetning baktería í þarmaflórunni sé mikilvæg og að samspil heila og þarmakerfis komi líklega einnig við sögu.

 

Þunglyndi og kvíði spila inn í

Heilinn og þarmarnir eiga samskipti sín á milli í gegnum svokallaða flökkutaug (vagus taug) sem sendir merki til lífsnauðsynlegra líffæra, auk hormóna og annarra taugaboðefna.

 

Truflanir á þessum samskiptum geta kallað fram galla í báðum líffærum og geta hugsanlega skýrt hvers vegna þunglyndi og kvíði koma oft fram hjá sjúklingum með iðraólgu.

 

Best er að forðast ákveðin matvæli ef þú þjáist af iðraólgu. Tilraunir hafa sýnt að sjúklingar með iðraólgu geta notið góðs af svokölluðu “Low FODMAP” mataræði sem forðast ákveðnar tegundir ávaxta, grænmetis og korns. Erfitt er að brjóta niður kolvetnin í þessum matvælum og trufla eðlilega starfsemi þarma.

Forðastu

  • Hveiti

 

  • Rúgkorn

 

  • Hvítkál

 

  • Lauk

 

  • Baunir

 

  • Epli

Borðaðu

  • Hafra

 

  • Hrísgrjón

 

  • Maís

 

  • Salat

 

  • Gúrkur

 

  • Banana

 

  • Appelsínur

 

  • Kartöflur

 

  • Rótargrænmeti

BIRT: 31/08/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock, Claus Lunau

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is