Eru stór lungu kostur?

Stærri lungu taka inn meira súrefni en er það alltaf kostur að hafa stór lungu? Þau eru góð í þunnu loftslagi og fyrir íþróttafólk sem vill ná hámarksárangri.

BIRT: 22/02/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Lungun fjarlægja koltvísýring – sem er úrgangur sem myndast við efnaskiptin – úr blóðinu og fylla það súrefni í staðinn.

 

Þessi skipti á koltvísýringi og súrefni verða gegnum yfirborð lungnablaðranna. Til að þessi skipting verði sem hröðust og mest hafa lungun þróað mjög stórt yfirborð.

 

Örsmáar blöðrur

Í lungunum eru um 300 milljón örsmáar blöðrur, lungnablöðrurnar og samtals er yfirborðsflötur þeirra allt að 70-100 fermetrar.

 

Þetta yfirborð er þannig á stærð við fjögurra herbergja íbúð og margfalt stærra en yfirborð húðarinnar sem samtals er um 1,5 fermetrar.

 

Stærri lungu ná að taka inn meira súrefni en minni lungu. Þjóðflokkar sem lengi hafa hafst við í mikilli hæð, t.d. í Himalajafjöllum eða Andesfjöllum þar sem loftið er mjög þunnt hafa því í sögu gríðarmargra kynslóða þróað stærri lungu en gengur og gerist nær sjávarmáli.

 

1. Úr nefi og munni berst loftið niður í barkann sem greinist í æ smærri loftrör er nefnast berkjur.

 

2. Loftið streymir áfram um lungun og inn í 300 milljón lungnablöðrur.

 

3. lungnablöðrurnar eru umluktar fíngerðum æðum sem kallast háræðar. Himnan milli æðar og blöðru er svo þunn að loftsameindir komast í gegn. Koltvísýringur (grænn) streymir út í lungnablöðurnar en súrefni (blátt) hina leiðina og kemst þannig í blóðið.

 

Stærð lungna ræðst af hæð og kyni

Stærð lungna ræðst annars líka af hæð og kyni og rúmtak lungnanna er einstaklingsbundið, allt frá fjórum lítrum upp í sex.

 

Stórum lungum fylgja kostir, einkum fyrir íþróttafólk, þar eð stærra heildaryfirborð nær að taka upp meira súrefni og því fylgir aukin geta. Það er hins vegar ekki hægt að þjálfa upp lungun þannig að þau taki upp meira súrefni.

 

Aftur á móti getur hver og einn þjálfað upp afkastagetu lungnanna með því að draga andann djúpt og anda síðan alveg út.

 

Til viðbótar er unnt með þjálfun að auka hæfni vöðvanna til að taka upp súrefni úr blóði og styrkja hjartað þannig að það verði afkastameira.

BIRT: 22/02/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shuterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is