Náttúran

Hvaða dýr hafa stærstu eistun?

Það virðist rökrétt að stóru skíðishvalirnir hljóti að hafa stærstu eistun en hvaða dýr hafa stærstu eistun í hlutfalli við líkamsþyngd?

BIRT: 09/02/2024

Eistu sléttbaksins í norðurhöfum geta orðið meira en 500 grömm hvort um sig og sæðisinnihaldið allt að 4,5 kg. En þegar stærð eistnanna er metin sem hlutfall af líkamsþyngd er það þó suður-evrópsk engisprettutegund, Platycleis affinis sem slær öll met.

 

Vísindarannsókn undir stjórn breska skordýrafræðingsins Karims Vahid sem gerð var árið 2010, leiddi í ljós að eistu karldýra af þessari tegund eru heil 13,8% af heildarþyngdinni.

Engisprettan Platycleis affinis hefur hlutfallslega stærstu eistun í dýraríkinu. Hér hafa þau verið tekin úr kviðbúk dýrsins.

Þegar niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar sagði Vahed að eistun „… virtust leggja undir sig nánast allan kviðbúkinn“ á þessari 2,5 cm löngu engisprettu.

 

Kvenflugur tegundarinnar Platycleis affinis para sig að meðaltali 11 sinnum á mökunartímanum. Þetta segja vísindamennirnir valda því að þeim körlum gangi best að eignast afkvæmi sem hafa mesta mökunargetu og það hefur valdið þróun þessara gríðarstóru eistna.

11 kg að þyngd þyrftu karlmannseistu að vera til að jafnast á við eistu Platycleis affinis sem hlutfall af líkamsþyngd.

Áður en Platycleis affinis yfirtók þetta heimsmet var methafinn bananaflugan Drosophila bifurca. Eistu karlflugnanna eru um 10,6% af líkamsþyngdinni.

 

Bananaflugan heldur þó enn stórmerkilegu heimsmeti en karlflugurnar framleiða heimsins lengstu sáðfrumur, 5,8 cm að lengd. Sáðfrumurnar eru því meira en tuttugufalt lengri en flugan sjálf og þær eru því samanvafðar allt fram að mökun.

 

Meðal spendýra er hlutfallslega stærstu eistun að finna hjá leðurblökunni Corynorhinus rafinesquii. Eistu karldýra af þessari leðurblökutegund eru um 8% af líkamsþyngdinni. Tegundin lifir í suðausturhluta Bandaríkjanna.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Niels Halfdan Hansen

Shutterstock,© Richard Richards/Royal Society/AFP/Ritzau Scanpix

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is