Geislavirkni er oft skipt í þrjár gerðir: Alfa-, beta- og gammageislun. Alfageislun er sú hættulegasta þrátt fyrir að hún sé mun orkuminni en hinar tvær.
Alfageislun er tilkomin vegna kjarna í helíum-atómum sem þjóta í gegnum loftið á hraða sem nemur milli 10.000 – 20.000 km/sek. og samanborið við betaagnir sem myndast vegna rafeinda er greinilegt hvers vegna þær eru jafn hættulegar og raun ber vitni: Ef betaagnir eru á stærð við baun þá myndu alfaagnirnar vera sem þungar stálkúlur með allt að átta kílóa massa og tólf sentimetra þvermál.
Drægnin er lítil
Sem betur fer er drægni alfaagnanna afar lítil – jafnvel í loftinu ekki meiri en fáeinir sentimetrar. Alfaagnirnar geta þó verið skaðlegar nái þær að komast inn í líkamann, t.d. við innöndun af geislavirku gasi eins og radóni.
Geislun fer í gegnum okkur
– Alfageislun (rauð píla)
Samanstendur af þungum helíumkjörnum. Ein stök alfaögn getur skaðað meira en 100.000 sameindir. Þetta krefst þó þess að þessi skammdræga ögn finni leið inn í líkamann, ýmist með fæðu eða við innöndun.
– Betageislun (blá píla)
Rafeindirnar í betageislun geta þrengt sér í gegnum mun lengri veg og drægni þeirra er tíu sinnum meiri en alfaagnanna. Hins vegar eyðileggja þessar litlu betaagnir ekki sameindir líkamans í næstum jafn ríkum mæli.
– Gammageislun (græn píla)
Þessar agnir hafa afar stutta bylgjulengd og eru orkuríkir, rafsegulmagnaðir gammageislar sem myndast við geislavirka hrörnun frumeinda. Í stórum skömmtum getur gammageislun verið banvæn en yfirleitt verðum við mennirnir ekki fyrir slíkum öflugum geislum.
LESTU EINNIG
Geislun eyðileggur vatnsameindir
Líkaminn samanstendur aðallega af vatni og alfaagnirnar eyðileggja því fyrst og fremst vatnsameindir. Það skapar svokölluð sindurefni – óstöðugar sameindir sem þurfa að stela rafeindum úr öðrum efnum til að verða stöðugar.
Það ferli myndar m.a. vetnisperoxíð, sem drepur frumurnar. Alfaagnir geta einnig eyðilagt DNA og valdið miður góðum stökkbreytingum.