Geislavirkur úrgangur verður að grænu bensíni

Með því að geisla úrgangsefni við framleiðslu á lífdíseli geta bresk kjarnorkuver framleitt 10 mio. lítra af grænu eldsneyti á ári hverju.

BIRT: 22/08/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Kjarnorkuver losa nær ekkert CO2, en skilja hins vegar eftir geislavirkan úrgang. Nú hafa vísindamenn við breska Lancaster University og Jožef Stefan stofnunina í Slóveníu fundið upp aðferð við að nýta úrganginn í framleiðslu á umhverfisvænu íblöndunarefni, sem getur gert bensínbíla grænni.

 

Aðferð þessi nýtir aukaafurðir við framleiðslu á lífdísel – díselolíu sem er ekki unnin úr hráolíu, heldur úr plöntuolíu. Við framleiðslu lífdísels verður efnið glýserín afgangs.

 

Framleiðsla á lífdísel fer vaxandi, glýserín er ódýrt og með efnaferlum má umbreyta því í isóprópýledenglýserín. Það er einnig nefnt “solketal” og má bæta í bensín til að hækka oktantölu þess, jafna brunann og draga úr losun sótagna og CO2.

Því miður er þetta efnaferli flókið og dýrt en vísindamenn hafa sýnt að solketal má einnig framleiða með því að nýta geislavirkni til að jóna glýserín, en geislavirku efnin eru úrgangsefni frá kjarnorkuverum.

 

Þannig má reisa solketal – verksmiðju nærri núverandi kjarnorkuverum og framleiða með ódýrum hætti mikið magn af þessu eftirsótta íblöndunarefni.

 

Úrgangsefni frá breskum kjarnorkuverum einum saman geta árlega veitt um 10.000 tonn af solketal og komið þannig í stað samsvarandi magn bensíns.

BIRT: 22/08/2022

HÖFUNDUR: EBBE RASCH

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is