Search

Hvaða máli skiptir oktantala bensíns?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Oktantala bensíns segir til um sjálfkveikihættu bensínsins.

 

Til að bensínvél nýti orkuna sem best þarf að kvikna í bensínblöndunni á nákvæmlega réttum tíma.

 

Þetta er gert með rafneista úr kertinu.

 

Ef kviknar í blöndunni augnabliki of snemma heyrist bank í vélinni og þetta reynir óþarflega mikið á bulluna og sveifarásinn.

 

Bensínið er blandað með lofti og bullan þrýstir blöndunni saman á leið sinni upp um strokkinn.

 

Þegar lofti er þrýst saman hækkar hitastigið og þetta getur leitt til þess að það kvikni sjálfkrafa í bensínblöndunni og það á sem sagt ekki að gerast í bensínvél.

 

En afl bensínvélar ræðst líka af því hversu mikið bensínblöndunni er þjappað saman áður en kveikt er í henni.

 

Meiri þjöppun skilar meira afli. Þess vegna gefur bensínið eftir, því meira afl, sem það þolir meiri þjöppun áður en kviknar í því.

 

Þessi eiginleiki er táknaður með oktantölu og því hærri sem oktantalan er, því meiri þjöppun þolir bensínblandan.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is