Fidel Castro var við völd lengur en nokkur annar ókonungborinn þjóðhöfðingi en hann hélt í stjórnartaumana í 49 ár og 8 daga.
Castró komst til valda eftir byltinguna á Kúbu og varð forsætisráðherra landsins árið 1959.
Fyrstu árin var hann opinberlega við stjórn ásamt nýkjörnum forseta landsins, Osvaldo Dorticós Torrado en sá hafði þó mjög takmörkuð völd.
Árið 1976 var Castro einnig gerður að forseta landsins.
Fimm þjóðarleiðtogar sem voru við völd í meira en 40 ár
Hér að neðan má sjá hvaða fimm þjóðarleiðtogar voru hvað lengst við völd.
Fidel Castro
Kúbú, 49 ár (1959-2008)
Kim Il-Sung
Norður-Kóreu, 45 ár (1948-1984)
Obiang Nguema
Miðbaugs-Gíneu, 43 ár (1979-dagsins í dag).
Omar Bongo
Gabon, 41 ár (1967-2009.
Muammar Gaddafi
Líbíu, 41 ár (1969-2011)